Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 14
Verðbólguhækkun í byrjun árs 2023 er ekki óvænt óveður. Hún er einfaldlega í boði stjórnvalda. Krónu- töluhækkanir gjalda ríkisins skiluðu sér beint út í verðbólguna. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á ábyrga umgengni um auðlindir hafsins, gert fortakslausa kröfu um sjálf bæra nýtingu og bent á mikil- vægi grunnrannsókna og fræði- legrar þekkingar í því sambandi. Nú fer stjórnmálafólk úr öðrum flokki mikinn og lýsir yfir fullnað- arsigri stórútgerðarinnar og talað er um togara í hjónarúmum vegna breytinga á lögum um aflvísa skipa og að smábátasjómenn séu komnir á höggstokkinn vegna bráðabirgða- tillagna starfshóps sem ætlað er að skapa sátt um greinina. Stjórnmál samtímans krefjast samráðs, úrlausnarefnin eru f leiri og f lóknari en nokkru sinni áður. Tillögurnar sem sagðar eru leggja smábátasjómenn á höggstokkinn eru nú í samráðsgátt stjórnvalda. Þar eru þær birtar í þágu lýðræðis- legrar aðkomu almennings og hagaðila, t.a.m. smábátasjómanna og hefur áður óþekktur metnaður verið lagður í samráð við þetta verkefni. Tillögurnar fara síðan til umræðu í samráðsnefnd um sjávar- útveg. Í kjölfarið verður unnið úr athugasemdum og endanlegar til- lögur kynntar í vor. Endanlegar til- lögur fara svo aftur í samráð. Með þessu vill ráðherra tryggja réttláta og lýðræðislega aðkomu vegna þess langvarandi ósættis sem ríkt hefur um sjávarútveg. Tillögurnar eru sextíu talsins og eru meðal annars lagðar fram til að skapa umræðu og kalla fram viðbrögð í samfélaginu, bæði á Alþingi, hjá hagsmunaaðilum og sem víðast. Þetta kemur okkur öllum við, enda undirstöðuat- vinnugrein. Því miður leiðist umræðan um þennan veigamikla málaf lokk oft út í pólitíska útúrsnúninga og fyrirsagnir. „Leiðinlega svarið“ við fullyrðingunni um togara í hjónarúminu er því miður sú að með brottfellingu af lvísa úr 5. gr. laga um fiskveiðilandhelgi Íslands verður eingöngu horft til lengdar- takmarkana á því hvar skip mega veiða. Lagabreytingin gefur útgerð- um þar með kost á því að nýta spar- neytnari vélar og draga þar með úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, sem einmitt er hluti af boðuðum breytingum VG í málaf lokknum. Þetta á aðeins við um skip sem mega veiða innan 12 mílna lög- sögunnar þegar horft er til lengdar þeirra. Skip stærri en 29 metrar mega því hér eftir sem hingað til ekki veiða innan lögsögunnar nema í undantekningartilfellum sem þá þegar eru í lögum og varða skip að 42 metrum að lengd. Að lokum vill höfundur vísa til þess að strandveiðar á árinu 2022 voru þær farsælustu fyrir land og þjóð frá upphafi veiðanna. n Með togara í hjónarúminu Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna Árið 2023 gengur í garð með verð- bólgu og vetrarhörkum. Verðbólgan er komin í 9,9% og fólk finnur fyrir því. Matarinnkaup fjölskyldunnar eru dýrari, bensín hækkar og fast- eignalánið sömuleiðis. Veðrið er á sama tíma ofsalegt og Veðurstofan dælir út gulum, appelsínugulum og jafnvel rauðum viðvörunum. Fólkið í landinu hlustar á aðvörunarorð veðurfræðinga og hagar sér í sam- ræmi við ráðgjöf þeirra. Verðbólga í kortunum Lögmál verðbólgunnar eru ekki þau sömu og gilda um veðrið. Það er ekki hægt að breyta veðrinu í vetur en ríkisstjórnin getur haft raunveruleg áhrif á það hvernig verðbólgan þróast – og þannig dempað verðhækkanir og vaxta- hækkanir. Hlutverk ríkisstjórnar- innar er annað og meira en bara að vara við. Það er gert með því að haga bókhaldi ríkisins þannig að Seðla- bankinn þurfi ekki að halda sama blaðamannafundinn aftur og aftur um endurteknar vaxtahækkanir. Vandamálið er bara að fjármála- ráðherra landsins beitir ríkisfjár- málunum þannig að þau vinna gegn viðleitni Seðlabankans til að dempa verðbólgu. Neytendasamtökin lýstu þessum veruleika ágætlega í vikunni þegar þau bentu á að janú- arútsölur hafi ekki náð að draga úr verðbólgu að neinu ráði í ár. Það er vegna þess að gjaldahækkanir í boði ríkisstjórnarinnar sjálfrar eru stór þáttur í því að verðbólgan hækkar aftur núna í byrjun árs. Hækkanir á áfengisgjaldi, bensíngjaldi og hækkun á búvöru blasir við. Það eru útgjaldaliðir sem hið opinbera stjórnar ásamt fjölmörgum öðrum hækkunum. Neytendasamtökin vöruðu rík- isstjórnarf lokkanna við þessum áhrifum þegar fjárlagafrumvarpið var til umræðu á Alþingi í haust. Neytendasamtökin voru þar í hópi með BHM, Samtökum atvinnulífs- ins og ASÍ. Þessir aðilar sendu ýmist frá sér voru gular, appelsínugular og rauðar viðvaranir um áhrif þessara gjaldahækkana hins opinbera á verðbólgu. Á viðvaranir þessara aðila var ekki hlustað, ekki frekar en okkur í Viðreisn sem vöruðum við því sama. Óvissustig almannavarna Þegar ríkisstjórnin stendur ekki vaktina og beitir f jár málum ríkisins gegn verðbólgunni eru heimili landsins dæmd til að bera kostnaðinn í formi endurtekinna vaxtahækkana. Þess vegna skiptir það heimili og fyrirtæki landsins öllu að stjórnvöld geri sitt til að halda verðbólgu í skefjum. Skoðum dæmisögu af fjölskyldu: Vorið 2021 voru útgjöld þessarar fjölskyldu um 180.000 krónur á mánuði af fasteignaláni. Fjölskyldan er með 50 milljón króna óverðtryggt lán til 40 ára, á breytilegum vöxtum. Í dag er veruleiki þessarar fjölskyldu sá að af borgun á láninu er um 330 þúsund kr. á mánuði. Mánaðarlegur kostnaður fjölskyldunnar vegna lánsins hefur aukist um 150 þús- und krónur. Það blasir við að þetta er þungt högg – og í einhverjum til- vikum umfram það sem heimilið ræður við. Verðbólguhækkun í byrjun árs 2023 er ekki óvænt óveður. Hún er einfaldlega í boði stjórnvalda. Krónutöluhækkanir gjalda ríkisins skiluðu sér beint út í verðbólguna. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin hefur skilið Seðlabankann einan eftir með það verkefni að glíma við verðbólguna og afleiðingarnar eru stýrivextir sem hafa ekki verið hærri síðan 2010. Og hallinn eykur vandann Stjórn ríkisfjármála ríkisstjórnar- innar er fullkomlega á skjön við stefnu Sjálfstæðisf lokksins um ábyrga stjórn ríkisfjármála. Það sást einna skýrast á því að þegar ríkisstjórnin kynnti fjárlagafrum- varp sitt var hallinn tæplega 90 milljarðar. Lokaniðurstaðan varð hins vegar 119 milljarða halli. Seðlabankastjóri sagði þá að hann hefði þungar áhyggjur af útgjalda- aukningunni og að hún gerði verk Seðlabankans erfiðara. Aukin ríkis- útgjöld á þessum tíma hafa neikvæð áhrif á verðbólguna og hægja á því ferli að ætla að ná henni niður. Ráðherrar í ríkisstjórninni tala gjarnan um að skuldir ríkissjóðs séu ekki svo miklar hér á landi í alþjóðlegu samhengi. Vandamálið hér á landi birtist þó í því að vaxta- kostnaður hins opinbera er mun alvarlegri en skuldahlutfallið. Það er reyndar veruleiki sem íslensk heimili þekkja vel. Vextir á Íslandi er langtum hærri en í nágrannarík- junum, þrátt fyrir að