Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 26

Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 26
72 R Ö K K U R vorum einnig skuldbundnir til þess að hjálpa Hollendingum, svo að þeir gætu eins fljótt og fært væri, aftur tekið við þeirri ábyrgð, að fara með fram- kvæmdastjórnina í Hollenzku Austur-Asíu. Þegar vér komum til eyjarinnar voru þar fyrir 70.000 manna japanskar her- sveitir, gráar fyrir járnum, að minnsta kosti flestar þeirra, en einnig var þar fyrir indonesisk- ur herafli, um 200.000 menn, sem hinn japanski innrásarher hafði búið vel að vopnum. En auk þessa hers þjóðernissinna, er annar her, mjög fjölmennur (það er algerlega ókleift að gizka á hversu mannmargur hann er), sem hefir að vopnum allt sem nöfnum tjáir að nefna, frá véhjyssurn niður í bambus- prik, og er þessi her eins kon- ar lítt þjálfað og óskipulagt lieimavarnalið. Ef vér hefðum tekið oss fyrir hendur að her- nema alla eyna liefðum vér þurft fimm eða sex herfylki. En vér reyndum ekki að her- nema alla eyna og vér erum ekki að gera tilraun til þess nú. Það, sem vér höfum gert er að ná þremur mikilvægum liöfn- um og halda þeim. Hafnir þess- ar eru á norðurströndinni og nokkurt landssvæði í grennd við þessar hafnarborgir er einn- ig hernumið. Þessu mætti líkja við það, ef her í Englandi liefði tekið London, Plymouth og Southampton, og liefði nokk- urs konar útvarðstöðvar í Ox- ford og Ipswich, en milli þess- ara borga allra væri ekki hægt að fara, nema vopnað lið væri til verndar. — Eyin Java er — meðal annara orða -—- álíka að flatarmáh og England, þegar Wales er ekki talið með. Og eyin er þéttbyggð, eins og Eng- land, íbúatalan svipuð, um 45 miljónir manna. Auk japönsku hermannanna, sem verða flutt- ir burt fyrr eða síðar, hafa her- sveitir vorar orðið að sinna 'föngum úr liði bandamanna, hollenzku fólki sem var hand- tekið og sett í bækistöðvar, þegar Japanar náðu eynni, og svo eru íbúar, sem eru vin- veittir bandamönnum, m. a- Kínverjar, samtals um 200.000 manns. Búið er að flytja úi' landi um 50.000 manns, og flytja flesta hinna inn á her- námssvæðin, en inni í landinu eru þó enn um 30.000 manns í bækistöðvum og að auki 30—- 40.000 japanskir hermenn. (Heí'ir nú náðst samkomulag um brottflutning þessa fólks, að því er fregnir hermdu í gær) • Tveir starfsmenn Rauða kross- ins, sem hafa heimsótt bæki- stöðvarnar inni í landi, hafa sagt mér, að aðbúnaður þar

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.