Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 12
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS Gallinn í skýrslu Amnesty er samt sá að engar aðrar lausnir eru lagðar til. Það kom ekki fram í kynningu ríkisstjórn- arinnar að það væru heimili landsins sem ættu að bera þungann af kostnað- inum við þann slag. Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Ríkisstjórnin er iðin við að skipa nefndir. Nýir starfs- hópar og nefndir í stjórnartíð ríkisstjórnarflokkanna telja ekki tugi heldur hundruð. Þetta er enda hin fínasta leið til að fela innri ágreining stjórnarflokkanna og tryggja að málum sé drepið á dreif. Í gær var greint frá því að verðbólgan hækkaði í janúar, ólíkt því sem hún gerir vanalega, þegar útsölur tempra hana alla jafna. Ástæðan er tvíþætt. Annars vegar hækkaði ríkisstjórnin gjöld á almenning vel umfram verðbólgumarkmið Seðlabanka. „Hækkun verðbólgu í janúar er að mestu til komin vegna hækk- ana á búsi, bílum og búvörum. Þessi kostnaðarliðir eiga það sameiginlegt að hið opinbera stýrir verði þeirra að verulegu leyti með álögum,“ segir í harðorðri yfirlýs- ingu á síðu Neytendasamtakanna. Enn bólgnar báknið út, heimilin borga brúsann. Hins vegar samþykkti stjórnarmeirihlutinn á Alþingi fjárlög fyrir 2023 sem auka enn frekar á skuldsetningu ríkissjóðs, kynna ný þensluhvetjandi útgjöld og eru alveg laus við nauðsynlegt aðhald hins opinbera. Ríkis- stjórnin er bókstaflega að kveikja upp í verðbólgunni, sem er umtalsvert hærri en spár gerðu ráð fyrir. Verð- bólgan í Evrópu, sem er keyrð áfram af háu orkuverði vegna stríðsreksturs Pútíns Rússlandsforseta er á niður- leið. Verðbólgan á Íslandi er enn á uppleið. Þegar ríkisstjórnin kynnti síðustu fjárlög sín var það undir yfirskriftinni: Kaupmáttur varinn og unnið gegn verðbólgu í fjárlagafrumvarpi fyrir 2023. Það kom ekki fram í kynningu ríkisstjórnarinnar að það væru heimili landsins sem ættu að bera þungann af kostnaðinum við þann slag. Það virðist hins vegar vera að ganga eftir. Staða heimila landsins hefur ekki verið jafn erfið í lengri tíma. Matarkarfan hækkar að því er virðist í hvert sinn sem farið er í búð, eldsneytið hækkar og lánin hækka í stað þess að lækka. Heimilin hafa lítið val, þau geta ekki svo léttilega kosið að búa annars staðar, eða sleppt því að kaupa mat- og drykkjarvöru. Þau lifa bara við sérhannaðan veruleika verðbólgu, aukinna gjalda og hárra vaxta. Orð ríkisstjórnarinnar um að hún hyggist verja kaupmátt hafa holan hljóm í þessu samhengi. Kannski væri nær fyrir ríkisstjórnina, fyrst hún er jafn hrifin af starfshópum og raun ber vitni, að setja á stofn vel valinn spretthóp um hagsmuni heimilanna. n Spretthóp um hag heimila Hanna Katrín Friðriksson þingflokksfor- maður Viðreisnar Samkvæmt nýrri skýrslu Amnesty Int- ernational er einangrunarvist notuð óhóflega hér á landi meðan á gæslu- varðhaldi stendur. Á ellefu ára tímabili voru 825 í einangrun og af þeim voru tólf prósent, eða 99, í einangrun í meira en tvær vikur. Það er langur tími til að vera einn í klefa. Íslenskur karlmaður sem vistaður var í einangrun í fyrra í sautján daga sagði það mannskemmandi að vera í einangrun. Hann sagðist ekki geta séð að einangrunin hefði haft úrslitaáhrif á það hvort hann myndi eða gæti spillt rannsóknarhagsmunum. Á Íslandi er það einmitt helsta ástæða þess að ein- staklingar