Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 30
Það er nú líklegt að Þórhildur Þorleifs hafi farið hærra með Stellu í orlofi. Miklar og mjög svo almennar vinsældir íslensku kvikmynd­ arinnar Villibráðarinnar urðu til þess að Elsa María Jakobs­ dóttir er orðin fyrsta leik­ stýran til þess að rjúfa 30.000 áhorfenda múrinn frá því mælingar hófust 1995. toti@frettabladid.is Heildarfjöldi þeirra sem hafa séð bíómyndina Villibráðina í leik­ stjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur er kominn í 32.334 eftir fjórar sýn­ ingarhelgar en í liðinni viku dró myndin 8.140 manns í kvikmynda­ hús. „Ég er bara rífandi ánægð og gaman einhvern veginn að fólk skuli vera að fíla þetta og hafa jafn gaman af þessu og við erum búin að gera síðastliðin þrjú ár,“ segir Elsa María sem fagnar því að vera fyrsta konan sem leikstýrir íslenskri kvik­ mynd sem kemst yfir 30.000 áhorf­ enda markið. „Síðan mælingar hófust,“ áréttar hún og bendir á að hún viti ekki hverjar óformlegar aðsóknartölur hinnar fádæma vinsælu Stellu í orlofi frá 1986 séu. „Það er nú lík­ legt að Þórhildur Þorleifs hafi farið hærra með Stellu í orlofi,“ bætir Elsa María við en form­ legar aðsók nar­ mælingar hófust 1995, fyrir 28 árum. Stella Löve hefur enda verið frek til f jörsins f y r r og síðar þar sem hingað til hefur Guðný Halldórs­ dóttir komist næst því að rjúfa þakið með Stellu í fram­ boði sem skilaði 29.496 áhorfendum í bíó 2002. Fylgist með tölunum „Já, já. Maður fylgist með tölunum og sérstaklega eftir helgina,“ segir Elsa María þegar hún er spurð hvort hún fylgist spennt með nýjustu tölum frá kvikmyndahúsunum en flest bendir til þess að Villibráðin eigi enn töluvert inni. „Myndin er ekkert farin að dala enn þá og komin á fimmtu viku heldur hún einhvern veginn enn velli og það er mjög spennandi að sjá,“ segir leikstýran sem veit til þess að eitthvað sé um að fólk sé búið að sjá myndina oftar en einu sinni. „Ég bara frétti af fólki á níræðis­ aldri og ellefu ára börnum að lauma sér á myndina. Ég veit af einum sem er búinn að fara þrisvar og fólki sem er búið að fara aftur til þess að læra brandarana. Það er líka svolítið f lókin f létta í gangi þannig að það getur verið gaman að sjá myndina aftur með öðrum augum þann­ ig að maður veit ekki hversu margt af þessu er fólk sem er að drífa sig aftur.“ Eitthvað fyrir alla Elsa María viðrar síðan þá kenn­ ingu sína um að myndin höfði til jafn breiðs hóps og aðsóknartölur bera vitni vegna þess að í henni sé eitthvað fyrir alla. „Það eru sam­ bandserjur, myndlist, rauðvín og typpabrandarar. Eitthvað fyrir alla.“ Elsa María segir allt vinnsluferli myndarinnar hafa verið ótrúlega skemmtilegt. „Við erum öll búin að hafa óskaplega gaman af þessu og það er einmitt svo skemmtilegt og gaman að mæta áhorfendum í svip­ uðum fíling.“ Hún segist aðspurð alveg frá handritsvinnunni vissulega hafa talið sig vera með gott efni í hönd­ unum en hafa þó ekki getað séð þessar miklu vinsældir fyrir. Hún kunni hins vegar mögulega skýr­ ingu á þessu. „En ég held það sé kannski þetta extra frelsi sem felst í því að vita að maður er bara að skrifa fyrir íslenska áhorfendur þannig að það er hægt að gefa sérstaklega í og vera með alls konar vísanir og brandara sem skilj­ ast bara í okkar samhengi og er held ég alveg sérlega þakklátt í salnum. Þetta spilast alveg rosalega vel og maður upplifir bara svo mikið þakk­ læti fyrir að fólki finnst þetta vera svo mikið um okkur, hér og nú. Og það er bara hægt að ganga alla leið í því.“ n Elsa María sprengir þrjátíu þúsund áhorfenda þakið Elsa María fylgist spennt með nýjustu tölum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR toti@frettabladid.is „Þetta er klárlega afrek, myndi ég segja, og kannski líka til marks um hversu fersk hver og ein sýning er í rauninni,“ segir Ólafur Ásgeirsson, listrænn stjórnandi spunahópsins Improv Ísland sem fagnar sjö ára sýningarafmæli með sinni 163. sýningu í Þjóðleikhússkjallaranum klukkan 20 í kvöld. Ólafur bendir á að engar tvær sýningar hópsins séu eins. „Það er aldrei sama fólkið eða sama efnið og sýningin aðlagast þannig og breytist bara með tíðarandanum.“ Ólafur segir hópinn síferskan og í stöðugri endurnýjun þar sem hæfi­ leikafólk streymi þar í gegn. Fortíð, nútíð og framtíð séu þannig þema sýningarinnar í kvöld þegar þrír hópar mætast. Þar á meðal nýliðar og fólk sem er hætt og komið í önnur og jafnvel launuð verkefni. „Þetta er svolítið rekið á ástríð­ unni. Þetta er líka bara rosa góður skóli og við viljum jafnvel meina að þetta sé ákveðin menningarstofnun sem er búin að skila af sér mjög skemmtilegu fólki,“ segir Ólafur og nefnir sérstaklega síðasta áramóta­ skaup en Dóra Jóhannsdóttir, leik­ stjóri þess og einn höfunda, var meðal stofnenda hópsins og fyrsti listræni stjórnandi hans. Fyrrverandi meðlimirnir sem koma fram í kvöld eru Vala Kristín Eiríksdóttir, Jóhann Kristófer Stef­ ánsson, Oddur Júlíusson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Búi Bjarmar Aðalsteinsson. Ólafur er sjálfur einn stofnmeð­ lima Improv Ísland og var á sviðinu á frumsýningunni í febrúar 2016. „Vonandi verður lifir þetta bara góðu lífi þá,“ segir Ólafur þegar hann er spurður hvort hann sjái fyrir sér önnur sjö ár en bindur jafnframt vonir við að þá verði ein­ hver annar tekinn við stöðu listræns stjórnanda. n Stöðugur spuni í sjö ár Ólafur Ásgeirs- son, listrænn stjórnandi Improv Ísland 26 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 1. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.