Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 20

Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 20
66 RÖKKUR JOHN. (Öll æsing er horfin af honum. Ilann horfir stillilega fram undan): Það var lítið barn, sem grét! — Yeistu hvers eg óska mér, Ása? Að lítið, sak- laust harn legði hendur sínar á enni mitt — og augu. ÁSA. (Eins og veik von hafi kviknað): Manstu enn draum- ana um nýbýlið, Nonni. Kann- ske nærðu þér? -— Ertu kann- ske dálítið glaður yfir að sjá mig? JOHN. (Þegir stundarkorn. Andartak fer eins og smátitr- ingur um líkama hans, en hann harkar af sér); Sjá þig? Eg get varla sagt, að eg hafi séð þig, Ása, að eins óljóst — eins og í þoku. ÁSA: Eins og i þoku! Ertu blindur? JOHN: Eg get sjálfum mér um kennt. Eg hefi gert allt, sem eg mátti ekki gera, drukk- ið áfengi, sterka drykki, eitur, vitandi hvernig fara myndi. — Nú skil eg þetta allt saman. Kannske það rofi til, Ása? ÁSA. (Klökk): Þú áfellist mig ekki? JOHN. (Hristir höfuðið. Brosir veikt): Við höfum bæðí villst af réttri leið. Það er allt og sumt. Það er svo erfitt að rata, Ása, fyrir þá, sem eru lít- ils megandi. Það er líka reynt að villa þá, með öllu móti. Það er víst gömul saga, að þeir sterku níðist á þeim, sem veikii' eru fyrir. —•' — (Þegir sem snöggvast): Vertu hjá mér, Ása, — ef við höldum saman — (Helga kemur inn með Dísu litlu, sem ber blóm í fangi. Þær eru báðar brosandi). HELGA: Við fórum þarna upp á hólinn. Dísa litla gat heyrt óminn í klukkunum. Það er nú líklega á lieimleið núna, fólkið. (Verður þess vör, að Ása hefir grátið): Er nokkuð að, Ása mín? ÁSA: Nei, nei. Við höfuni bara verið að rekja spor i sandi, — spor sjálfra okkar, og við villtumst — fórum vill vegar lengi. En hverju skiptir það, — við fundum slóðina okkar og komumst þangað, er við áður vorum, og við erum — glöð. [Tjaldið.] Leikrit þctfa var flutt í útvarpi 11. febrúar 1939, við leikstjórn Lárusar Sigurbjörnssonar. — Leikendur voru:

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.