Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 13

Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 13
RÓKKUR 59 hún stillir sig og grætur ekki). SIGRÚN: Það er gott að heyra þig mæla svo. ÁSA: Lundin var orðin svo hörð og köld —< nema gagnvart Disu litlu. Nú finnst mér jafn- vel, að eg geti grátið og að eg mundi hafa gott af því, nei (reynir að hlæja), eg fer ekki að snökta, verið ósmeykar um það — nema þá kannske í ein- rúmi —■, en eg vakna glöð — í býtið — til að sjá sveitina mína i skini morgunsólarinnar, því að þannig hefir mér allt af fundizt hún yndislegust. [Tjaldið]. IV. ÞÁTTUR. (Árdegis daginn eftir. Sama stofa og í öðrum þætti. Helga situr í hægindastói við sauma- korð sitt. Hún situr auðum höndum og er að bíða komu Johns, sem hún hefir heyrt til á leiðinni niður, og þá farið og sezt þar, sem hún situr nú. ^ohn kemur inn skömmu eftir tjaldið hefir verið dregið uPp. Hann staðnæmist sem snöggvast í dyrunum inn úr korðstofunni og styður hönd- 11 m sinn á hvorn dyrastaf. Hann er svo búinn, að hann er í her- mannsbrókum sínum og með uæfra vafða um fótleggi, í khakiskyrtu, sem hann hefir ekki hneppt að sér í hálsinn. ^kyrtuermarnar hefir liann k^ett upp fyrir olnboga. Hann er ógreiddur, lítur illa út, og er °murleiki i svipnum. Fram- korna hans er öll einkennilega hikandi og hann gengur eins og í hálfgerðri leiðslu að legu- bekknum og sezt þar). HELGA: (Hún hefir gefið honum nánar gætur): Er nokk- uð að, Nonni minn? JOHN: (Það er eins og það komi honum hálfvegis á óvart, að lieyra hana mæla). Nei. (Hann strýkur háls og enni og það er bert, að honum líður illa, bæði á sál og líkama). Hvernig er þetta? Það er svo einkennilegá liljótt í húsinu. Er fólkið farið, eða hvað, og eng- ir heima, nema við? HELGA: Þú liefir sofið fram eftir, drengur minn. Það var nú ekki verið að vekja þig i dag. Og það eru allir — næstum all- ir — farnir að heiman. Helgi og Sigurjón fóru með piltun- um á stöðina eldsnemma í morgun og Rúna og Joe eru

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.