Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 17

Rökkur - 01.06.1946, Blaðsíða 17
RÖKKUR 63 spor mín lágu, var helvíti á jörðu, og eg liafði glatað því eina, sein hefði getað bjargað Jnér. Kvalirnar af vélbyssuskot- Pnum og gassárunum voru ekkert móts við sálarangist mína. Og eg hataði ekki ein- ^ngis þig, eg hataði mennina, lífið, guð — hataði þetta líf, þar sem saklausir rnenn eru leiddir eins og lömb á hlóðugan völl til aflífgunar. Lífið varð einskis vert, það var ekkert þess virði, eð trúa á það. Föðurlandsást, drottinhollusta, heiðarleiki, tryggð. Svei! Allt blekkingar. Hefði eg ekki leitað svölunar ^já Bakkusi og i faðmi hór- kvennanna hefði eg gengið af vitinu eða fallið fyrir sjálfs mín l'endi. ÁSA. (Hún er hvít sem Piarmari í framan og það er engu líkara i fyrstu en að henni kiuni hverfa allur máttur, en henni tekst að safna öllu sínu breki og svara honum af ein- árð. I fyrstu mælir liún veikum ^ómi, en smám saman er eins °g rödd hennar vaxi í styrkleik, j^ún verður bæði styrkari og á- b\'eðnari. Henni liefir skilist bversu örvænting hans er mikil °§ þó ekki til fullrar hlítar. Ásetningur hennar, að sættast Við hann og hjálpa honum bilar ekki, og henni skilst, að eina leiðin til þess að taka hann hans eigin tökum, svara honum full- um liálsi og segja hið sanna um sjálfa sig): Og hú hataðir mig — svona djúpt — og það varð til þess, að þú hataðir allt og alla? JOHN: Eg — þvi skyldi eg leyna þig því? Leyna þig þess- um hugsunum, sem sækja á mig eins og djöflar úr öllum áttum. Hún liefir eyðilagt líf þitt, heyri eg hvíslað. Dreptu hana og sjálfan þig. Það verða þá ekki fleiri örvæntingarsporin. ÁSa. (Stillilega): Af hverju gerirðu það þá ekki ? Tækifærið er komið. JOHN. (Beisklega): Af því eg er leiksoppur illra örlaga, þegar stundin er komin er mér varnað — eg get það ekki. ÁSA: Þú dæmir mig — þú hefir þá dæmt mig svona hart? Og fyrir hvað? Það skal eg nú segja þér. En fyrst af öllu skaltu festa þér eitt í minni: Þú hefir aldrei í eymd þinni og blindni — fundið til með mér, af grunni sálar þinnar, minar tilfinningar, mín örlög — varstu nokkurn tíma að hugsa um það — um sporin mín. Þú hefir dæmt mig, án þess að íhuga, hvað eg kynni að liafa liðið. Og samt skil eg þig, skil þetta allt saman, og eg get ekki áfellst þig nú, þótt eg gerði það um skeið. Eg veit

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.