eru úrskurðaðir í einangrun. Til að gefa lögreglu tíma til að rannsaka mál án þess að sakborningur, sá grunaði, geti haft áhrif á rannsókn málsins. Það er skiljanlegt, en Amnesty kallar þó eftir því í skýrslunni að það sé tekið til skoðunar á Íslandi hvort einangrunarvist sé alltaf nauð- synleg og við hvaða aðstæður þessu úrræði er beitt. Því það kemur líka fram í skýrslunni að vissulega sé oft um að ræða rannsókn á mjög alvarlegum glæpum en einnig sé fólk vistað í einangrun vegna smærri mála. Það er miður og það er alvarlegt því ef við ætlum að beita þessu úrræði hljótum við að vilja vera með skýr mörk um það við hvaða aðstæður er gripið til þessa úrræðis. Þó svo að einangrunarvistin sjálf sé ekki flokkuð sem hrein og bein pynting segir lög- maður Amnesty að hún geti flokkast sem „önnur grimmileg, ómannleg eða vanvirðandi meðferð eða refsing“. Óhófleg notkun á slíku hlýtur að vera eitthvað sem við viljum bæta úr en gallinn í skýrslu Amnesty er samt sá að engar aðrar lausnir eru lagðar til. Heldur er það lagt í hendur yfirvalda að finna lausnir. Það er brýnt að það sé gert og það sé þá á öllum stigum máls kannað hvaða úrbætur er hægt að gera. Það sem manni finnst þó kannski alvar- legast við það sem kemur þarna fram er það að bæði börn og fatlað fólk eru ekki undanskilin slíkri vist. Samkvæmt skýrslunni voru tíu ein- staklingar á aldrinum fimmtán til sautján ára í einangrunarvist á því ellefu ára tímabili sem skýrslan tekur til. Þegar Amnesty leitaðist svo eftir því að fá upplýsingar um hversu margir voru með fötlun eða glímdu við andlega veikindi var fátt um svör. Upplýsingarnar ekki skráðar og ekki til. Það er kannski ekkert sem kemur á óvart en manni þykir það mjög miður þegar áhrif einangrunarvistarinnar, samkvæmt rann- sóknum, eru mjög alvarlegar á andlega heilsu. Málið er mjög alvarlegt og það er rík ástæða til þess að taka það sem kemur fram í skýrsl- unni alvarlega. n Alvarlegt mál arnartomas@frettabladid.is Að njóta sannmælis Veðurskilyrðin rigning hefur rokið upp á vinsældalistum Íslendinga yfir tegundir úrkomu á undanförnum dögum enda skolar hún göturnar af klaka- brynju og snjósköflum og losar um fasta bíla. Þessum ávexti grá- myglunnar er venjulega bölvað í sand og ösku en eftir þær ógöngur sem frændi rigningar- innar, snjórinn, framkallaði á síðustu mánuðum, þá er landinn himinlifandi yfir að fara í galla sem er polla en ekki kraft. Þótt það verði að teljast ólíklegt að við munum muna þennan greiða regnsins í vor og í sumar þá ætti regndansinn réttilega að vera Macarena næstu kynslóðar.  Fjöldahjálp á djamminu Áður en rigningin kom til bjarg- ar stóðu björgunarsveitir lands- ins í ströngu á mánudag við að koma strönduðum bílstjórum til aðstoðar víða um land. Á Kirkju- bæjarklaustri var ástandið slíkt að opnuð var fjöldahjálparstöð til að koma fólki í skjól undan veðurhamnum sem lék lausum hala þar. Reykjavíkurborg mætti sennilega fara að huga að því að koma upp sambærilegri hjálparstöð í miðborginni fyrir strandað fólk sem ekki finnur leigubíl á djamminu um helgar og er að öllu jöfnu ekki í þeim fatnaði sem líklegastur þykir til að veita vörn gegn íslenskum vetrarhryssingi sem virðist ávallt koma mannskapnum í öldungis opna skjöldu. n 12 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 1. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.