Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 4
Mér finnst þetta svo stórkostlegt að þeir skyldu gera þetta fyrir mig. Ég eiginlega á varla til orð. Margrét Sigríður Guðmundsdóttir Ég tók samviskusam- lega þátt ásamt mörg- um öðrum og var svo alveg steinhissa. Kristín Njálsdóttir, vinningshafi Covid-19 er atvinnu- sjúkdómur fólks í heilbrigðisgreinum og félagsþjónustu. v Til að taka þátt í leiknum þarft þú að 1) Finna PLAY flugvélina á flugi í Fréttablaðinu. 2) Segja okkur á hvaða blaðsíðu þú fannst PLAY flugvélina og skrá það á www.frettabladid.is/lifid/playleikur Fréttablaðið og PLAY ætla að bjóða heppnum lesanda Fréttablaðsins 100.000 króna gjafabréf frá PLAY í hverri viku fram að 11. febrúar. Finnur þú á flugi í Fréttablaðinu? kristinnhaukur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Willum Þór Þórs- son heilbrigðisráðherra hefur lagt fram drög að reglugerð um að vernd almannatrygginga nái til atvinnu- sjúkdóma. Reglugerðin byggist á leiðbeiningum ESB. Atvinnusjúkdómar eru í fyrsta skipti skilgreindir hér á landi. Það eru sjúkdómar sem orsakast af vinnu fólks, svo sem vegna útsetn- ingar gagnvart efnum. Með reglu- gerðinni verða að vera skýr tengsl milli útsetningarinnar og varan- legra skaðlegra áhrifa á heilsu hans. Atvinnusjúkdómar eru mýmarg- ir. Meðal þeirra eru heilaáverkar vegna leysiefna, húðsjúkdómar og krabbamein vegna snertingar við ákveðin efni, innöndunarsjúkdóm- ar eins og steinlunga vegna asbests eða lungnasjúkdómar tengdir innöndun á álgufu, stífkrampi og sníkjudýrasjúkdómar sem berast frá dýrum og heyrnarskemmdir vegna hávaða. Þá er Covid-19 á lista fyrir fólk sem starfar í heilbrigðis- geiranum eða við félagsþjónustu. n Vinnutengdir sjúkdómar bættir gar@frettabladid.is LEIKIR „Þetta er geggjað og kom mér mjög skemmtilega á óvart,“ segir Kristín Njálsdóttir, nýr vinnings- hafi í gjafaleik Fréttablaðsins og Play. Kristín segir samstarfskonu sína hafa bent sér á leikinn sem gengur út á að finna falda flugvél frá Play á síðum Fréttablaðsins og senda inn svar. Vikulega er dregið út gjafabréf að andvirði 100 þúsund krónur. Kristín er vinningshafi númer tvö í leiknum. „Ég tók samviskusamlega þátt ásamt mörgum öðrum og var svo alveg steinhissa,“ segir Kristín um útkomuna. „Okkur hjónunum finnst rosa- lega gaman að ferðast. Börnin okkar eiga bæði stórafmæli á árinu og við höfum talað um að bjóða þeim í borgarferð. Ég hugsa að þetta nýtist mjög vel upp í það,“ segir Kristín ánægð með sinn hlut. „Ég get ekki verið svona frek og er bara svo glöð með þetta en held ég láti manninn gera það,“ svarar Kristín spurð hvort hún muni ekki halda áfram leitinni að þotunum. n Kristín fann Playþotur og vann sér inn gjafabréf Kristín Njálsdóttir segir létt að finna Playþotuna í blaðinu. MYND/AