Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 18
Aukinn hjart- sláttur vegna hitans veldur því að æðarnar víkka og blóð- streymi eykst, á svipaðan hátt og þegar stunduð er létt til miðlungserfið hreyfing. Helgi Guðmundsson húsa- smiður byrjaði að taka inn D-vítamín orkublöndu með burnirót frá ICEHERBS fyrir nokkrum árum. Hann segir blönduna gefa sér orku og hafa góð áhrif á sig almennt. „Ég byrjaði fyrst að taka þetta inn til að halda sjóninni við, en ég er fæddur og uppalinn í sveit og vandist við að borða mikið af krækiberjum sem ég held að hafi stuðlað að því að ég hef alltaf verið með góða sjón. En ég er viss um að D-vítamín orkublandan hafi líka sitt að segja við að styrkja sjónina enda er ég orðinn 82 ára gamall og ekki enn farinn að nota gleraugu,“ segir Helgi. Bætt orka bætir liðina Helgi er menntaður húsasmiður og starfaði lengi sem slíkur. „Ég var orðinn nokkuð slæmur í hnjánum á tíma enda var ég starf- andi smiður, lá mikið á hnjánum í vinnunni og bólgnaði upp í þeim. Fyrir nokkrum árum kynntist ég bætiefnunum frá ICEHERBS og fannst spennandi að prófa þau. Enda er ég vanur fjallagrösum, blá- berjum og krækiberjum frá jurta- ríkinu úr sveitinni fyrir vestan og trúi því að það sé rétt að treysta á náttúruna. Þegar ég byrjaði að taka inn D-vítamín blönduna frá ICE- HERBS fannst mér hún gera mér gott að ýmsu leyti. Ég er núna hættur að vinna en það er þó ekki langt síðan ég var að fikta í þessu að gamni. Það eru kannski um fjögur eða fimm ár síðan ég var að leggja parket, þó þetta gamall. Ég tel mig nú nokkuð góðan og er viss um að D-vítamín orkublandan hafi haft góð áhrif á liðina en líka orkuna. Meiri orka gerir mér kleift að hreyfa mig reglulega, eða um 3-4 sinnum í viku. Þá fer ég 2-3 í viku í ræktina og geng 1-2 í viku. Það hefur hjálpað til við að minnka bólgurn- ar í hnjánum og bæta líðanina. Ég finn að ég er orkumeiri almennt og þetta hefur áhrif á hvort annað, orkan og líðanin. Eftir því sem maður hreyfir sig meira þá eykst orkan. Ég hef líka haldið sjóninni, eða hún hefur alla vega ekki versnað í þessu tíu ár,“ segir Helgi. Fann fyrir mun „Ég tek D-vítamín orkublönduna allt árið um kring en inntakan er ekki svo stíf að ég taki þetta með mér í hverja helgarferð. En svona flesta daga. Ég fann þó mun á mér, eftir að hafa farið í mánaðarferð norður í land án þess að taka bæti- efnið með mér. Ég er ekki frá því að ég hafi verið stirðari eftir á, en það batnaði fljótt aftur eftir að ég byrjaði að taka þetta inn aftur.“ Við fáum einfaldlega ekki nóg D-vítamín er eitt mikilvægasta vítamínið sem líkaminn þarfnast. Það hjálpar okkur að vinna kalk úr fæðunni til þess að fyrirbyggja kalkskort og hefur jákvæð áhrif á sjónheilsu á ýmsan hátt. Skortur á því getur valdið ýmsum kvillum eins og sársauka í liðum og í verstu tilfellum alvarlegum heilsufars- vandamálum. Í mörgum tilfellum þegar liðvandamál orsakast af D- vítamínskorti má snúa vandanum við með inntöku á D-vítamín bætiefni. D-vítamín fáum við úr fæðu og úr sólarljósinu en fjöldi rannsókna sýnir fram á að nútímamaðurinn fær ekki nóg af