Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 11
Kaup, sala og samruni fyrirtækja. • Verðmat • Ráðgjöf og undirbúningur fyrir sölumeðferðir • Milliganga um fjármögnun • Samningagerð kontakt@kontakt.is | 414 1200 |Ránargata 18, 101 Reykjavík www.kontakt.is Við kaupum gjald- eyrinn á ákveðnu gengi og við seljum hann svo til viðskipta- vina okkar á nákvæm- lega sama gengi. Haukur Skúlason, einn stofnenda indó Nýr íslenskur sparisjóður sem rekinn er samkvæmt hag- kvæmri áætlun býður við- skiptavinum upp á ódýrari bankaþjónustu. Einn af stofn- endum sjóðsins segist von- ast til að aðrir hefðbundnir bankar fari að bjóða sínum viðskiptavinum sambærileg kjör. helgisteinar@frettabladid.is Íslenski sparisjóðurinn indó var opnaður formlega í vikunni og er nú þegar kominn með rúmlega átta þúsund viðskiptavini. Indó var stofnaður af Hauki Skúlasyni og Tryggva Birni Davíðssyni með þann tilgang að bjóða fólki upp á öðruvísi bankastarfsemi á Íslandi. Samkvæmt tilkynningu sem sparisjóðurinn sendi frá sér í vik- unni mun indó bjóða upp á debet- kortareikninga til að byrja með en aukin þjónusta mun svo bætast við í náinni framtíð. Viðskiptavinir indó geta þar með stundað öll helstu bankaviðskipti líkt og hjá öðrum bönkum um leið og reikningur þeirra er tilbúinn. „Við erum bara öll pínu auðmjúk yfir því hversu vel þetta hefur geng- ið. Við erum búin að afnema bið- listann og nú geta allir náð í indó- appið og stofnað reikning á einni mínútu,“ segir Haukur Skúlason, einn af stofnendum indó. Haukur segist finna fyrir vilja innan samfélagsins til að breyta íslenskri bankastarfsemi. „Hlutirnir breytast ekkert af sjálfu sér þannig að við ákváðum bara að bretta upp ermarnar og breyttum þessu sjálf.“ Einn helsti munur á indó og öðrum bönkum er sá að viðskipta- vinir indó sleppa til dæmis við öll færslugjöld á debetkortafærslum sínum. Að sama skapi er ekkert gjaldeyrisálag eða önnur falin gjöld en allar innistæður viðskiptavina eru samt sem áður tryggðar upp að 100 þúsund evrum líkt og hjá öðrum bönkum á Íslandi. „Það er ekkert gjaldeyrisálag sem er oft laumað inn og smurt ofan á þegar þú ert til dæmis að kaupa þér ís úti á Tenerife. Við kaupum gjaldeyrinn á ákveðnu gengi og við seljum hann svo til viðskiptavina okkar á nákvæmlega sama gengi,“ segir Haukur. Spurður um það hvernig slík bankastarfsemi geti skilað hagn- aði útskýrir Haukur að líta þurfi til tveggja meginþátta. „Í fyrsta lagi eru hefðbundnir bankar með alls konar gjöld, en þeir eru líka með rosalega háan kostnað. Þetta eru fjölmennir vinnustaðir og það erum við ekki. Við erum 15 starfsmenn, ekki 1.500. Við þurfum ekki að flytja stuðlaberg yfir landið til að geta sett utan um húsið okkar. Við erum bara í leiguhúsnæði í Lág- múlanum og þannig náum við að halda þessum kostnaði niðri.“ Haukur bætir við að sem útgef- andi Visa-korta sé indó aðili að Visa International og fái þannig tekjur í gegnum veltu á hverri færslu. „Þegar þú ferð út í búð og kaupir þér eitthvað þá fáum við tekjur af þeirri þóknun sem söluaðilinn greiðir til Visa. Það gerir það að verkum að okkar viðskiptavinir greiða ekki neitt til okkar, en við fáum samt sem áður tekjur af velt- unni í gegnum Visa.“ Indó segist vona að með þessum breytingum á markaðnum muni samkeppnisaðilar bregðast við með því að bjóða sambærileg kjör og fella niður færslugjöld. Haukur segir þessi gjöld fyrst og fremst vera ósanngjörn og að hans sögn er stefna indó sú að fólk eigi ekki að þurfa að borga fyrir það að nota launin sín. n Átta þúsund viðskiptavinir nú þegar komnir til indó Tryggvi Björn Davíðsson og Haukur Skúlason, stofnendur indó. MYND/AÐSEND helgisteinar@frettabladid.is Dýragarðar í Bretlandi vara við því að Brexit muni hafa áhrif á æxlunar- tímabíl vísunda, nashyrninga, apa og annarra dýra. Fyrir útgöngu Bretlands úr Evr- ópusambandinu voru rúmlega 1.400 dýr reglulega f lutt á milli breskra dýragarða og evrópskra. Eftir Brexit hefur f lókin pappírs- vinna hins vegar orðið til þess að sá fjöldi dýra er núna kominn niður í 200. Yfir 75 dýraverndunarhópar í Bretlandi hafa skrifað opið bréf til forsætisráðherra landsins og skorað á hann að finna lausn á vandamál- inu. n Brexit hamlar flutningi á dýrum Breskir nashyrningar verða einmana á komandi Valentínusardegi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY helgisteinar@frettabladid.is Bandaríska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta að veita banda- rískum fyrirtækjum leyfi til að flytja út vörur sem ætlaðar eru kín- verska fyrirtækinu Huawei. Kínverski tæknirisinn hefur undanfarin ár glímt við útflutnings- bönn í tengslum við 5G-tækni og aðrar hátæknivörur, en sum banda- rísk fyrirtæki hafa hingað til fengið undanþágur til að selja fyrirtækinu hluti eins og 4G-snjallsímakubba. Mao Ning, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, segir Kín- verja mótfallna því að Bandaríkja- menn misnoti víðtækt hugtak þjóð- aröryggis til að halda kínverskum fyrirtækjum í skefjum. Hann segir þessa ákvörðun bandarískra yfir- valda fara gegn meginreglum mark- aðskerfisins og brjóti gegn reglum um alþjóðaviðskipti. Bandarískir embættismenn settu Huawei á svartan lista árið 2019 og þurftu þá f lest bandarísk fyrir- tæki að fá sérstakt leyfi til að geta selt vörur til Huawei. Sérfræðingar segja að ákvörðun Bidens endur- spegli herta stefnu ríkisstjórnar- innar gagnvart Huawei og nálgun kínverskra fyrirtækja að erlendri tækni. n Biden lokar á Huawei Huawei hefur verið á svörtum lista í Bandaríkjunum síðan 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Kaup, sala og samruni fyrirtækja. • Verðmat • Ráðgjöf og undirbúningur fyrir sölumeðferðir • Milliganga um fjármögnun • Samningagerð kontakt@kontakt.is | 414 1200 |Ránargata 18, 101 Reykjavík www.kontakt.is , s l s r i f rirt j . • Verð at • áðgjöf og undirbúningur fyrir sölu eðferðir • illiganga u fjár ögnun • Sa ningagerð kontakt@kontakt.is | 414 1200 |Ránargata 18, 101 Reykjavík www.kontakt.is FRÉTTABLAÐIÐ MARKAÐURINN 111. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.