Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 22

Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 22
08 ROKKUR farartálma nokkurn, sem trufl- ar það, að liægt sé að senda myndir eftir öldum Ijósvakans lengra en augað eygir, eða með öðrum orðum, ekki lengra en út í yztu brún sjóndeildar- liringsins miðað við þann stað, þar sem sendistöð sjónvarpsins er til húsa, og mun eg siðar í þessari stuttu grein minni reyna að skýra lesendum lítillega frá nokkurum lielztu atriðum sjón- várpstækninnar. Venjulega tala menn og iiugsa sér sjónvarpið þannig, að það sé aðeins nokkurra ára gamalt og þar af leiðandi alveg nýtt af nálinni, en því er nú samt ekki svo varið, vegna þess að sjónvarpið á sér langa og merkilega sögu og er miklu. eldra en allflestir hugsa sér, þvi það má með nokkurum sanni segja um sjónvarpið, að það sé „gamall unglingur“, sem alltaf er að þroskast og breytast eftir því, sem timinn líður, til dæmis eru ekki nema svo sem tiu til tólf ár síðan reglulegar sjónvarpssendingar hófust frá Alexandra Palace i London, en þróunarsaga, vísindarannsókn- ir og mesti fjöldi tilrauna ým- issa merkra hugvitsmanna og vísindastofnana á þessu sviði, ná miklu lengra aftur í tímann, eða nánar til tekið allt aftur til órsins 1873, þegar ljósnæmi „selenium’s“ var uppgötvað. Þá brugðust vísindamenn fljótt við, og hugðust að hagnýta sér þessa merkilegu uppgötvun, til þess að hrinda í framkvænid hinni aldagömlu hugmynd, að senda myndir frá einum stað til annars, enda varð sú raunin á, að með uppgötvun seleniums var lausn vandamálsins fengin, þar sem selenium hefir þann sérstaka eiginleika, að þegar mismunandi bjart ljós skín á það, þá framkallast í efninu mismunandi há- eða lág-spennt rafmagn, en það er einmitt eitt aðalatriðið við framkvæmd sjónvarps, að hægt sé að breyta mismunandi Ijósstyrkleika (dökka og ljósa hluti) í tilsvar- andi spennubreytingar, en að því verður nánar vikið síðar- Ein af fyrstu raunhæfum til- raunum með sjónvarp, voru gerðar um 1884, eða fyrir rúm- lega sextíu árum, af Þjóðverj- anum Nipkow, sem fann upp liina svokölluðu dreifiskifn (scanning disc). Sjónvarpstæki þau, sem nú eru notuð, að und- anteknum þeim, sem nota hina nýrri katóðugeisla-lampa og nýjustu uppgötvunina, Tele- chrom-lampa, eru að meira eða minna leyti endurbót og breyt' ingar á hinum eldri og frum- stæðu tækjum, að viðbættum ýmsum tækjum, sem í raun og

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.