verðbólgan sé svipuð. Vaxtagjöld eru orðin einn af allra stærstu útgjaldaliðum ríkis- sjóðs. Það þarf að taka á verðbólgunni, þó við verðum víst að þola vetrar- hörkurnar. Það er ekki hægt að láta fjölskyldurnar í landinu endalaust taka á sig auknar byrðar vegna hækkandi útgjalda fyrir matar- körfuna. Heimilin í landinu þurfa á því að halda að ríkisstjórnin hlusti á rauðu viðvörunina og bregðist við henni. n Rauð viðvörun fyrir heimilin Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Við- reisnar í fjárlaga- nefnd Í haust bárust fréttir af of beldi og einelti meðal barna, því miður er ekki um einsdæmi að ræða, það eru til börn sem beita ofbeldi og þá eru börn sem verða fyrir of beldi. Um er að ræða samfélagslegt mein sem mikilvægt er að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Ekki eru vísbendingar um að börn sem beita of beldi í barnæsku verði of beldis- full þegar þau verða eldri. Þörf er á að grípa inn í of beldi barna ásamt því að leita allra leiða til þess að stöðva ofbeldi í samfélaginu á öllum stigum. Aukin áhersla á að leysa vanda Lengi hefur aðaláherslan verið á að veita þeim sem verður fyrir ofbeldi aðstoð. Það er vissulega nauðsyn- legt enda er það gríðarlegt áfall að verða fyrir of beldi. Þá er það engu að síður mikilvægt að veita viðeigandi fræðslu og stuðning til þeirra sem beita of beldi. Þeir sem beita of beldi eiga oft og tíðum við einhvern vanda að stríða og því er mikilvægt að þeir einstaklingar fái rétta leiðsögn og stuðning út í lífið. Með öðrum orðum, það er jafn mikilvægt að aðstoða þá sem beita ofbeldi og þá sem verða fyrir ofbeldi. Samningur við VERU Of beldi barna er enn aðeins lítill hluti mála sem skila sér til lögreglu og barnaverndar. Því miður hefur allt of lengi verið litið á ofbeldi barna sem vandamál sem hægt er að leysa heima fyrir en sem betur fer eru tímarnir að breytast. Fyrir áramót undirritaði Ásmundur Einar Daða- son, mennta- og barnamálaráðherra, samning til styrktar VERU, úrræðis Foreldrahúss fyrir börn í áhættu- hegðun. Samningurinn snýr að stuðningi við börn sem eru þolendur ofbeldis eða sem beita ofbeldi. VERA er heildstætt langtíma meðferðarúr- ræði fyrir unglinga í fikti og neyslu sem rekin eru af Vímulausri æsku, en samtökin stofnuðu Foreldrahús árið 1999 og kjarnastarfsemi þess er ráð- gjöf, meðferð og fræðsla. Í Foreldra- húsi er starfrækt fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar og foreldranámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga og stuðningsmeðferð fyrir ungmenni í vímuefnavanda. Mikilvægi forvarna Þessi samningur sem gerður var við VERU er stórt og mikilvægt skref í áttinni að því að bæta líðan barnanna okkar. Hér er um að ræða lið í aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn ofbeldi og sam- þætta þjónustu í þágu farsældar barna. Markmið stjórnvalda gegn ofbeldi er meðal annars að koma á markvissri fræðslu og forvörnum gegn hvers konar ofbeldi, einkum í skólakerfinu, á íþrótta- og æsku- lýðsvettvanginum, á vinnustöðum og í stafrænum heimi. En mikilvægt er að allar aðgerðir sem lúta að rétt- indum barna og vernd þeirra gegn ofbeldi taki sérstaklega til forvarna og fræðslu. n Stuðningur við börn sem verða fyrir eða beita ofbeldi Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar 14 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 1. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.