Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 4
Verkfræðideild flug- vallarins er hins vegar að skoða möguleika í þeim efnum. Úr svari Isavia til Fréttablaðsins Ég sé ekki hvernig það er réttlætanlegt að setja fatlaða einstaklinga í þessar aðstæður sem fylgja einangrunarvist. Árni Múli Jónas- son, formaður Þroskahjálpar Árni Múli Jónasson, formaður Þroskahjálpar, segir ekkert réttlæta einangrunarvist fatlaðra í gæsluvarðhaldi. Ný skýrsla Amnesty International kallar eftir því að látið verði af einangrunarvist barna og fatlaðra einstaklinga meðan á gæsluvarðhaldi stendur. lovisa@frettabladid.is MANNRÉTTINDI Formaður Þroska- hjálpar segir að samtökin taki undir kröfu mannréttindasamtakanna Amnesty International, um að látið verði af einangrunarvist fatlaðra einstaklinga í gæsluvarðhaldi. Í nýrri skýrslu Amnesty er greint frá óhóflegri notkun einangrunar- vistar í gæsluvarðhaldi. Samtökin hvetja yfirvöld til að breyta verk- lagi og reglum og að einangrunarvist barna og fatlaðra einstaklinga verði alfarið bönnuð. „Þessi skýrsla virkar trúverðug og kemur frá aðila sem nýtur virðingar og það er fullt tilefni til að taka hana alvarlega. Það er engin spurning um það í okkar huga,“ segir Árni Múli Jónasson, formaður Þroskahjálpar og lögmaður. Hann segir skýrsluna áfellisdóm yfir réttarvörslukerfinu, lögregl- unni, ákæruvaldi og fangelsismála- yfirvöldum. „Það er allt réttarvörslukerfið undir og þetta hlýtur að kalla á skoðun, bæði hjá réttarvörslukerf- inu og dómsmálakerfinu, að tryggja að meginreglur réttarríkisins séu viðhafðar því það er margt þarna sem bendir til þess að svo sé ekki,“ segir Árni Múli. Ítarlega er f jallað um það í skýrslunni hvaða áhrif það hefur á einstaklinga að vera í einangrun Taki tillit til fatlaðs fólks í varðhaldi og hvaða áhrif það getur haft á þá ábyrgð sem þeir axla í þeim málum sem þeir eru grunaðir í. Í skýrslunni segir einstaklingur sem var í einangrun að skorturinn á mannlegum samskiptum hafi valdið því að hann sagði meira en hann hafði ætlað sér við lögregluna. Þrátt fyrir að einangruninni sé ekki beint ætlað að þrýsta á játningu þá geri hún það óhjákvæmilega. Árni Múli segir að sérstaklega út frá sjónarhorni fatlaðs fólks sé þetta alvarlegt. Hann bendir á að Ísland sé búið að fullgilda Samning Samein- uðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þar sem er að finna fjölmörg ákvæði sem hafa þýðingu í þessu samhengi. „Um það hvernig eigi að standa að málum í réttarvörslukerfinu sem tekur tillit til fatlaðs fólks og laga sig að þörfum þess. Að það sé passað að einstaklingar með fötlun fái stuðn- ing og þá vernd sem þeir eiga skilið og rétt á samkvæmt samningunum,“ segir Árni. Að sögn Árna sér hann ekki hvað réttlæti að setja fatlaða einstaklinga í aðstæður sem fylgi einangrun. „Og þá tala ég helst um ein- staklinga með þroskahömlun, ein- hverfa og fólk með geðfatlanir, sem augljóslega er mjög berskjaldað og viðkvæmt fyrir því að vera sett í þessar aðstæður sem fylgja einangr- unarvist, með því tilfinningalega og líkamlega álagi sem því fylgir. Við lítum á þetta sem mjög stórt mál,“ segir Árni. Kveðst Árni bíða viðbragða dóms- málaráðuneytis og réttarvörslukerf- isins við niðurstöðum skýrslunnar og ábendingum sem henni fylgja. n - ómissandi með steikinni benediktarnar@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Rannsókn á skot á rás á Blöndu ósi í fyrra er á lokastigi að sögn Eyþórs Þor bergs sonar, vara- saksóknara hjá lögreglu em bættinu á Norður landi eystra. „Það er alveg á enda punkti og lík- lega vika til hálfur mánuður eftir af rann sókninni,“ segir Eyþór. Niðurstöður úr DNA-sýnum sem komu frá Svíþjóð liggja fyrir og búið er að þýða þær. Þegar niðurstöð- unum var skilað til lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru þær á sænsku og þurfti því að þýða þær. Þó að rann sókninni sé að ljúka vill Ey þór ekki tjá sig um hvort gefnar verði út ákærur. Ákæruvaldið liggi hjá héraðs saksóknara. n Blönduósmálið er á lokametrunum Á vettvangi skotárásinnar á Blöndu- ósi í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK benediktarnar@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Nauðsynleg gögn vegna manndrápsins á Ólafsfirði hafa ekki skilað sér. Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningu og frá DNA-sýnum. Þetta staðfestir Eyþór Þorbergs- son, varasaksóknari hjá lögreglu- embættinu á Norðurlandi eystra. „Það kom í ljós að endanleg niður- staða krufninganna var ekki komin. Þegar lík eru krufin eru tekin alls konar sýni sem þarf að rannsaka og það var ekki búið,“ segir Eyþór. Þá segir Eyþór að niðurstöður úr DNA-sýnum sem tekin voru vegna rannsóknarinnar og send til Sví- þjóðar, séu ekki komnar til baka. n Tafir í rannsókn á Ólafsfjarðarmáli Í þessu húsi á Ólafsfirði var maður stunginn til bana. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR gar@frettabladid.is FLUGMÁL Isavia skoðar nú leiðir til að bæta vetraraðstöðuna fyrir far- þegaþotur við flugstöðina á Kefla- víkurflugvelli. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn sem Fréttablaðið sendi fyrirtækinu vegna hrakninga fleiri hundruð farþega í óveðri á dög- unum. Hluti af vandanum þá var gríðarmikil hálka á stæðum eftir að þotunum hafði verið ekið út af flugbrautinni. „Það er ekki virkur búnaður með hita undir stæðum á vellinum,“ er svar Isavia við þeirri spurningu hvort rétt sé að á flughlöðunum við flugstöðina sé upphitunarbúnaður til að verjast hálku en að hann virki ekki sem skyldi. „Verkfræðideild f lugvallarins er hins vegar að skoða möguleika í þeim efnum og hefur til þess meðal annars leitað upplýsinga af alþjóða- flugvöllum erlendis,“ segir Isavia. Þá spurði Fréttablaðið hvort verið gætu ranar – eða landgangar – við flugstöðina sem hægt væri að nota í meiri vindi en núverandi rana þannig að koma mætti farþegum frá borði við erfiðari skilyrði en nú sé hægt. „Miðað við flugvélaflotann sem f lýgur til Kef lavíkurf lugvallar í heild sinni þá eru þeir landgangar sem við notum nú, og aðrir með samskonar öryggisviðmið og þeir, landgangarnir sem við getum notað,“ segir í svari Isavia við þess- ari síðari spurningu. n Skoða hitun á flugstæðum á Keflavíkurflugvelli Þota rakst í landgang. MYND/AÐSEND Einangrunarvist er sögð geta leitt til þess að fangar segi meira við lög- reglu en þeir hugðust gera. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK 4 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 1. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.