Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 1. febrúar 2023 Ný vítamín framleidd með hinni byltingarkenndu liposomal-tækni Cure Support hefur í tvo áratugi verið að þróa hin öflugustu bætiefni sem völ er á með liposomal-tækni sem tryggir hámarks nýtingu og upptöku næringarefna í líkamanum. 2 Ásdís Birta er með BS-gráðu í næringarfræði og hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl en hún mælir hiklaust með vörulínunni frá Cure Support fyrir alla sem vilja tryggja hámarksupptöku og nýtingu næringarefnanna í líkamanum. MYND/AÐSEND Roger Daltrey er söngvari The Who. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY starri@frettabladid.is Gömlu rokkhundarnir í The Who tilkynntu fyrr í vikunni að sveitin færi í tónleikaferðlag á Bretlands­ eyjum í júlí en þetta er fyrsta tón­ leikaferðalag þeirra í sex ár. Með þeim á sviði verður strengjasveit auk þess sem gömlu brýnin í UB40 koma fram flestum tónleikanna. Forsprakkar sveitarinnar eru engin unglömb enda var hún stofnuð í London árið 1964. Þann­ ig verður Roger Daltrey söngvari sveitarinnar 79 ára í mars og Peter Townshend gítarleikari verður 78 ára í maí. Lög af vinsælustu plötum sveitarinnar, Tommy og Quadro­ phenia, verða fyrirferðarmikil auk þess sem þeir ætla að leika nokkur lög af nýjustu plötu sinni, WHO, sem kom út árið 2019 en hún var fyrsta plata þeirra í þrettán ár. Þeir fyrstu í 40 ár Tónleikarnir verða bæði innan­ dyra og utanhúss. Tónleikarnir í Edinborg verða þeir fyrstu sem Who heldur í rúmlega 40 ár og sveitin kemur fram í Derby í fyrsta sinn síðan árið 1966. Fyrstu tónleikarnir verða í Hull 6. júlí og lokatónleikarnir verða í Brighton 23. júlí. Miðasala hefst næsta föstudag, 3. febrúar, ef áhugasamir lesendur vilja skella sér í veisluna. Nánari upplýsingar má finna á thewho.com. n Gamla rokkið lifir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.