Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 18

Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 18
64 RÖKKUR hvað þú hefir oröið að líða og þola. Eg hefi hugsað um það allt og það lijálpaði mér til að skilja þig — og sjálfa mig. (Þegir stundarkorn): Það eru blóðspor stigin víðar en á víg- völlum, Nonni, stórborgarstræt- in eiga sínar sögur, um líðandi, bugaðar sálir. Þar eru blóð- spor stigin, hörð barátta háð. Þar verða menn — og konurnar líka — að leggja allt í sölurnar. Það er kannske í sumu ekki ó- líkt og á vígvöllunum. Sumir fá slík sár, að dauðinn kemur samstundis. Aðrir særast, lim- lestast, og biða þess aldrei bæt- ur, enn aðrir særast, meira eða minna, en ná sér, og sumir sleppa , — alveg eins og hjá ykkur. JOHN. (Hann hefir gengið út að glugganum og stendur þar. Hann hallar sér upp að veggn- um, en snýr sér að Ásu: En þetta? ÁSA: Lofaðu mér að tala út. Árin þín í hernum voru mörg og erfið. En árin mín? Hefirðu nokkurn tíma reynt að fylgja mér eftir, rekja spor mín um sanda auðnuleysisins og erfið- leikanna, nei, þú reyndir það ekki, og þú hefðir ekki getað það. Þis hefði líka vantað vilj- ann, af því að þig skortir skiln- ing á því, að aðrir geta fundið eins mikið til, liðið eins mikið og hatað eins djúpt og þú sjálf- ur. Hvert hafa mín spor legið — og hvers vegna? (John hreyfir sig ekki úr sporum, en hann er orðinn fölari og hann hefir ekki tii fulls áttað sig enn á því, hversu viðhorfið hefir hreyst á deiluvettvangi þeirra): Við skulum hverfa nokkur ár aftur í tímann. Þú átt kannske erfitt með það, af því að við- burðir styrjaldarinnar einir virðast umhugsunarefni þitt. En við skulum rifja þetta upp. Manstu, þegar við lékum okkur saman, hérna í sveitinni, frá fyrstu tið, þegar okkur varð ljóst, að við elskuðum hvort annað. Manstu framtíðardraum- ana? Jú, þú mintist á þá. Vi? vorum vist ekki nema 15 ára, þegar við hétum hvort öðru tryggðum. Við vorum sæl og héldum okkur á réttri braut ár- in næstu, þar til styrjöldin braust út. Þú hefir kannske gleymt seinustu vikunum. Þú komst eins oft og þú gast — og seinustu leyfisdögunum, hefirðu gleymt þeim? Þín vegna lagði eg allt í sölurnar — þó eg vildi helzt af öllu sjálf bíða —- en þú réðir — eg var svo hrædd um, að þú kæmir kannske aldrei aftur. (Hann gengur að legu- bekknum og hún stendur fyrir framan liann. Þegar hann hefir sezt hallar hann sér aftur og

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.