Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 28
Hún fór yfir á Morgun- blaðið þegar pabbi fór þangað og svo held ég að hún hafi endað ævina á Dagblað- inu. Ástþór Gíslason Fiskverkakonan Sigga Vigga hlýtur með réttu að geta talist fyrsta íslenska mynda- söguhetjan en hún kom víða við sem slík í dagblöðum á síðustu öld. Fimm bækur Gísla J. Ástþórssonar um hana hafa lengi verið ófáanlegar en afkomendur hans vinna nú að veglegri endurútgáfu þeirra í tilefni þess að Gísli hefði orðið 100 ára í apríl. toti@frettabladid.is Gísli J. Ástþórsson var framsækinn blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur og teiknari en myndasögur hans um ævintýri Siggu Viggu teljast til fyrstu kynslóðar íslenskra mynda- sagna og er fyrsta bók seríunnar jafnframt talin fyrsta útgefna íslenska myndasögusafnið. „Hún birtist fyrst í Alþýðublað- inu 1959 og var svona nokkurn veg- inn fullsköpuð í lok þess árs,“ segir Ástþór Gíslason, sjávarlíffræðingur og sonur Gísla J. Ástþórssonar, höf- undar hinna rómuðu myndasagna um Siggu Viggu sem birtist lands- mönnum fyrst reglulega á síðum Alþýðublaðsins. „Ég held reyndar að hann hafi ekki verið þar nema fjögur eða fimm ár og hún fór síðan yfir á Morgunblaðið þegar pabbi fór þangað og svo held ég að hún hafi endað ævina á Dagblaðinu. Sigga Vigga var sennilega fyrsta teiknimyndapersónan sem öðlað- ist svona sjálfstætt líf í seríu sem birtist í mörg ár. Jafnvel áratugi held ég ef allt er talið og þótt ég segi sjálfur frá þá held ég að óhætt sé að segja að hún hafi verið einstök að því leyti að hún var spratt upp úr íslenskum veruleika eins og hann var þá. Sjómennsku, fiskvinnslu og slíku.“ 100 ára afmælisútgáfa Gísli gaf einnig út fimm mynda- sögubækur um Siggu Viggu sem komu út á árabilinu 1978–1980. Þær hafa lengi verið ófáanlegar en Ástþór og börnin hans, Sunna og Eldar, stefna á veglega viðhafnarútgáfu á bókunum sem þau vonast til að geta gefið út í tengsl- um við yfirlitssýningu um fjölbreytilegan feril Gísla sem verður opnuð í Bókasafni Kópavogs þann 16. mars. „Hann pabbi hefði orðið 100 ára núna í apríl og af því tilefni erum við að skipu- leg g ja s ý n i ng u á verkum hans í mars og apríl og í tengslum við það kom upp sú hug- mynd að endurútgefa my ndasög ubæk u r nar. Það var svona rótin að þessu,“ segir Ástþór. Fjölskylduverkefni Au k Su nnu og Eldars kemur tengdasonur Ást- þórs, Chris Petter Spilde, að útgáfunni en hann heldur utan um hönnun og u mbrot þa r sem áherslan er á að koma öllum höfundareinkenn- um Gísla til skila með því að halda í upprunalegt útlit og snið, uppsetningu og pappír. „Það má alveg segja að þetta er svona fjölskyldu- prójekt sem er að hluta fjármagnað í gegnum Karolínu,“ heldur Ástþór áfram en fjölskyldan stefnir að hópfjármögnun útgáfunnar á Kar- olinafund.com. Þegar þetta birtist hafa um 50 prósent safnast þegar 33 dagar eru enn til stefnu. Upplag útgáfunnar verður tak- markað þannig að væntanlega er rétt að benda áhugasömum á að vera ekkert að slóra við að leggja í púkkið? „Jú, jú. Endilega. Við erum bara þakklát fyrir alla sem drífa sig í það.“ Lífið er saltfiskur Bókaflokkurinn Sigga Vigga og t ilveran dreg ur upp mannlega, broslega og beitta mynd af íslenskum sjávar- útvegi og fiskvinnslu. Sigga Vigga hefur unnið í saltfiski hjá Þorski h/f síðan hún man eftir sér, er ósérhlífin, skap- góð og dugleg þannig að hún lendir oftast í verstu verkefnunum. Henni verður þó aldrei misdægurt en þarf grun- samlega oft að vera við jarðarför ömmu sinnar þegar landsleik ber upp á vinnudag. Bjartsýni Blíðu, bestu vinkonu Siggu Viggu, er óbilandi og hún er stöðugt á eftir kærasta sem helst þarf að eiga trillu og forskalað hús. Ástþór útilokar ekki að líta megi á Siggu Viggu sem ein hvers konar verkalýðs- hetju og sem slík eigi hún mögulega erindi við samtím- ann. „Já, það má vel vera. Hún var náttúrlega þeim megin og hún og Blíða voru í svona eilífu stríð við forstjórann Gvend hjá Þorski h/f.