Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 40

Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 40
86 R Ö K K U R crt Ólafsson, Sigurð Pétursson, Björn Halldórsson, en flest kvæðin í safninu eru þó eftir skáld 19. og 20. aldar. Kvæði Stefáns Ólafssonar til kvenna eru hugþekk og fögur. Þarna er kvæðið „Eg veit eina baugalínu“, sem margir kann- ast við, og „Björt mey og hrein“, sem enn fleiri þekkja, a. m. k. fyrstu tvær vísurnar, sem oft eru sungnar, en kvæðið er alls fjögur erindi og liljóðar hið sið- asta svo: Það sorgar él mitt þvingar þel, \-i,ð þig eg hlýt að skilja, þó finni eg hel þá farðu vel fagurleit hringaþilja. Kvæði Bjarna Gissurarsonar „Þegar fögur heims um hlíðir“ hefst á þessu inngangserindi: Hvað er fegra en sólar sýn, þá sveimar hún yfir stjörnu- rann ? Hún vermir, hún skin og hýr gleður mann. En fyrsta erindi kvæðisins fijálfs hljóðar svo: Þegar fögur heims um hliðir heilög sólin loftið prýðir, lifnar hauður, vötn og víðir, voldugleg er hennar sýn. Hún vermir, hún slcin. Með liæstu gleði herrans lýðir horfa á glampa þann. Ilún vermir, hún skín og hýr gleður mann. Og svo heldur skáldið áfrani og lýsir áhrifum sólar á náttúr- una, menn og dýr, er liún „geng- ur áfram lofts um leiðir og lýj" ast aldrei kann“ og Öll náttúran brosandi breiðir blíðan faðm og sig tilreiðir, þegar veldis hringinn heiðir og hennar ljóma augna brýn. Hún vermir, hún skín og liýr gleður mann.“ Og svo knýr skáldið gígjuna áfram — syngur óð sinn til sól- ar og svanna og óneitanlega et’ fögur samlíkingin: „Orðið herrans helgra dóma og hreinferðugrar kvinnu sónia samlíkt er við sólar ljóma, þá situr hún hýr að verkum sín- Hún vermir, hún skín“ — og „Fölt er gull hjá svoddan svanna. Það er hreinn hljómur 1 strengjum gígju þessa skálds- Þar næst kemur þulan, sem vi® lærðum börn við móðurkné:

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.