Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 6

Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 6
52 ROKKUR andvökunóttum, og þar var ekkert nema reginrnyrkur ör- væntingar og sorgar. Og þá hefi eg liugsað með sjálfum mér: í sál þessa vesalings pilts eru allir strengir brostnir, nema einn, — strengur halursins. Grimm örlög hafa leikið sál hans svo ,að allt það illa, sein hann hefir reynt, allt mótlæt- ið og vonbrigðin, hefir fætt af sér hatur til þessarar vesalings stúlku, af því, skilurðu, að það var ekki nema eitt, sem hefði megnað að láta ljósið loga i sál hans og það var ást liennar, en liún var frá honum tekin. HELGA: Það er sagt, að það sé oft skammt milli ástar og haturs. Guðs vilji verður að ske. (Stendur upp). Þær koma í nótt, ef guð lofar, og — (bendir til dyranna til hægri), hún á að hvílast þarna. Hún verður þreytt vesalingur, sefur lengi, og hann (þerrar augun sem snöggvast) sefur víst fram eftir degi, eins og svo oft á sunnudögum í seinni tíð. SIGURJÓN: Það verður þá allt eins og um var talað? HELGA: Já, þið Helgi farið með uppskerumennina á stöð- ina í dögun, og þaðan farið þið svo til kirkjunnar. Þegar morg- unverkum er lokið fer Rúna og Joe til kirkju. — Eg verð heima — lijá þeim — á næstu grösum. SIGURJÓN: (Kinkar kolli áhyggjufullur. Gengur á eftir henni út í eldhúsið). Ef það að- eins gæti nú farið vel. (Söngur og hávaði heyrist nú færast nær húsinu og brátt heyrist glöggt, að hávaðasamir, drukknir menn ganga að skúr- dyrunum). JOHN: (Fyrir utan, hárri röddu). Jæja, félagar. Síðasta lagið, að skilnaði. (Það er auð- heyrt að hann er drukkinn). Eitt lag, félagar, að skilnaði. (Ómurinn af samtali uppskeru- manna heyrist stutta stund og hlátrasköll annað veifið). UPPSKERUMAÐUR: . Við skulum syngja: „Pack up your troubles —“. Það er gömul og góð vísa og hressir þig upp, „Johnny, boy“, ha? (Upp- skerumenn syngja hermanna- vísuna alkunnu „Pack up your troubles in your old kit bag“ o. s. frv., en hún endar á hvatn- ingarorðum um að brosa, hvernig sem á móti blæs, Þeg- ar söngurinn hættir kveða við hlátrasköll á ný, en á milli lieyrist kliður af margra manna máli). JOHN: Gott og vel félagar. Við hittumst i fyrramálið. Eg kem með ykkur á stöðina. „Smile boys, smile —•“, o-svei.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.