“ Sem eigandi Þorsks h/f var Sigga Vigga á færibandinu þokast nær Bækurnar um Siggu Viggu n Sigga Vigga og tilveran (1978) n Fjörutíu og sjö snúðar (1979) n Sigga Vigga og þingmaður- inn (1979) n Sigga Vigga í steininum (1980) n Stattu klár Sigga Vigga (1980) Gísli J. Ástþórsson (1923–2012) Gísli J. Ástþórsson fæddist í Reykjavík 5. apríl 1923 og var á sinni tíð þekktur sem blaða- maður, ritstjóri, rithöfundur, pistlahöfundur og teiknari. Hann lærði blaðamennsku i háskóla í Bandaríkjunum árin 1943–45 og var senni- lega fyrsti menntaði íslenski blaðamaðurinn. Gísli sló nýjan tón í blaða- mennsku á Íslandi og lagði áherslu á fréttaflutning óháð flokkspólitík. Hann var einnig fjölhæfur listamaður og eftir hann liggja skáldsögur, smá- sögur, barnabók og leikrit, auk myndasögubóka um Siggu Viggu. Einnig var hann með þætti í útvarpi. Fyrstu árin að loknu námi starfaði Gísli á Morgunblað- inu. Þaðan lágu leiðir Gísla víða, til sjós og lands. Hann stofnaði meðal annars og ritstýrði blaðinu Reykvíkingi, var ritstjóri Vikunnar og síðar Alþýðublaðsins sem undir stjórn Gísla efldist mjög undir formerkjum harðrar og óháðrar blaðamennsku sem og vandaðs umbrots. Á Alþýðublaðsárunum birtust einnig fyrstu ádeilu- teikningar Gísla, til að mynda ævintýri Siggu Viggu. Gísli sneri aftur til Morgunblaðsins árið 1973, stýrði meðal ann- ars Sunnudagsblaðinu og hélt áfram að birta ádeilumyndir. Ber þar kannski hæst skop- myndaseríuna Þankastrik. Gísli var einkar fjölhæfur og eftir hann liggja átta bækur, skáldsögur og smásagna- söfn, fjögur leikrit, þar af þrjú sjónvarpsleikrit, pistlar, teikningar, bækurnar fimm um Siggu Viggu auk teikni- myndasafnsins Plokkfisks. Gísli J. Ástþórsson kom víða við á nær hálfrar aldar blaða- mannsferli. Upphafið Þann 9. maí árið 1959 birtist skopmynd í Alþýðublaðinu eftir Gísla J. Ástþórsson, blaðamann, rithöfund og teiknara. Myndin birtist í miðju þorskastríði og sýndi litla stelpuskjátu í stígvélum og með naglaspýtu; hún hafði grætt breskan flotaforingja með hrekkjum sínum. Myndin vakti mikla athygli og birtist á síðum erlendra stórblaða, meðal annars í London Times. Í kjölfarið óx orðstír og ásmegin stúlkunn- ar, og fiskverkakonan knáa Sigga Vigga varð til. Gvendur í sífelldum kröggum, rembdist við að vera harður hús- bóndi og grét á útborgunardögum. „En það var samt eitthvað gott í Gvendi líka. Hann var ekki alvond- ur,“ segir Ástþór og hlær og bætir við að auðmenn liðins tíma hafi kannski ekki verið alveg í Excel- örkinni. Magnaðar sögur Allar bækurnar fimm verða saman í öskju í viðhafnarútgáfunni og fjölskyldan hefur fengið Úlf hildi Dagsdóttur, bókmenntafræðing og myndasögusérfræðing, til þess að rita formála. „Okkur fannst gott að fá hana og hún var meira en til og þetta verður allt saman í kassanum. Bækurnar fimm og svona formálahefti með,“ segir Ástþór. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson, sá mikli mynda- sögumaður, verður auk Úlf hildar með erindi á opnun yfirlitssýning- arinnar í mars en hann hefur áður haft þetta um Siggu Viggu að segja: „Sögurnar um Siggu Viggu eru magnaðar. Ekki bara vegna þess að þær tilheyra fyrstu kynslóð íslenskra myndasagna, heldur vegna yrkisefnisins.“ Ástþór segir sýninguna þó víð- feðmari en svo að þar sé lífið bara saltfiskurinn hennar Siggu Viggu. Þar verði leitast við að gera rit- höfundinum, blaðamanninum, og teiknaranum skil. „Við erum náttúrlega með ýmislegt úr búi pabba og mömmu og þegar við fórum svona að róta í hans dóti þá sá maður kannski að hann var tals- vert afkastamikill. Bæði í þessum teiknimyndaseríum og rithöf- undarferillinn var nokkuð langur líka.“ n Ástþór Gíslason segir viðhafnarútgáfu teiknimyndasagna föður síns hálfgert fjölskylduverkefni enda standa börnin hans, Sunna og Eldar, við færibandið ásamt honum og tengdasyninum Chris Petter Spilde. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þjóðhetjan og fiskvinnslu- konan Sigga Vigga hyggur á löngu tímabæra endurkomu. 24 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 1. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.