Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 8
Gjaldskrárhækkanir hins opinbera eiga mesta sök á því að verðbólga hækkaði mjög í janúar, þegar venjulega er verðhjöðnun vegna útsalna. Hagfræðingar búast við vaxtahækkun Seðlabankans í næstu viku. olafur@frettabladid.is Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85 prósent í janúar, langt umfram það sem greiningardeildir bjuggust við, og hækkar ársverðbólgan úr 9,6 í 9,9 prósent milli mánaða. Greiningardeildir höfðu spáð 0,2– 0,5 prósenta hækkun vísitölunnar milli mánaða og misstu því alger- lega marks að þessu sinni. Neytendasamtökin lýstu á mánu- dag yfir gífurlegum vonbrigðum með aðgerðir stjórnvalda sem leiða til þeirrar miklu verðbólgu sem fréttir berast af í dag. „Aldrei þessu vant nær venjubundin lækkun verð- bólgu vegna janúarútsala ekki að slá á hækkunina að neinu ráði. Hækk- un verðbólgu í janúar er að mestu tilkomin vegna hækkana á búsi, bílum og búvörum. Þessi kostn- aðarliðir eiga það sameiginlegt að hið opinbera stýrir verði þeirra að verulegu leyti með álögum. Því miður virðist það ganga eftir sem stjórn Neytendasamtakanna benti á í umsögn um fjárlagafrumvarpið, að krónutöluhækkanir gjalda ríkis- ins skila sér beint út í verðbólguna. Stjórn Neytendasamtakanna segir stöðuna grafalvarlega og skor- ar á stjórnvöld að ganga á undan með góðu fordæmi og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að draga úr verðbólgu. Erna Björg Sverrisdóttir, aðal- hagfræðingur Arion banka, tekur í sama streng og Neytendasamtökin og segir stóran hluta þessarar hækk- unar stafa af gjaldskrárhækkunum hins opinbera. „Janúarmælingin hefur þar af leiðandi ekki kúvent verðbólguhorfunum, þótt þær hafi lítillega versnað,“ segir Erna sem telur nokkuð víst að stýrivaxta- hækkun fylgi í kjölfarið, en næsti vaxtaákvörðunardagur peninga- stefnunefndar Seðlabankans er eftir viku. Una Jónsdóttir, aðalhagfræðingur Landsbankans, segir það valda áhyggjum hversu almenn verð- bólgan sé orðin, það er hve margir undirliðir vísitölunnar hækka veru- lega. „Síðast þegar verðbólgan mældist jafn mikil og nú höfðu einungis 17 prósent undirliðanna hækkað um meira en 10 prósent. Núna er staðan slík að 27 prósent undirliða hafa hækkað meira en 10 prósent. Við sjáum framlag húsnæðis til verð- bólgu aðeins dragast saman, enda hefur kólnun gert vart við sig á fasteignamarkaði, en á móti kemur gengisveiking og hækkanir á inn- fluttum vörum. Við sjáum að fram- lag innf luttra vara til verðbólgu hefur aukist á síðustu mánuðum,“ segir hún. Una segir peningastefnunefnd Seðlabankans án efa munu líta til hærri versnandi verðbólguhorfa við næstu vaxtaákvörðun. „Líkur á óbreyttum vöxtum og jafnvel lækk- unum síðar á árinu fara dvínandi við þessar aðstæður. Nefndin mun örugglega líta svo á að herða þurfi taumhaldið þegar verðbólga tekur sig upp með þessum hætti.“ Erna Björg bendir á að þrátt fyrir að húsnæðisverð lækki milli mán- aða hækki reiknuð húsaleiga sem er veigamikill þáttur vísitölu neyslu- verðs. Nú megi búast við vaxta- hækkun Seðlabankans sem þýði að húsnæðisverð þurfi að lækka um um það bil 0,8 prósent milli mánaða til að framlag reiknaðrar húsaleigu verði hlutlaust. Arion banki gerir ráð fyrir því að reiknuð húsaleiga virki til hækkunar verðbólgu vísi- tölunnar á næstu mánuðum þrátt fyrir verðlækkanir á húsnæðis- markaði. n olafur@frettabladid.is UTmessan verður haldin í Hörpu föstudaginn 3.  febrúar. Þar verða afhent Upplýsinga tækniverðlaun Ský, heiðursverðlaun fyrir framúr- skarandi framlag til upplýsinga- tækni á Íslandi. Einnig verða afhent verðlaun í undirflokkum. Á laugardaginn verður síðan opið hús allan daginn fyrir almenn- ing. Meðal þess sem ber fyrir augu verður elsti tölvubúnaður á Íslandi, kannski í síðasta sinn. Ekki er gefið upp hver eru tilnefnd til aðalverðlaunanna, Upplýsinga- tækniverðlauna Ský. Þar var hægt að tilnefna einstakling, fyrirtæki eða verkefni sem hefur skarað fram úr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti. Það er Guðni Th. Jóhannes- son, forseti Íslands, sem afhendir verðlaunin í Eldborgarsal Hörpu. Auk aðalverðlaunanna verða veitt verðlaun í fjórum undirflokkum. Í f lokknum UT-fyrirtækið 2022 eru tilnefnd fyrirtækin AwareGO, sem sérhæfir sig í mannlega þætt- inum þegar kemur að netöryggi, Gangverk, sem þróar lausnir fyrir fyrirtæki sem starfa á alþjóðamark- aði, og Kolibri, sem talið er standa framarlega þegar