Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 22
ÞETTA GERÐIST | | 1. FEBRÚAR 1904 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Kristbjörnsson kafari, Köldulind 4, Kópavogi, lést í faðmi fjölskyldunnar fimmtudaginn 19. janúar á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi, þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13.00. Fjölskyldan þakkar starfsfólki nýrnadeildar Landspítalans fyrir einstaka umönnun. Gemma Fernandez Kristbjörnsson Þórarinn Einarsson Sue Naidoo Sigrún Birna Einarsdóttir Vilhjálmur Sverrir Pétursson Kristbjörn B. Einarsson Margrét Sævarsdóttir Katrín Einarsdóttir Guðmundur Guðmundsson Gísli Einarsson Einar Valur, Kjartan Daníel, Adam, Sara Louisa, Ólöf Jóna, Natalía Embla, Tinna María, Sigríður Katla, Óskar Breki, Katrín, Carmen Helga, Ólafur Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Sæmundsson Safamýri 71, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 24. janúar sl. Ingvar Kristinsson Sólveig Guðlaugsdóttir Sæmundur Kristinsson Stella Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Árni Gunnlaugsson frá Skógum, lést á Hrafnistu Laugarási þann 29. janúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13.00. Guðný Árnadóttir Kristinn Karl Dulaney Vilhjálmur Árnason Ylfa Þorsteinsdóttir Guðmundur Heiðmar Árnason Áslaug Kjartansdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Magnea Guðrún Magnúsdóttir Stóragerði 10, Vestmannaeyjum, lést á HSU í Vestmannaeyjum sunnudaginn 29. janúar. Útför hennar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 9. febrúar klukkan 13. Hannes Haraldsson Hafdís Hannesdóttir Jóhann Þór Jóhannsson Haraldur Hannesson Anna Ólafsdóttir Hafþór Hannesson Þorbjörg Hanna Ögmundsdóttir og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ólafur Magnús Bertelsson fv. flugumsjónarmaður, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Hafnarfirði 18. janúar. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju, 3. febrúar kl. 13.00. Bertel Ólafsson Unnur Sandholt Sigurbjörg Jódís Ólafsdóttir Guðbjartur F. Guðbjartsson og barnabörn Hannes Hafstein, ráðherra og skáld. Þennan dag árið 1904 fengu Ís- lendingar heimastjórn, þingræði var fest í sessi og Stjórnarráð Íslands var stofnað. Ráðherra Íslands fékk að- setur í Reykjavík, sem varð miðstöð stjórnsýslu. Hannes Hafstein gegndi fyrstur embætti ráðherra en hann var sýslu- maður á Ísafirði og skáld. Embættinu fylgdu meiri völd og ábyrgð en nokk- urri stöðu á Íslandi öldum saman. Í sérmálum Íslands tók ráðherrann við því valdi sem danska stjórnin hafði áður. Hannes var ráðherra til ársins 1909 þegar hann varð bankastjóri Íslands- banka. Hann varð svo ráðherra í annað sinn 1912 og gegndi embætt- inu til 1914. Með heimastjórninni hófst mikið framfaraskeið á Íslandi og var það eitt stærsta skrefið í baráttu þjóðar- innar fyrir sjálfstæði. Íslandsbanki tók meðal annars til starfa og fór að veita lán til framkvæmda. Erlent fjármagn streymdi inn í landið, togaraútgerð hófst og sæsími var lagður til lands- ins. Hús var reist yfir landsbókasafn og drög að háskóla voru lögð fram. Þetta ár kom einnig fyrsti bíllinn til landsins. Heimastjórnartímabilið stóð til 1. desember 1918 þegar sam- bandslögin gengu í gildi og Íslend- ingar fengu fullveldi. n Íslendingar fengu heimastjórn Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í dag fer fram málþing á ensku um stöðu fólks í „umborinni dvöl“ á Íslandi í kjölfar skýrslu Rauða krossins. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður er umræðu- stjóri og segir að von sé á fjörlegu þingi enda hafa þessi mál verið í brennidepli að undanförnu. benediktboas@frettabladid.is Í tilefni af skýrslu Rauða krossins á Íslandi um stöðu fólks í umborinni dvöl á Íslandi efna Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og Rauði krossinn á Íslandi til fyrirlesturs og pallborðsum- ræðna í dag. Fer viðburðurinn fram á ensku í stofu L-101 í Lögbergi og er ókeypis inn. Fjallað verður um erfiða stöðu fólks í umborinni dvöl, það er fólks sem hefur fengið lokasynjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd en ekki er hægt að vísa úr landi. Fyrirlesarar eru þau Karla Isabel Johnson, verkefnastjóri Rauða kross- ins á Íslandi og einn skýrsluhöfunda, Jasmina Vajzovic Crnac, leiðtogi alþjóðateymis Reykjavíkurborgar, Albert Björn Lúðvígsson, fulltrúi hjá Claudia & Partners Legal Services og stundakennari við Háskóla Íslands, og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður á Rétti og stjórnarmaður í Mannrétt- indastofnun Háskóla Íslands, en hún er einnig umræðustjóri. Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannrétt- indastofnunar Háskóla Íslands, stýrir fundinum. Niðurstöður rannsóknar Rauða krossins á Íslandi sýndu meðal annars takmarkaða möguleika einstaklinga í umborinni dvöl til þess að lifa mann- sæmandi lífi. Kemur það einkum fram vegna erfiðleika við að fá úthlutaða kennitölu, erf iðleika og stundum ómöguleika við öflunar atvinnuleyfis, þess að börn sem fædd eru á Íslandi eru með óskilgreint ríkisfang, erfitt er að fullnægja grunnþörfum og margir búa við versnandi heilsufar. Sigrún Ingibjörg segir að rædd verði lagaleg álitamál sem koma til skoðunar í tengslum við þá stöðu sem þessir ein- staklingar eru í. „Til umræðu verður efni skýrslunnar sem og gagnrýni á hana. Þessi mál hafa verið í brenni- depli undanfarið, meðal annars vegna fyrirliggjandi frumvarps til breytinga á útlendingalögum,“ segir hún. Í sumum tilvikum höfðu viðmælend- ur í skýrslunni dvalið hér réttindalausir í yfir fimm ár en flestir þeirra sem rætt var við hafa dvalið á Íslandi í fjögur ár. Allir viðmælendur kváðust vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins, vinna og sjá fyrir sér og sínum og höfðu mikla löngun til að lifa eðlilegu lífi. Í skýrslunni segir meðal annars að börn sem fæðast hér á landi hafi óviður- kenndan ríkisborgararétt. Börnin eru þannig skráð undir ríkisfangi foreldra sinna en heimaland foreldranna viður- Málþing um stöðu fólks í umborinni dvöl hér á landi Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Helstu niðurstöður skýrslunnar • Einstaklingar í umborinni dvöl hafa engin lagaleg réttindi hér á landi. • Flestir þeirra sem eru í umborinni dvöl geta ekki unnið vegna þess að þeim er ómögulegt að verða sér úti um atvinnuleyfi. • Börn viðmælenda RKÍ sem fæðast hér á landi eru með óskilgreint ríkisfang. • Viðmælendur RKÍ lýstu verulegum áhyggjum og mikilli andlegri og líkam- legri vanlíðan. • Einstaklingar í umborinni dvöl á Íslandi vilja lifa mannsæmandi lífi. Tillögur til úrbóta • Búa þarf til lagaramma sem tekur á aðstæðum umsækjenda sem fengið hafa lokasynjun á umsókn sinni en ekki er hægt að flytja úr landi, sem veitir þeim einhvers konar leið að löglegu dvalarleyfi hér á landi, umfram umborna dvöl. • Einfalda aðgengi að bráðabirgða- dvalarleyfi. • Skoða sérstaklega aðstæður og ríkisfang barna sem fæðst hafa hér á landi. Hvað er umborin dvöl? Umborin dvöl er hugtak sem notast er við í skýrslunni yfir einstaklinga sem fengið hafa lokasynjun á um- sókn sinni um alþjóðlega vernd en vegna sértækra aðstæðna geta íslensk stjórnvöld ekki framkvæmt brottflutning þeirra úr landi. Aftur á móti er hugtakið umborin dvöl ekki lagaleg skilgreining á stöðu þessa hóps hér á landi. Hug- takið er notað til að vísa í hópinn og undirstrika skert réttindi þeirra og takmarkaða möguleika til að breyta stöðu sinni. kennir þau ekki sem ríkisborgara. Þau hafa því ekki kennivottorð eða önnur gögn til þess að sýna fram á auðkenni sitt og búa því við afar viðkvæmar aðstæður. „Ætlunin með málþinginu er að leiða fram ólík sjónarmið, bæði um raun- veruleikann eins og hann blasir við ein- staklingum í þessari stöðu og fræðileg sjónarmið sem hafa þýðingu í þessu samhengi,“ segir Sigrún. Dómsmálaráðuneytið hefur gert athugasemdir við skýrsluna í sex liðum. Eftir kynningu á helstu niðurstöðum skýrslunnar verða pallborðsumræður og tekið við spurningum úr sal. n 18 TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 1. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.