Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 10
Allir íhlutir eru keyptir af verk- tökum sem eru staðsettir eins nálægt verksmiðj- unni og hægt er. Umhverfisvænir húsbátar voru til sýnis á Mid-Atlantic ráðstefnu Icelandair í síðustu viku. Bátarnir eru nú þegar komnir í notkun við Fjallsár- lón og eru sagðir þola 50 stiga frost. Eigandi ferðaþjónustu við lónið segist horfa fram á gott sumar. Finnska ferðaþjónustufyrirtækið Aurora Hut hefur slegið í gegn á nor- rænum markaði með húsbáta sína. Bátarnir eru hátæknilega þróaðir, umhverfisvænir, að stórum hluta úr gleri og er hægt að koma þeim fyrir bæði á vatni og á þurru landi. Húsbátar Aurora Hut voru meðal annars kynntir á Mid-Atlantic ráð- stefnunni sem fór fram á vegum Icelandair í Laugardalshöll um síðustu helgi. Eliza Reid forsetafrú og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, voru meðal þeirra sem virtu húsbátana fyrir sér. Tomi Sipola, sölustjóri Aurora Hut, var staddur á ráðstefnunni þar sem hann sýndi áhugasömum gestum gistirýmið og svaraði spurn- ingum þeirra. „Hugmyndin er að fá æðislega upplifun hvar sem er og án þess að skaða umhverfið. Þú getur til dæmis séð norðurljósin á besta stað og þarft ekki að bora neitt eða setja upp neitt rafmagnskerfi. Jafnvel þótt það sé 50 stiga frost úti, þá er hlýtt hérna inni. Þú bara slakar á og nýtur náttúrunnar.“ Húsbátarnir, (f ljótandi hót- elin) eru framleiddir í verksmiðju AuroraHut Oy í Ylivieska í Finn- landi og eru allir íhlutir keyptir af verktökum sem eru staðsettir eins nálægt verksmiðjunni og hægt er. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á umhverfisvernd og fylgir mjög ströngum reglugerðum þegar kemur að efnisflæði og meðhöndl- un á úrgangi. „Það að vera umhverfisvæn er mjög mikilvægt fyrir okkur. Hita- kerfið er til dæmis knúið áfram með dísilolíu sem er búin til úr úrgangi. Við viljum passa að allt sem við gerum sé umhverfisvænt og þar að auki endurvinnanlegt,“ segir Tomi. Húsbátarnir komu fyrst til lands- ins í fyrrasumar og hægt var að bóka Fljótandi hótel það nýjasta í ferðaþjónustu Húsbátarnir komu fyrst til landsins í fyrrasumar og gátu ferðamenn gist í þeim við Fjallsárlón. MYND/AÐSEND Tomi Sipola, sölustjóri Aurora Hut Steinþór Arnars- son, eigandi Fjallsárlóns ehf. Helgi Steinar Gunnlaugsson helgisteinar @frettabladid.is helgisteinar@frettabladid.is Flugfélögin EasyJet og Ryanair hafa hvatt fyrrverandi starfsfólk Flybe til að sækja um vinnu hjá sér eftir að síðasttalda félagið varð gjaldþrota síðastliðinn laugardag. Flybe er nú farið á hausinn í annað skiptið og misstu rúmlega 280 manns vinnuna. Ryanair auglýsti á vefsíðu sinni að lausar stöður væru í boði fyrir flug- menn, flugvirkja og flugvallarstarfs- fólk. Að sama skapi hefur EasyJet sagt að 250 laus störf séu í boði í flug- áhöfnum. Margir fyrrverandi starfsmenn Flybe fóru í gegnum svipaða reynslu þegar félagið varð fyrst gjaldþrota í mars 2020, þegar kórónaveirufarald- urinn varð Flybe að falli. Fyrirtæki í eigu bandarísks fjárfestingarsjóðs kom svo Flybe til bjargar og tóku flugvélar félagsins aftur á loft í apríl 2022. Martin Chalk, formaður Samtaka breskra atvinnuflugmanna, segir skiljanlegt að fólk sé reitt og áhyggju- fullt en bætir við að störf séu í boði og að aðstæðurnar hafi breyst mikið. „Kosturinn nú er sá að markaðurinn er mun líf legri en hann var, fyrst kórónaveirufaraldurinn er meira og minna í baksýnisspeglinum,“ segir Martin. John Strickland og fleiri flugmála- sérfræðingar hafa bent á að þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir flugferð- um hafi Flybe einfaldlega ekki náð að halda sér á floti. Hörð samkeppni og hækkandi eldsneytisverð hafi verið stór vegartálmi fyrir flugfélagið sem skort hafi á sama tíma skýra og forsvaranlega viðskiptastefnu. n Starfsfólk Flybe með öryggisnet Flybe var eitt sinn stærsta innanlandsflugfélag í Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 140 þúsund króna ævintýraferð sem innihélt siglingu um Fjallsárlón og gistingu í húsbátnum á lóninu sjálfu. Hátt verð á slíkri gistingu tengist ef til vill verðmiða bátsins, en einn Aurora Hut kostar í kringum 50 þúsund evrur. Steinþór Arnarson, framkvæmda- stjóri Fjallsárlóns ehf., sér um rekstur húsbátanna á Íslandi og segist von- góður fyrir komandi sumar. Hann sé þegar búinn að taka á móti nokkrum bókunum og er öruggur með stað- setninguna. „Talsmenn fyrirtækisins hafa heimsótt einhverjar hundrað staðsetningar þar sem þessir hús- bátar eru og segja þeir að ég sé með bestu staðsetninguna sem þeir hafa séð,“ segir Steinþór. Hann segist leggja mikla áherslu á að staðsetja húsbátana þar sem þeir eru ekki fyrir neinum og valda ekki neinni sjónmengun. „Bátarnir eru alltaf frekar vel faldir og svo þegar ég sigli mína leið meðfram lóninu þá verður maður varla var við þá.“ Tomi og Steinþór viðhalda nánu samstarfi og virðast leggja áherslu á svipuð atriði þegar kemur að ferðaþjónustu. Húsbátarnir eru umhverfisvænir en engu að síður hlaðnir aukabúnaði svo sem þráð- lausri nettengingu, eldhúsi og hljómkerfi. „Það er meira að segja hola í miðjunni fyrir fiskveiðar og svo líka æðislegt hljómkerfi þannig að þú getur dorgað við rúmið á meðan þú hlustar á Elvis,“ segir Tomi. n Kosturinn nú er sá að markaðurinn er mun líflegri en hann var. Martin Chalk, formaður Samtaka breskra atvinnuflugmanna GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR 10 MARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 1. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.