D-vítamíni úr fæð- unni. Við sem búum á norðlægum slóðum erum enn verr sett því við fáum líka of lítið af sólarljósi, hvað þá í svartasta skammdeginu. Því er lykilatriði að taka inn D-vítamín sem bætiefni til þess að tryggja nægilegt magn. Einstök orkublanda Orkublandan frá ICEHERBS inniheldur 2.000 einingar af D-vítamíni og hreina íslenska burnirót. Orkublandan er sniðin fyrir þá sem glíma við skamm- degisslen. ICEHERBS fær mikið af góðum viðbrögðum frá neytendum um hvað varan gerir þeim gott. Flestallir finna mun á sér eftir að hafa tekið Orkublönduna daglega í 5-10 daga, og fólk vaknar mun hressara. Hið norræna ginseng Burnirótin er ein magnaðasta lækn- ingajurt sem vex á Íslandi og eitt best geymda leyndarmál jurtaríkisins. Jurtin er oft kölluð hið norræna ginseng en hún er þekkt fyrir einstök áhrif sín á aukna orku, einbeitingu og úthald. Áður fyrr var hún meira að segja notuð til að auka frammi- stöðu hermanna. Klínískar rann- sóknir sýna einnig fram á að hún hjálpar fólki að vinna gegn stressi og álagi. Burnirótin er oft notuð til að vinna gegn orkuleysi, sleni og depurð og þannig vinnur hún vel með D-vítamíninu. Innihaldsefni sem Orkubland- an frá ICEHERBS samanstendur af eru algert dúndur fyrir aukna orku, snerpu og úthald. Í hverju hylki eru 2.000 einingar af D-víta- míni sem er viðmiðunargildi fyrir efri mörk daglegrar meðalneyslu á D-vítamíni. Burnirótin í Orku- blöndunni er handtínd á Íslandi, þurrkuð, verkuð og mulin. Öll bætiefni ICEHERBS eru framleidd á Blönduósi. n ICEHERBS fæst í öllum betri matvöruverslunum, apótekum, heilsuvöruverslunum og í glæsi- legri vefverslun iceherbs.is. Áttræður og orkumikill af D-vítamínblöndunni Helgi Guðmundsson hefur tekið D-vítamín orkublöndu frá ICEHERBS um árabil og segir áhrifin ekki hafa látið á sér standa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mannfólkið hefur stundað gufuböð í þúsundir ára. Gufubað getur hjálpað fólki að slaka á eftir erfiðan dag en það er líka talið geta haft fleiri heilsubætandi áhrif. sandragudrun@frettabladid.is Að fá fólk til að svitna hefur lengi verið notað sem meðferðarúrræði. Maya-frumbyggjar notuðu svitahof fyrir 3.000 árum og í Finnlandi hafa gufuböð verið stunduð í þúsundir ára og þau eru enn mjög vinsæl þar í landi. Hitastigið í gufuböðum er yfirleitt á bilinu 70–100 gráður. Í hefðbundnu finnsku gufubaði er oft notuð þurrhitun, þar sem raka- stigið í gufubaðinu er oft á bilinu 10–20%. Í öðrum tegundum gufu- baða er rakastigið oftast hærra, til dæmis í tyrknesku gufubaði. Heilsubætandi áhrif Þau heilsubætandi áhrif sem oftast eru nefnd í samhengi við gufuböð eru slökun og hjartaheilsa. En þó að gufuböð séu talin geta haft heilsubætandi áhrif henta þau ekki endilega öllum. Gufubað hækkar hitastig húðar- innar sem gerir það að verkum að við svitnum. Hjartsláttur eykst einnig samhliða því að við reynum að kæla niður líkamann. Óháð hvaða tegund gufubaða er stunduð, hvort það er eimbað með miklum raka, infrarauð gufa eða þurrari viðargufuböð, þá eru áhrifin á líkamann svipuð. Aukinn hjartsláttur vegna hitans veldur því