kemur að fyrir- tækjamenningu og fjölbreytileika. Í f lokknum UT-Sprotinn 2022, sem er fyrir fyrirtæki sem hafa verið starfandi síðastliðin 1–6 ár og bjóða lausnir sem vakið hafa athygli, eru tilnefnd fyrirtækin indó spari- sjóður, sem býður bankaþjónustu með lítilli yfirbyggingu, Smitten, sem er vinsælasta stefnumóta- appið á Íslandi, og Snerpa Power, sem býður lausn fyrir stórnotendur (iðnað) á raforkumarkaði sem leiðir til bættrar nýtingar auðlinda og aukinnar samkeppnishæfni. Í f lokknum UT-Stafræna þjón- ustan 2022, sem ætlaður er lausn- um sem skara fram úr og einfalda líf fólks, eru tilnefnd fyrirtækin CERT-IS, sem hefur tekið stór skref í að stuðla að bættu netöryggi og við- bragðsgetu innan íslenskrar netlög- sögu, umferdin.is, sem er nýr vefur Vegagerðarinnar, gagnvirkur og á að auðvelda aðgengi vegfarenda að upplýsingum um færð á vegum, og Landspítalaapp fyrir sjúklinga, sem ætlað er að gefa sjúklingum betri innsýn í meðferðina, bæta upplifun þeirra og gera þeim kleift að taka virkan þátt í meðferð sinni. Í f lokknum UT-Fjölbreytileika- fyrir mynd 2022, sem ætlað er að vekja athygli á því sem vel er gert og styðja fjölbreytileika og gott fordæmi, eru tilnefnd Ada Konur á Instagram, sem hvetur ungar konur til að sækja nám í tölvunar- fræði, Guðrún Valdís Jónsdóttir, upplýsingaöryggisstjóri Syndis, sem er leiðandi sérfræðingur í öryggis- og tæknigeiranum hér á landi og erlendis, og Inga Björk Margrétar Björnsdóttir, sem hefur verið leiðandi í umræðu um stafræn aðgengismál og stafrænar hindranir sem fylgt geta þeirri öru þróun sem verið hefur í tæknigeiranum síðustu ár. Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský og UTmess- unnar, segir ánægjulegt að UT-mess- an verði nú aftur opin fyrir almenn- ingi eftir tveggja ára hlé. „Við erum mjög spennt að geta leyft fólki að koma og sjá það sem er að gerast í tæknigeiranum á Íslandi núna á laugardaginn.“ Hún segir spennuna skína úr and- litum gesta og þá sérstaklega ungu kynslóðarinnar við að komast í færi við alls kyns tól og tæki ásamt því að prófa sýndarveruleika og leika með lítil vélmenni. „Vísinda-Villi verður með þrjár sýningar í Eldborg þar sem hann gerir tilraunir, auk þess sem hægt er að fylgjast með Hönn- unarkeppni HÍ. Boðið verður upp á að prófa rafíþróttir og foreldrar og börn geta fengið fræðslu um hvað rafíþróttir eru í raun og veru,“ segir Arnheiður. Hún segir rúsínuna í pylsuend- anum svo vera sýningu á elsta tölvubúnaði landsins, en sett hefur verið upp stórsýning á fjölda tækja, svo sem gataspjaldavélum, fyrsta snerti bank anum og öðrum risa- tölvum og svo gæti farið að þessi tæki verði ekki aftur til sýnis þar sem engin söfn hafi áhuga á að taka við þessum dýrmæta og sögulega búnaði. Um 50 tæknifyrirtæki verða með bása í Hörpu. Þar verða alls kyns þrautir og leikir sem draga fram hversu fjölbreyttur tæknigeirinn er, en eitt aðalmarkmið opna tækni- dagsins er að sögn Arnheiðar að vekja áhuga fólks og hvetja unga sem aldna til að velja sér hann sem framtíðarvettvang, en viðvarandi skortur er á tæknifólki um allan heim. Tæknidagur UTmessunnar, sem opinn er öllum almenningi, er laug- ardaginn 4. febrúar klukkan 10–7 í Hörpu. Frítt er inn. n Hækkun verðbólgu í janúar er að mestu til komin vegna hækkana á búsi, bílum og búvör- um. Þessi kostnaðar- liðir eiga það sameigin- legt að hið opinbera stýrir verði þeirra að verulegu leyti með álögum. Neytendasamtökin Líkur á óbreyttum vöxtum og jafnvel lækkunum síðar á árinu fara dvínandi við þessar aðstæður. Una Jónsdóttir, aðalhagfræðing- ur Landsbankans Janúarmælingin hefur þar af leiðandi ekki kúvent verðbólguhorf- unum, þótt þær hafi lítillega versnað. Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðing- ur Arion banka Við erum mjög spennt að geta leyft fólki að koma og sjá það sem er að gerast í tæknigeir- anum á Íslandi núna á laugardaginn. Arnheiður Guð- mundsdóttir, framkvæmda- stjóri Ský og UTmessunnar UTmessan í Hörpu opin almenningi á laugardaginn Hægt er að bjástra við marg spennandi í Hörpu á UTmessunni á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Nær örugglega vaxtahækkun í næstu viku Hagfræðingar telja nær víst að peningastefnunefnd undir forystu Ásgeirs Jónssonar muni hækka vexti í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 8 MARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 1. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.