Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 6
Ódýrasta raforkan er á höfuðborgarsvæðinu en húshitun er víða dýrari á landsbyggð- inni. Orkan er sameiginleg auðlind okkar. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar- flokksinsÍ samræmi við 35. grein laga Félags rafeindavirkja (FRV), þá auglýsir stjórn og kjörstjórn FRV eftir framboðum í eftirtaldar stöður í stjórn FRV - Varaformanni til tveggja ára. - Gjaldkera til tveggja ára. - Tveimur meðstjórnendum til tveggja ára. - Þremur varamönnum til eins árs. - Tveimur einstaklingum í trúnaðarráð til tveggja ára. - Fjórum einstaklingum í vara-trúnaðarráð til eins árs. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi, 22. febrúar 2023. Tillögum skal skila til kjörstjórnar FRV á Stórhöfða 31. Reykjavík innan þess tíma. Reykjavík 1. febrúar 2023 Stjórn Félags rafeindavirkja Framboð í trúnaðarstöður stjórnar FRV 2023 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Orkukostnaður í nokkrum bæjarfélögum Í þúsundum króna á ári fyrir 140 fermetra hús Gr ím se y Ísa fjö rð ur Ve st m an na ey jar Ne sk au ps ta ðu r Hv er ag er ði Ha fn ar fjö rð ur Re yk jav ík Kó pa vo gu r Ak ur ey ri Sa uð ár kr ók ur M os fe lls bæ r Se ltj ar na rn es Rafmagns- og hitareikn- ingurinn er mishár á landinu. Almennt séð standa Vestfirðir verst þar sem raforkuöryggi er lítið og hitaveita ekki til staðar. kristinnhaukur@frettabladid.is ORKUMÁL Orkukostnaður er rúm- lega tvöfaldur á dýrasta stað lands- ins miðað við þann ódýrasta. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Byggða- stofnunar. Í Grímsey, þar sem raf- magn og húshitun er knúin með dísilolíu, er orkukostnaður 140 fer- metra viðmiðunarhúsnæðis 354 þúsund krónur á ári. Á Seltjarnar- nesi er kostnaðurinn aðeins 157 þúsund krónur. Orkukostnaður er mjög misjafn eftir landshlutum og hærri í dreif- býli en þéttbýli. Þó að kostnaðurinn sé lægstur á Seltjarnarnesi er höfuð- borgarsvæðið í heild sinni þó ekki ódýrara en önnur. Til að mynda er kostnaðurinn lægri á Akureyri og Sauðárkróki en í Reykjavík og Kópa- vogi. Því er þetta ekki hefðbundið byggðamál þar sem hægt er að stilla höfuðborgarsvæðinu upp á móti landsbyggð. Einn landshluti kemur áberandi verst út úr skýrslunni en það eru Vestfirðir. Á Vestfjörðum er hár dreifikostnaður, fáar og litlar virkj- anir og húshitun aðallega rafhitun. Raf hitun er almennt dýrari en hitaveita. Orkukostnaður á Ísafirði, Bolungarvík, Flateyri og Suðureyri er 306 þúsund krónur á ári. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kemur frá Flateyri. Hún segir ekki eðlilegt að svona mikill munur sé á orkukostnaði. „Orkan er sameigin- leg auðlind okkar,“ segir hún. Þrátt fyrir að munurinn sé enn þá svona mikill hefur töluvert verið gert á undanförnum tíu árum eða svo til að jafna stöðuna. Meðal ann- ars með niðurgreiðslum á dreifi- og f lutningskostnaði raforku sem og húshitunarkostnaði. Þá er undir vissum kringumstæðum hægt að fá styrki frá Orkustofnun til að setja upp varmadælur. Halla telur að til að laga stöðuna á Vestfjörðum þurfi að halda áfram á þessari leið niðurgreiðslna. Einnig að halda áfram jarðhitaleit, en 200 milljónum króna var bætt við hana í fjárlögunum í haust. En málið snúist líka um raforkuöryggi. Byrja þurfi á að auka afhendingaröryggi rafork- unnar því Vestfirðir séu ekki hring- tengdir. „Að hringtengja er stór og dýr framkvæmd. Það borgar sig að framleiða meira á Vestfjörðum. Hér eru eiginlega aðeins smávirkjanir,“ segir hún. Hin umdeilda Hvalárvirkjun í Árneshreppi er enn þá í nýtingar- f lokki en framkvæmdir þar hafa stöðvast um ótilgreindan tíma. Annar kostur í umræðunni er við Flókalund