Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 2
Brotavilji lögreglunnar er einbeittur, með- virkni dómstólanna algjör. Steinbergur Finnbogason, lögmaður Upp vegginn Á lista ferðatímaritsins Condé Nast yfir bestu máltíðir sem rithöfundar tímaritsins brögð- uðu á í fyrra má finna humar- súpu í Grindavík. Einn eigenda staðarins segir lykilatriði að gera mikið úr upplifuninni að af snæða við höfnina. kristinnpall@frettabladid.is GRINDAVÍK „Þetta kom okkur á óvart en er um leið gríðarlegur heiður að þeir hafi fundið okkur þarna í Grindavík enda Condé Nast tímarit sem einblínir á lúxusferða- mennsku,“ segir Hilmar Sigurðsson, einn fjögurra eigenda Bryggjunnar í Grindavík. Ferðatímaritið Condé Nast hefur sett humarsúpuna á Bryggjunni á lista sinn yfir bestu máltíðir í heimi. „Þarna er iðulega einblínt á tuttugu bestu hótel heims, tíu bestu strend- ur heims og slíkt,“ segir Hilmar til marks um hversu mikilvæg umsögn tímaritsins sé. Í umsögn Condé Nast segir að ferðast þurfi um landið á meðan Íslandsdvöl standi yfir. Í Grindavík hafi blaðakonan fengið eina bestu humarsúpu sem hún hafi fengið á lífsleiðinni. Á köldum vetrardögum í New York verði henni trekk í trekk hugsað til veitingastaðarins. „Við erum með eina af tuttugu bestu máltíðum heims samkvæmt síðunni og í hóp með mörgum af bestu veitingastöðum heims, veitingastöðum með Michelin- stjörnur,“ segir Hilmar sem kveður íslenskt yfirbragð staðarins eiga stóran þátt í upplifuninni fyrir erlenda ferðamenn. „Það er tenging við netagerðina og höfnina þaðan sem hráefnið kemur. Við erum ekki með marga rétti á matseðlinum en leggjum mikið upp úr að gera þetta vel og nostra við matinn á gamla mátann,“ útskýrir Hilmar. Uppskriftin að humarsúpunni vinsælu á sér langa sögu að sögn veitingamannsins. Hún komi frá fyrrverandi eigendum veitinga- staðarins, netagerðarbræðrunum sem áttu húsið og bryggjuna. „Þeir voru búnir að þróa þessa uppskrift í mörg ár með heima- mönnum og vanda vel til verka. Súpan er gerð alveg frá grunni, eftir ákveðinni aðferðafræði og allt soðið í langan tíma til að nostra við þetta. Það tekur auðvitað sinn tíma en við erum harðákveðnir í að halda í þessa uppskrift,“ segir Hilmar og bætir við að það sé til heimildar- mynd um súpuna og bræðurna. „Það var gerð bíómynd um bræð- urna og súpuna sem var meðal ann- ars sýnd á RÚV. Myndin er búin að fá viðurkenningar og hefur verið sýnd víða erlendis og fjallar um þessa súpu og tengslin við höfnina. Myndin á sinn þátt í vinsældum súpunnar og eftirspurninni,“ segir Hilmar. Flestir viðskiptavinirnir séu erlendir ferðamenn en að Íslending- ar líti alltaf við inni á milli og þeir séu alltaf velkomnir. „Við eigum von á um hundrað þúsund manns á veitingastaðinn þetta árið,“ segir Hilmar. „Maður heyrir af því að þetta sé orðið að skyldustoppi fyrir leiðsögumenn í ferðamannabransanum þegar þeir fara um Reykjanesskagann.“ n Humarsúpa í Grindavík ein besta máltíðin í víðri veröld Bryggjan í Grindavík hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hilmar Sigurðsson, einn eigenda Bryggjunnar SKOÐUN Alla daga ársins brýtur íslenska réttarríkið mannréttindi á miklum fjölda fólks. Þetta skrifar Steinbergur Finnbogason lögmaður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. „Brotavilji lögreglunnar er ein- beittur, meðvirkni dómstólanna algjör, þegjandi samþykki stjórn- valda æpandi og aðhald fjölmiðla ekkert,“ segir í greininni. Steinbergur leggur út af skýrslu Amnesty International sem kemst að þeirri niðurstöðu að hér á landi sé einangrun gæsluvarðhaldsfanga beitt sem vísvitandi pyntingatæki. SJÁ SÍÐUR 4 OG 13 Ríkið brjóti á fólki hvern einasta dag Gabríela Einarsdóttir var meðal keppenda á úrslitakvöldinu í klifri á Reykjavíkurleikunum sem nú standa yfir. Þrátt fyrir að veðurguðirnir ólmuðust úti fyrir með hríðarbyl mætti fólk vel til að fylgjast með klifrinu enda er þetta í fyrsta skipti eftir Covid sem slíkt er í boði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI arnartomas@frettalbadid.is KJARAMÁL Stéttarfélagið Ef ling kynnti í gær verkfallsboðanir sem samninganefnd félagsins samþykkti á mánudag. Boðanirnar taka annars vegar til hótelkeðjunnar Berjaya Hotels og hótelsins The Reykjavík Edition og hins vegar til starfa við vörubifreiðaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðslur um þessar boðanir hefjast föstudaginn 3. febrúar og lýkur þriðjudaginn 7. febrúar, sama dag og þegar sam- þykkt verkfall á að hefjast hjá Íslandshótelum. Samtök atvinnulífsins hafa stefnt Ef lingu fyrir Félagsdóm vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um verkfall. Halldór Benjamín Þor- bergsson, framkvæmdastjóri SA, segir verkfallsboðunina ólögmæta þar sem miðlunartillaga frá ríkis- sáttasemjara sé óafgreidd. Vika er nú liðin frá síðasta fundi Eflingar og SA þar sem ríkissátta- semjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilunum. Hvorki náðist í Halldór Benjamín né Sólveigu Önnu Jónsdóttur, for- mann Eflingar, í gærkvöldi. n Efling stefnir að víðtækari verkföllum Eflingarfólk gengur til héraðsdóms í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 1. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.