Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 20
Gunnhildur Yrsa, Dagný og Andrea Rán Snæfeld Hauks- dóttir hafa áður leikið í NWSL-deildinni. Barcelona keypti knattspyrnukonuna Keiru Walsh á metfé frá Manchester City á síðasta ári. aron@frettabladid.is FÓTBOLTI Í gær, á lokadegi félags- skiptagluggans í helstu knatt- spyrnudeildum Evrópu, mátti sjá fréttir af félagsskiptum leikmanna og mögulegum félagsskiptum. Þessum fréttum fylgdu oftar en ekki upplýsingar um háar fjárhæðir sem knattspyrnufélög væru að borga fyrir eða bjóða í leikmenn. Gott dæmi um það var tilboð enska úrvalsdeildarfélagsins Chel- sea í miðjumann Benfica, Enzo Fernandez, sem varð heimsmeistari með Argentínu undir lok síðasta árs. Tilboð Chelsea hljóðaði upp á 105 milljónir punda, því sem jafngildir rúmum 18 milljörðum íslenskra króna. Það tilboð er hvergi nærri settu heimsmeti í karlaboltanum hvað kaupverð á leikmanni varðar, það met stendur í 198 milljónum punda, sem nemur rúmum 34,5 milljörðum íslenskra króna, þegar að Neymar var keyptur til Paris Saint-Germain frá Barcelona árið 2017. Í k vennaboltanum stendur heimsmetið er varðar kaupverð á leikmanni í 400 þúsund pundum, rétt tæpum 70 milljónum íslenskra króna og var sett á síðasta ári með félagsskiptum Keira Walsh til Barce- lona frá Manchester City. Á lokadegi félagsskiptagluggans hverju sinni eru margar upplýsingar og fréttir í gangi hverju sinni og nær ómögulegt að fylgjast með öllu því sem á sér stað á leikmannamark- aðnum. Það er ein frétt sem flaug nokkuð undir radarinn í gær og varðaði til- boð Arsenal í leikmann kvennaliðs Manchester United, Alessia Russo. Tilboð Arsenal hljóðaði upp á rúma hálfa milljón punda og hefði orðið að nýju heimsmeti í kvennabolt- anum ef það hefði verið samþykkt. Tilboðinu í Russo, sem á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við Manchester United, var hins vegar hafnað. Viðræður hennar við Manchester United um nýjan samning hafa ekki borið árangur hingað til. n Sögulegu tilboði Arsenal var hafnað á gluggadeginum Arsenal vildi fá Alessiu Russo í sínar raðir frá Manchester United. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Svava Rós Guðmundsdóttir, sóknarmaður íslenska landsliðsins, gekk í raðir NJ/NY Gotham í Banda- ríkjunum á dögunum. Hún var búin að afþakka tilboð frá Bandaríkjunum fyrr á ferlinum en var ákveðin í að stökkva á tækifærið ef það byðist í þetta skiptið. FÓTBOLTI Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir skrifaði um helg- ina undir samning við NY/NJ Goth- am sem leikur í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum. Með því verður Svava fjórði Íslendingurinn til að leika í NWSL-deildinni og sér til þess að Ísland á áfram fulltrúa í deildinni eftir að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir yfirgaf Orlando Pride á dögunum. „Þau hafa fyrst samband fyrir jól og sögðust hafa mikinn áhuga á mér, en þau vildu bíða með þetta fram yfir nýliðavalið í NWSL-deildinni, áður en það yrði samið við mig. Ég ætlaði ekki að bíða en lét þau vita að ef þau kæmu aftur væri ég áhugasöm um að semja og þau höfðu samband bara um leið og nýliðavalinu lauk og vildu ólm semja við mig,“ segir Svava um aðdraganda félagsskiptanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lið í Bandaríkjunum hafa sýnt Svövu áhuga. „Það hefur áður verið áhugi frá Bandaríkjunum, sennilega þrisvar eða fjórum sinnum sem lið hafa lýst yfir áhuga sem ég hef fram að þessu neitað. Ég hef fengið samningsboð og lið sem reyndu aftur og aftur en ég neitaði því ég vildi spila lengur í Evrópu, en það er ekkert sjálfsagt að komast að í bandarísku deildinni og ég var ákveðin að skoða tilboðin vel ef þau kæmu frá Bandaríkjunum í ár.“ Hún segist vera spennt að spreyta sig í bandarísku deildinni sem er með þeim sterkari í heiminum. „Það er komin mikil spenna, þetta er öðruvísi og nýtt tækifæri. Ég er búin að vera í Skandinavíu, lengst af í Noregi og í Svíþjóð, eitt ár í Frakk- landi og langaði að fara eitthvert utan Evrópu. Mér finnst bandaríska deildin mjög heillandi, hún er mjög sterk og umfangið er allt í fremstu röð. Svo eru sterkari leikmenn sem maður æfir með og spilar gegn svo að það ætti að hjálpa manni að taka framförum. Það stóð til boða að vera áfram í Noregi en ég vildi skoða hvað væri í boði og ég ákvað að það væri gott skref að fara í sterkari deild,“ segir Svava sem var áður búin að leita ráða hjá Gunnhildi og Dagnýju Brynjarsdóttur um lífið í bandarísku deildinni. „Ég talaði við þær fyrir einu eða tveimur árum þegar kom fyrirspurn. Þá spurðist ég fyrir og ræddi talsvert við þær, svo að mér fannst ég vera orðin nokkuð fróð um deildina.“ Þar sem Gotham vildi í fyrstu bíða með að semja við Svövu fór Vildi prófa að spila vestanhafs Svava kom við sögu í öllum leikjum Íslands á EM síðasta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Svava slær á létta strengi með Svein- dísi Jane fyrir leik Íslands og Frakklands. landsliðsframherjinn í viðræður við nokkur lið. „Það var áhugi víða, meðal ann- ars voru nokkur ensk lið sem höfðu samband og vildu fá mig og ég fór í einhverjar viðræður þar. Það voru lið frá Portúgal, Spáni, Englandi, Mexíkó og Bandaríkjunum sem sýndu áhuga en um leið og Gotham kom til baka kom ekkert annað til greina.“ Á dögunum kom upp orðrómur um að Svava hefði fallið á læknis- skoðun hjá West Ham en hún segir það ekki rétt. „Við fórum út og þegar við komum á svæðið var samningur- inn ekki eins og búið var að semja um áður en ég fór út. Það var búið að breyta samningnum um það leyti sem Gotham kom aftur inn í myndina og þá af þakkaði ég boð West Ham þótt samningurinn stæði enn til boða.“ Hjá Gotham mun Svava leika undir stjórn Juan Carlos Amorós sem hún segir að hafi áður sýnt sér áhuga. „Þjálfarinn á stóran þátt í þessu, enda hefur hann hefur reynt áður að fá mig til sín. Ég er búin að tala mikið við hann og er hrifin af því hvernig hann vill spila fótbolta og var í miklum samskiptum við hann. Ég er mjög spennt að vinna með honum enda gerði hann frábæra hluti með Houston Dash seinni hluta síðasta tímabils.“ Liðið varð meistari á fyrsta tíma- bili sínu árið 2009 en olli vonbrigð- um á síðasta ári þegar Gotham lenti í neðsta sæti deildarinnar. „Liðið er að vinna í endurnýjun. Það er komið nýtt þjálfarateymi og fjölmargir nýir leikmenn. Það er verið að byggja upp liðið með háleit markmið sem er spennandi.“ n Kristinn Páll Teitsson kristinnpall @frettabladid.is 16 ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 1. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.