Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 13
Upphafsálagningu fasteignagjalda í Bláskógabyggð er nú lokið fyrir árið 2023 Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur lokið upphafsálagninu vegna ársins 2023. Álagningarseðlar eru ekki sendir út í bréfapósti en hægt er að nálgast þá á heimasíðunni www.island.is en þar eru þeir aðgengilegir í pósthólfi á „Mínar síður“. Innskráning á ,,Mínar síður“ er með rafrænum skilríkjum. Greiðsluseðlar eru ekki sendir út nema þess sé sérstaklega óskað en kröfur vegna fasteignagjalda koma inn í heimabanka viðkomandi gjaldanda og birtast þar. Allar nánari upplýsingar um álagningarreglur Bláskógabyggðar má f inna inni á heimasíðu Bláskógabyggðar, www.blaskogabyggd.is. Eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í Bláskógabyggð er sérstak- lega bent á að skoða sinn rétt varðandi afslátt af fasteignagjöldum og bent á að kynna sér samþykkt um tekjuviðmið, sem er um afsláttarreglur. Þeim sem óska frekari upplýsinga um álagninguna er bent á að hafa samband við Sigríði Emilíu Eiríksdóttur, skrifstofu Bláskógabyggðar í síma: 480-3000 (mánudaga – fimmtudaga frá kl. 9 -12 og 13 – 15 en föstudaga frá kl. 9 – 12, eða í netfang: emma@blaskogabyggd.is. Bláskógabyggð Álagning fasteignagjalda 2023 FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA Fréttaumfjöllun fyrir alla í opinni dagskrá á virkum dögum á Hringbraut og frettabladid.is Enn eina ferðina er íslensk þjóð að fá alvarlega ofanígjöf erlendis frá fyrir að vera úr takti við almennt viðurkennd mannréttindi. Í þetta sinn – og langt í frá í fyrsta sinn – eru það lögregluyfirvöld og íslenskir dómstólar sem fá á baukinn og ekki verður annað séð en að bæði ríkisvaldið og hið svokallaða fjórða vald fjölmiðlanna hafi alla tíð sett kíkinn fyrir blinda augað. Amnesty International hefur að lokinni ítar- legri skoðun gefið út það álit sitt að á Íslandi sé einangrun í gæsluvarð- haldi beitt sem vísvitandi pyntingar- tæki. Það sem ekki er einungis látið viðgangast hér á landi heldur bein- línis stundað er t.d. með öllu bannað í Bretlandi og lágmarkað með öllum tiltækum ráðum í í öðrum viðmið- unarlöndum okkar. Hjá okkur, „góða fólkinu á Íslandi“, er hins vegar hefð fyrir því, nánast samofið lögreglu- menningu okkar, að halda fólki í slíkri einangrun ekki bara dögum saman heldur oft og tíðum vikum eða jafnvel mánuðum saman. Álitsgjöf Amnesty Internatio- nal um vinnubrögð lögreglunnar og sjálfvirkar undirtektir dóms- valdsins þegar um einangrunar- vist gæsluvarðhaldsfanga er að ræða er enn eitt áfallið fyrir það góða og kærleiksríka samfélag sem við viljum ávallt trúa að við höfum byggt upp á Íslandi. Við hikum ekki við að úrskurða börn í einungrunarvist og af því að hér er ekkert kvennafangelsi eru konur látnar dúsa árum saman í fangelsi á Hólmsheiði við aðstæður sem jafn- vel hörðustu karlar brotna undan á örfáum vikum. Við látum gæslu- varðhaldsfanga vera án nokkurs samneytis við fólk og án annars útsýnis en í besta falli eingöngu til himins svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir. Um er að ræða skýr mannréttindabrot skv. sátt- mála Evrópusambandsins sem við höfum undirgengist án skilyrða en þverbrjótum margsinnis í hverjum mánuði. Brotavilji lögreglunnar er einbeittur, meðvirkni dómstól- anna algjör, þegjandi samþykki stjórnvalda æpandi og aðhald fjöl- miðla ekkert. P y nt i nga nef nd Sa mei nuðu þjóðanna lokaði fangelsi okkar við Skólavörðustíg eftir að hafa marg- sinnis veitt okkur undanþágu. