Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 25

Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 25
RÖKKUR 71 byrjaðar eru í Nýju Dehli. Höf- Uðspurningin er vitanlega nú sem áður, hvort Indverjar geti náð innbyrðis samkomulagi. En náist samkomulag, hvort sem það yrði um Indland sem frjálst samveldisland eða um bað, að Indland yrði utan brezka heimsveldisins, er ólíklegt ann- að, þegar eins er haldið á mál- Unum og af Breta hálfu nú, en að grundvöllur verði lagður að ti’austri brezk-indverskri vin- áttu og samstarfi, sem verði Eretum eigi minna eða jafnvel öieira virði, er tímar líða, en það, sem þeir missa, ef til þess baemi, að Indverjar kysu að- verða utan brezka heimsveldis- Jns á komandi tímum. bessi mál liafa verið lengi á úöfinni. Og þegar markinu Verður náð er það árangur frelsisbaráttu Indverja sjálfra °g skilnings víðsýnna, stjórn- viturra manna. Það er enn ó- farinn áfangi að markinu — °g seinasti áfangi ferðar er oft erfiðastur. Um allan heim biða nienn nú óþreyjufullir fregna nni viðræðurnar í Indlandi — bvi að menn vita, svo að vitnað sé í orð Sir Staffords Cripps á ^ögunum, að hinna mikilvæg- Ustu tíðinda má vænta frá Ind- ^nndi á næstu mánuðum. En það sem er að gerast í hidlandi og raunar fleiri lönd- um Asíu og víðar, sýnir, hversu sjálfstæðiskennd ýmissa þjóða er vaxandi. Þá sögu er m. a. að segja frá Indonesiu, en þar hefir einnig verið háð alllöng frelsisbarátta, og ætla eg nú að segja nokkuð frá þeim málum og horfum þar, eða ýmsu sem má verða til þess, að menn geti betur átfað sig á því, sem þar liefir verið og er að gerast, en Indlandsmálunum verða sjálf- sat gerð ítarlegar skil, þegar lengra er komið samkomulags- umleitunum þeim, sem nú fara fram, en þær mega heita að- eins í byrjun. Það, esm eg ætla að segja um Indonesiumálin tek eg að mestu úr fyrirlestri um þau mál, en fyrirlestur þessi var haldinn af brezkum manni, Ryan að nafni, en liann var um skeið á eynni Java til þess að kynna sér málin. Fyrirlesarinn kvað m. a. svo að orði: „Vér (þ. e. Bretar) sendum her manns til eyjarinnar Java síðastliðið haust, vegna þess að Mountbatten flotaforingja, yf- irmanni herafla bandamanna á Suðaustur-Asíusvæðinu, hafði verið falið að afvopna japansk- ar hersveitir á eynni, og bjarga Hollendingum og annara þjóða mönnum, sem þar voru í haldi í bækistöðvum ýmsum. Og vér

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.