að æðarnar víkka og blóðstreymi eykst, á svipaðan hátt og þegar stunduð er létt til miðl- ungserfið hreyfing, en þetta veltur auðvitað á þeim tíma sem varið er í gufubaðinu. Aukið blóðstreymi ýtir undir slökun sem hjálpar við streitulosun og minni streita minnkar líkurnar á hjarta- og æða- sjúkdómum. Gufuböð geta einnig linað verki í mjöðmum og liðum og þar af leiðandi verið hjálpleg fyrir gigtarsjúklinga. Finnsk rannsókn Í rannsókn sem gerð var í Finnlandi var fylgst með 2.315 karlmönnum á aldrinum 42–60 ára á tímabili sem spannaði 20 ár. Niðurstöður rann- sóknarinnar gáfu til kynna að fólk sem stundaði gufuböð var í minni hættu á að deyja úr hjartasjúk- dómum. 878 þátttakendanna dóu úr hjartasjúkdómum. Þátttakend- urnir voru flokkaðir í hópa út frá því hversu oft þeir fóru í gufubað. Einu sinni í viku, tvisvar til þrisvar í viku og fjórum til sjö sinnum í viku. Eftir að hafa útilokað áhættu- þætti hjarta- og æðasjúkdóma var hægt að tengja aukna gufubaðs- notkun minni hættu á banvænum hjarta- og æðasjúkdómum. Þátt- takendur sem fóru í gufubað tvisvar til þrisvar sinnum í viku voru 22 prósentum ólíklegri til deyja skyndilega vegna hjartabilunar en þeir sem fóru aðeins einu sinni í viku í gufubað. Þeir sem stunduðu gufuböð fjórum til sjö sinnum í viku voru 63 prósentum ólík- legri til að deyja skyndilega vegna hjartabilunar og 50 prósentum ólíklegri til að deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum almennt en þeir sem stunduðu gufuböð aðeins einu sinni í viku. Frekari rannsókna er þörf til að komast að því fyrir víst hvort raun- veruleg tengsl eru á milli notkunar gufubaðs og fækkunar dauðsfalla vegna hjartasjúkdóma. Enn sem komið er eru fleiri rannsóknir sem sýna tengsl milli líkamlegrar áreynslu og hjartaheilsu svo fólk ætti ekki að skipta út líkamsrækt fyrir gufuböð. Áhrif á Alzheimer Í sömu rannsókn fundu finnsku vísindamennirnir tengsl milli gufubaðsnotkunar og vitglapa og Alzheimer. Þeir sem stunduðu gufuböð tvisvar til þrisvar sinnum í viku voru 22 prósentum ólíklegri til að fá vitglöp og 20 prósentum ólíklegri til að fá Alzheimer en þeir sem stunduðu ekki gufuböð. Þeir sem stunduðu gufuböð fjórum til sjö sinnum í viku voru 66 pró- sentum ólíklegri til að fá vitglöp og 65 prósent minni líkur á að fá Alz- heimer en þeir sem fóru í gufubað einu sinni í viku. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta þessar niðurstöður. Þó að gufubaðsnotkun í hófi virðist örugg fyrir flest fólk eru samt sumir sem þurfa að fara með gát. Sérstaklega fólk með hjarta- sjúkdóma og blóðþrýstingsvanda- mál. Ekki er ráðlegt að vera í gufu- baði í meira en 20 mínútur í einu og óvant fólk ætti ekki að vera lengur inni í klefanum en í 5–10 mínútur. Einnig er mikilvægt að drekka nóg af vatni eftir að komið er út úr gufu- baðinu. n HEIMILD: MEDICALNEWSTODAY Gufubað eða líkamsrækt Margir Finnar stunda reglulega gufuböð. Rannsóknir sýna að þau gætu verið heilsubætandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 4 kynningarblað A L LT 1. febrúar 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.