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ítrekað gert íslenska dómstóla afturreka með úrskurði sína. Lög- reglan hefur aldrei látið sér segjast þegar hún hefur verið gagnrýnd fyrir harkalega framgöngu hvað gæsluvarðhaldsúrskurði varðar. Við vitum um þessar brotalamir en gerum ekkert í þeim. Hvenær breytist það? Skýrsla Amnesty International er að mínu viti afar vönduð. Til viðbótar við að draga upp mynd af grafalvarlegu ástandi á Íslandi gerir hún líka góða grein fyrir því hve stór ákvörðun það er að taka frá fólki öll bjargráð með því að aftengja það með öllu frá sam- skiptum við annað fólk, aðgengi að hvers kyns fjölmiðlum, a.m.k. lág- markstengingu við náttúru o.s.frv. Ýmis vægari úrræði eru til staðar ef verja þarf rannsóknarhagsmuni og er einnig gerð grein fyrir þeim í skýrslunni. Í hnotskurn blasir það við að íslenska réttarríkið brýtur alla daga ársins mannréttindi á mikl- um fjölda fólks. Við göngum miklu harðar fram á ýmsum sviðum en nágrannaþjóðir okkar myndu nokkurn tíma líða. Við erum í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum langt á eftir mörgum þeirra samfélaga sem við viljum miða okkur við og teljum okkur jafnvel trú um að við stöndum jafnfætis. Svo er því miður ekki í þessu tilviki. Langt í frá. n Íslenskar pyntingar Steinbergur Finnbogason lögmaður Milljónir manna um allan heim dreymir um að ferðast til Íslands. Orðspor landsins hefur dreifst um allar heimsálfur og er náttúra lands- ins og menningarminjar eitt helsta aðdráttaraf l ferðaþjónustunnar. Ferðamönnum hefur fjölgað hratt síðustu árin og ferðaþjónustan hefur náð þeim stað að verða ein af okkar stærstu atvinnugreinum. Þá er Ísland í þeirri stöðu umfram margar aðrar þjóðir að ferðaþjón- ustan er aftur komin á fullt skrið eftir heimsfaraldur. Því má meðal annars þakka aðgerðum stjórn- valda við heimsfaraldri Covid-19 en einnig seiglu og dugnaði þeirra fyrirtækja og starfsmanna sem hér starfa. Ferðaþjónusta á Íslandi hefur öll tækifæri til þess að halda áfram að vaxa og dafna en aðeins ef rétt er staðið að málum. En hvað með íslenskuna? Í allri umræðu um náttúru landsins og uppbyggingu ferðamannastaða megum við þó ekki gleyma einu af okkar aðalsmerkjum, íslenskunni, en Ísland er áhugavert land m.a. vegna hennar. Ef við glötum íslensk- unni mun bæði hljómur og ásýnd landsins breytast. Því miður hefur það verið tilhneiging síðustu ár að enskan hafi tekið yfir sem tungu- mál ferðaþjónustunnar. Æ f leiri fyrirtæki bera ensk nöfn og ensku- væðing á skiltum víðs vegar um land er orðin mjög áberandi. Hér þarf sameiginlegt átak stjórnvalda, sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila til að færa þróunina til betri vegar. Leyfum ferðamönnum að sjá og lesa íslenskuna, það er upplifun til jafns við náttúru og menningu landsins. Trú á verkefnum og fjárfestingar Víða um land er kallað eftir aukinni fjárfestingu, sér í lagi á landsbyggð- inni. Á sama tíma er takmarkað aðgengi að lánveitingum til fjár- festinga í ferðaþjónustu, sem er áhyggjuefni og mikilvægt að bregð- ast við með einhverjum hætti. Þörf er á gistirýmum í hærri gæðum og seglum á svæði, t.d. fyrir austan og vestan og ljóst er að ekki er hægt að ráðast í slíkt án fjármagns. Fjárfestar verða að hafa trú á verkefnum og því þarf að tryggja með betri hætti nýt- ingu um allt land, allt árið um kring. Gjaldtaka Þá kallar fjölgun ferðamanna á aðgerðir af okkar hálfu, sér í lagi ef við ætlum að ná markmiðum okkar um ferðaþjónustu á lands- byggðinni allt árið um kring. Fram- lög til ferðaþjónustunnar eru ekki há í samanburði við margar aðrar greinar, þrátt fyrir að hér sé um að ræða eina af okkar mikilvægustu atvinnugreinum. Við þurfum að gæta þess að náttúra landsins, auðlind ferðaþjónustunnar, verði ekki fyrir of miklum ágangi og tapi þannig sérstöðu sinni. Það er því óumf lýjanlegt, ef við ætlum að byggja hér upp af meiri gæðum til framtíðar, að taka umræðu um gjaldtöku í ferðaþjónustu af meiri festu. Á sama tíma er þó mikilvægt að gera það í samráði við alla hagað- ila og gæta þess að ferðaþjónustan hafi gott svigrúm til þess að koma auknum gjöldum inn í verðskrár enda eru þær ákvarðaðar langt fram í tímann. Með góðum innviðum og áhugaverðum seglum bætum við sérstöðu okkar og um leið sérstöðu landsins. Þannig tryggjum við betur ásýnd og framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. n Ásýnd Íslands og sérstaða Ingibjörg Isaksen fyrsti þingmaður Norðausturkjör- dæmis og þing- flokksformaður Framsóknar FRÉTTABLAÐIÐ SKOÐUN 131. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.