í Vatnsfirði á sunnan- verðum Vestf jörðum, þar sem aðstæður inn á dreifikerfið þykja góðar. Sá kostur er hins vegar ekki í rammaáætlun. „Ef þessi virkjun rís eykst raforku- öryggið upp í 95 prósent á Vestfjörð- um. Það myndi muna mjög miklu,“ segir Halla. Í skýrslunni kemur fram að almennt er mun meiri verðmunur á húshitunarkostnaði en raforku- kostnaði milli byggðarlaga. Hluti af því skýrist af aukinni samkeppni á raforkumarkaði. Þegar kemur að raforku er höfuðborgarsvæðið og Akranes ódýrasta svæðið með 81 þúsund króna árskostnaði fyrir viðmiðunarhúsnæðið fyrrnefnda. Þegar kemur að húshitun hagnast svæði almennt á því að vera nálægt heitum svæðum, svo sem Flúðir og Varmahlíð, á meðan fjölmennustu byggðarlögin eru fyrir miðju á list- anum. n Enn mikill munur á verði orku þrátt fyrir aðgerðir Það kostar meira að hlýja kisa í Búðardal en á Flúðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY benediktarnar@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orku- málaráðherra, segir að Ísland geti gert betur þegar kemur að sjálf- bærri nýtingu sjávarauðlindarinnar. Innan við eitt prósent af hafsvæði Íslands telst vera hafverndarsvæði, en það ætti að vera minnst tíu pró- sent samkvæmt heimsmarkmiðum. „Þetta er ekki bara á mínu borði, heldur líka matvælaráðherra. En ég held að aðalatriðið sé að við höfum almennt góða sögu að segja þegar kemur að sjálfbærri nýtingu sjávar- auðlindarinnar,“ segir Guðlaugur Þór, en ítrekar að það sé alltaf hægt að gera betur. Megintilgangur verndarsvæða er að stuðla að líffræðilegum fjöl- breytileika, endurheimt vistkerfa og sjálfbærri nýtingu. „Það er auðvitað forgangsmál hjá okkur að líta til líffræðilegrar fjöl- breytni í hafinu eins og annars stað- ar. Til þess að setja það í samhengi þá eru mest áberandi mistökin sem Íslendingar hafa gert geirfuglinn. Við viljum ekki vera kynslóðin sem að bætir á þann lista,“ segir Guð- laugur. Að hans sögn kemur Ísland vel út í þessum málum samanborið við mörg lönd. Ef litið er til heimsmark- miða Sameinuðu þjóðanna um haf- verndarsvæði eru Íslendingar víðs fjarri því að uppfylla þau markmið, sem kveða á um að þjóðir skilgreini tíu prósent af hafsvæðum sínum sem verndarsvæði. Tímamörkin voru 2020. „Ógnirnar sem steðja að líffræði- legri fjölbreytni eru mun fleiri held- ur en menn kannski myndu ætla, meðal annars loftslagsbreytingar,“ segir Guðlaugur. n Líffræðileg fjölbreytni forgangsmál Guðlaugur Þór Þórðarson, um- hverfis- og orku- málaráðherra kristinnhaukur@frettabladid.is TÓNLIST Tónlistarkonan Björk Guð- mundsdóttir hefur tilkynnt stað og dagsetningar fyrir Cornucopiu Evróputúr sinn í haust. Björk gaf út plötuna Fossora í september, ell- eftu stúdíóplötuna, en Cornucopiu kallar Björk stafrænt leikhús. Evróputúrinn hefst 1. september í Portúgal og endar 5. desember í Frakklandi. Á túrnum mun Björk koma fram í Tékklandi, Ítalíu, Spáni, Póllandi, Þýskalandi og Sviss. Í mars kemur hún hins vegar fram á sjö tónleikum í Ástralíu og Japan. Þá hefur verið tilkynnt að hún komi tvisvar fram á Coachella-hátíðinni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í apríl, þar sem hún fer yfir þriggja áratuga efni. Björk hefur sagst vilja setja Cor- nucopiu upp hér á Íslandi og það var á döfinni áður en Covid-faraldurinn skall á. Í viðtali við Morgunblaðið í september sagði hún að stefnan væri sett á 2023 en hins vegar bólar ekkert á því enn. n Ísland er ekki á Evróputúr Bjarkar Björk lýsir Cornucopiu sem stafrænu leikhúsi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 6 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 1. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.