Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 01.02.2023, Blaðsíða 7
Eftirlaunaaldur í Frakk­ landi var hækkaður 2010 úr 60 árum í 62. Lin mjaðmagrindar­ brotnaði eftir viðkynn­ ingu sína við páfagauk og er enn dofinn. benediktboas@frettabladid.is TAÍVAN Taívanskur maður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og sektaður um hartnær 13 milljónir íslenskra króna eftir að páfagaukur hans slasaði lækni. Samkvæmt Taiwan's Central News Agency fór læknirinn Lin úr mjaðmarlið og mjaðmagrindar- brotnaði eftir að hann datt af völd- um fuglsins þegar hann var úti að skokka. Gaukurinn, sem er af Scar- let macaw tegund, er 40 sentimetra hár og með 60 sentimetra vænghaf og mat dómstóllinn það svo að eig- andinn hefði átt að gera ráðstafanir enda ætti hann stórt gæludýr. Lin þurfti að fara á sjúkrahús og dvelja þar í viku. Hann sagði dóm- stólum að hann hefði ekki geta unnið í sex mánuði eftir slysið en hann er lýtalæknir og tjónið því mikið. „Hann getur nú gengið, en ef hann stendur í langan tíma, þá er enn dofi,“ sagði lögfræðingur læknisins við TVBS News í Taívan. Huang sagðist ætla að virða niðurstöðu dómstólsins en ætlar að áfrýja og heldur því fram að gaukurinn sé ekki árásargjarn og að bæturnar séu of háar. n Páfagaukur slasar taívanskan lækni Páfagaukur af tegundinni sem varð lækninum að falli. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY arnartomas@frettabladid.is BANDARÍKIN Vera Liddell, fyrrver- andi skólastarfsmaður í Chicago, hefur verið kærð fyrir stórfelld fjár- svik á 19 mánaða tímabili. Liddel er sögð hafa stolið meira en 11 þúsund pökkum af kjúklinga- vængjum og 1,5 milljónum Banda- ríkjadala af skattfé almennings. Saksóknarar halda því fram að Liddell hafi lagt fram hundruð óleyfilegra pantana á matvöru, einkum á kjúklingavængjum, til stærsta heildsala skólahverfisins. Þá segja saksóknarar að Liddell hafi sótt matvælin á merktum vagni skólaumdæmisins en þau hafi aldrei ratað til skólanna. n Stal tugþúsundum kjúklingavængja Liddell er sökuð um að hafa stolið 11 þúsund pökkum af vængjum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Stoltenberg heimsækir Japan Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, situr um borð í F-2A orrustuþotu japanska varnarliðsins á Iruma-flugvelli í Sayama. Hann hvatti til aukinnar sam- vinnu við Japan þar sem öryggishagsmunir landsins og NATO væru nátengdir. Áður bað hann Suður-Kóreu um að auka stuðning við Úkraínu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Langt er síðan Ísland hefur talað fyrir því að samningurinn taki ekki sérstaklega til fiskveiða. Úr svari þriggja ráðuneyta kristinnhaukur@frettabladid.is UTANRÍKISMÁL Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráð- herra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráð- herra, lögðu fram sameiginlegt minnisblað um afstöðu Íslands í viðræðum um nýjan úthafssátt- mála Sameinuðu þjóðanna á ríkis- stjórnarfundi 23. janúar. Eins og sagði í Fréttablaðinu í fyrra hefur gengið erfiðlega að koma saman verndarsáttmála úthafanna (BBNJ). Umhverf issinnar saka Íslendinga og nokkrar aðrar þjóðir um að vilja halda fiskveiðum utan sáttmálans. Fimmta samningalotan fór fram í New York í ágúst en var frestað til 20. febrúar. Samkvæmt svari ráðuneytanna til Fréttablaðsins segir að vonir standi til að samningar takist á þessum fundi. Ísland sé í svokölluðu metnaðarbandalagi og vilji hagnýt- an og vandaðan samning sem fyrst. „Þó að kjarnaatriðin í afstöðu Íslands séu enn óbreytt frá því við- ræður hófust hefur nálgunin breyst í takt við þróun viðræðanna,“ segir í svarinu. „Nú er orðið ljóst að BBNJ- samningurinn mun ekki snúa með beinum hætti að fiskveiðistjórnun, og þau málefni verða þar af leiðandi ekki til umræðu í komandi viðræðu- lotu. Langt er síðan Ísland hefur talað fyrir því að samningurinn taki ekki sérstaklega til fiskveiða.“ Í ágúst hafi Ísland tekið þátt í gerð málamiðlunar um þann kafla sem líklegastur sé til að hafa áhrif á fiskveiðar, um svæðisbundnar ráð- stafanir og verndarsvæði. „Sú mála- miðlun nýtur breiðs stuðnings og er því stutt í að sá kafli sé í höfn með hætti sem Ísland sættir sig við.“ n Vilja ljúka gerð úthafssáttmála í mánuðinum Mótmæli hófust á ný í Frakk- landi í gær þar sem mikil óánægja ríkir um áform Emmanuel Macron um að hækka eftirlaunaaldur. Frakk- landsforsetinn segir breyting- arnar nauðsynlegar. arnartomas@frettabladid.is FRAKKLAND Mótmæli fóru fram víða í Frakklandi í gær þar sem mik- ill fjöldi mótmælenda hélt á götur út. Átta stór stéttarfélög tóku þátt í mótmælunum þar sem almenn- ingssamgöngur og skólastarfsemi var hindruð. Mótmælin beinast gegn áformum Emmanuel Macron Frakklandsfor- seta um að hækka eftirlaunaaldur- inn í Frakklandi úr 62 árum upp í 64. Þótt verkalýðsfélögunum og lög- reglu komi ekki saman um heildar- fjölda mótmælenda virðast þau þó sammála um að hann sé hærri en þegar breytingunum var síðast mót- mælt 19. janúar. Skoða na k a nna nir sý na að mikill meirihluti Frakka er and- vígur breytingunum, en Macron virðist ekki ætla að haggast. Sagði hann meðal annars á mánudag að umbæturnar væru „nauðsynlegar til að tryggja lífeyriskerfið“. Mac- ron gerðu áður tilraun til að breyta kerfinu árið 2019 en hætti við þegar Covid skall á. Þar sem Endurreisnarf lokkur Macron hefur ekki meirihluta á franska þinginu mun forsetinn neyðast til að treysta á stuðning frá um sextíu þingmönnum Repúbl- ikanaflokksins. Þar er ekki á vísan að róa því að þótt þeir séu margir hlynntir lífeyrisumbótum hafa sumir þingmannanna varað við því að þeir gætu greitt atkvæði gegn breytingunum. Að sög n r ík isstjór nar innar myndu breytingarnar á lífeyriskerf- inu skila um 17,7 milljörðum evra til viðbótar í lífeyrisiðgjöld. Stéttar- félög hafa bent á að aðrar leiðir séu mögulegar til að afla tekna, svo sem að skattleggja hina ofurríku. Eftirlaunaaldurinn var áður hækkaður árið 2010 þegar ríkis- stjórn Nicolas Sarkozy, þáverandi Frakklandsforseta, lét hækka hann úr 60 árum upp í 62 ár. Mörg af nágrannalöndum Frakk- lands hafa nú þegar hækkað eftir- launaaldurinn sem er 67 ár á Ítalíu og í Þýskalandi, 66 ár í Bretlandi og 65 ár á Spáni. n Telja of seint að fara á eftirlaun 64 ára Hvar er félagslega réttlætið? spyr einn mótmælenda í París á skilti sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTIR 71. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.