Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 8
54
RÖKKUR
um gólf, mjög æstur): Hverju
skiptir það allt?
HELGA. (í dyrunum): Viltu
þá ekki meira kaffi, Nonni
minn?
JOHN. (Staðnæmist. Hlær
kuldalega): Nei. (Tekur pela
upp úr vasa sínum og sýpur á.)
Nei, bara þetta. Bara eitur, eit-
ur. Nú fer eg upp. Komdu Sig-
urjón.
SIGURJÓN. (Til Helgu): Eg
veit, hvað þig tekur þetta sárt,
en — liann er vart með sjálf-
um sér.
HELGA: Það er allt á yfir-
borðinu. Honum þykir vænt um
okkur öll — inst inni. Það kem-
ur í ljós, ef hann finnur sjálfan
sig aftur. Farðu nú upp með
iionum og vertu hjá lionum,
blessuðum drengnum.
SIGURJÓN. (Kinkar kolli):
Góða nótt, Helga. (XJt).
HELGA: Góða nótt, Sigurjón.
(Hún gengur að dyrunum á
litla herberginu, opnar þær og
litur inn. Hún kveikir á snerli
við dyrnar og fer svo inn í lier-
bergið, en lokar ekki á eftir sér.
Meðan á þessu stendur heyrist
gengið um frammi og inn í eld-
húsið. Helgi kemur inn, búinn
vinnufötum. Hann sest við
skrifborð sitt. Helga kemur inn
aftur).
HELGA: Þú kemur þá sein-
astur inn frá störfum, eins og
vant er, góði minn.
HELGI: Og eg á sumt ógert
enn. Nú fara þeir i fyrramálið,
piltarnir, og þeir munu þurfa
að fá sitt.
HELGA: Nú verður hér kyrr-
látara, Helgi.
HELGI: Við skulum að
minnsta kosti vona það. Er
Nonni farinn upp?
HELGA: Þeir eru farnir upp
fjrrir örstuttri stundu.
HELGI: Eg er glaður yfir því
hans vegna, að uppskeruann-
irnar eru um garð gengnar. Eg
get ekki áfelst piltana, að vísu,
fyrir það, hvernig hér hefir
gengið til að þessu sinni. Nonni
á sjálfur mesta sök á drykkju-
skapnum. Eg veit varla hvað
getur bjargað honum. Þetta er
eitraður drykkur sem þeir hella
í sig. Að minnsta kosti þolir
Nonni hann ekki til lengdar,
svo á sig kominn sem hann er.
Hér verður endir á að verða,
Helga, hans vegna ekki siður en
okkar, og vegna heimilisins.
HELGA: Við sjáum nú hvað
gerist, ef —•
HELGI: Hann verður að
hætta að drekka — eða fara.
HELGA: Við megum ekki
hregðast honum núna. Við
verðum að bíða. Nú kemur
Rúna — og heldurðu ekki, að
þetta geti lagast? Eg hefi beðið
svo heitt fyrir honum, að eg
J