Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 1
KYNN INGARBLAÐ ALLTMIÐVIKUDAGUR 1. febrúar 2023 Ný vítamín framleidd með hinni byltingarkenndu liposomal-tækniCure Support hefur í tvo áratugi verið að þróa hin öflugustu bætiefni sem völ er á með liposomal-tækni sem tryggir hámarks nýtingu og upptöku næringarefna í líkamanum. 2 Ásdís Birta er með BS-gráðu í næringarfræði og hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl en hún mælir hiklaust með vörulínunni frá Cure Support fyrir alla sem vilja tryggja hámarksupptöku og nýtingu næringarefnanna í líkamanum. MYND/AÐSEND Roger Daltrey er söngvari The Who. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY starri@frettabladid.isGömlu rokkhundarnir í The Who tilkynntu fyrr í vikunni að sveitin færi í tónleikaferðlag á Bretlands­eyjum í júlí en þetta er fyrsta tón­leikaferðalag þeirra í sex ár. Með þeim á sviði verður strengjasveit auk þess sem gömlu brýnin í UB40 koma fram flestum tónleikanna.Forsprakkar sveitarinnar eru engin unglömb enda var hún stofnuð í London árið 1964. Þann­ig verður Roger Daltrey söngvari sveitarinnar 79 ára í mars og Peter Townshend gítarleikari verður 78 ára í maí. Lög af vinsælustu plötum sveitarinnar, Tommy og Quadro­phenia, verða fyrirferðarmikil auk þess sem þeir ætla að leika nokkur lög af nýjustu plötu sinni, WHO, sem kom út árið 2019 en hún var fyrsta plata þeirra í þrettán ár. Þeir fyrstu í 40 árTónleikarnir verða bæði innan­dyra og utanhúss. Tónleikarnir í Edinborg verða þeir fyrstu sem Who heldur í rúmlega 40 ár og sveitin kemur fram í Derby í fyrsta sinn síðan árið 1966.Fyrstu tónleikarnir verða í Hull 6. júlí og lokatónleikarnir verða í Brighton 23. júlí.Miðasala hefst næsta föstudag, 3. febrúar, ef áhugasamir lesendur vilja skella sér í veisluna.Nánari upplýsingar má finna á thewho.com. n Gamla rokkið lifir | f r e t t a b l a d i d . i s | FRÍTT 2 0 2 3 HALLDÓR | | 12 PONDUS | | 20 2 2 . T Ö L U B L A Ð | 2 3 . Á R G A N G U R | ÍÞRÓTTIR | | 16 MENNING | | 22 LÍFIÐ | | 26 LÍFIÐ | | 24 Sigga Vigga snýr aftur Fordómar og þöggun á tímum HIV-faraldursins M I Ð V I K U D A G U R 0 1 . F E B R Ú A R| Lítið endurskoðendafyrirtæki telur ótækt að ríkið útvisti gæðaeftirliti til stórra endur- skoðendafyrirtækja sem fá aðgang að viðkvæmum við- skiptaupplýsingum keppi- nauta og geti tekið reksturinn í gíslingu. ser@frettabladid.is SAMKEPPNISMÁL Ríkið útvistar opinberu eftirliti á endurskoðenda- fyrirtækjum til stórra fyrirtækja í sömu grein sem fá þannig opin- bert vald til að leggja stein í götu keppinautar síns á markaði, hægja á rekstri hans og auka kostnað. Þetta er meginstef í kvörtun lítils endurskoðendafyrirtækis á höfuð- borgarsvæðinu til Samkeppnis- stofnunar vegna framkvæmdar endurskoðendaráðs á gæðaeftirliti. Verklagið feli í sér „opinberar sam- keppnishömlur sem séu í andstöðu við markmið samkeppnislaga. Endurskoðendaráð er opinber stjórnsýslunefnd sem sett var á fót eftir efnahagshrunið 2008 til að hafa eftirlit með því að endurskoð- endur og fyrirtæki þeirra ræki störf sín í samræmi við lög og siðareglur. Í kvörtuninni segir að það sé þvert á lög um endurskoðendur að starfandi endurskoðendur skoði kollegana. Engu að síður útvisti end- urskoðendaráð verkefninu til starf- andi endurskoðenda. „Í því felst að keppinautar eru fengnir til þess að framkvæma gæðaeftirlit hjá hver öðrum fyrir tilstilli endurskoðenda- ráðs,“ eins og segir í kvörtuninni. Gæðaeftirlitsmönnum, sem í reynd séu keppinautar þeirra sem sæta eftirliti, sé þannig í sjálfs vald sett að ákveða umfang þess hverju sinni og hvaða gögnum er óskað eftir frá þeim sem eftirliti sætir. Endanlegur kostnaður ráðist svo af því einu hvernig keppinaut- arnir kjósa að afmarka skoðun sína. Tímagjaldið er nú 23.590 krónur sem litlar stofur greiða keppinaut- um sínum. n Kvartað undan eftirliti sem ríkið felur keppinautunum Sagt er þvert á lög að keppinautar fyrirtækja sinni eftirliti á þeim fyrir hönd ríkisins. Langaði að prófa að spila utan Evrópu Slær met í kvikmyndakvennadeildinni MARKAÐURINN Áhrif útsalna dugðu ekki til að vega upp á móti gjald- skrárhækkunum hins opinbera í janúar. Ársverðbólgan hækkaði úr 9,6 prósentum í desember í 9,9 prósent í janúar. Neytendasamtökin segja hækkunina að mestu til komna vegna hækkana á áfengi, bílum og búvöru, kostnaðarliðum sem ríkið stýrir verðinu á að verulegu leyti með álögum. Aðalhagfræðingur Arion banka tekur í sama streng og telur nær víst að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næstu viku. Samhljómur er meðal hagfræðinga í því efni. SJÁ SÍÐU 8 Ný vaxtahækkun er nú fyrirsjáanleg Ásgeir Jónsson, seðlabanka- stjóri Kvöldsólin seig með tilþrifum til viðar í gær aftan við fjallgarðinn á Reykjanesi og varpaði ævintýrum ljóma á himininn yfir nýbyggingum á Kársnesi í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.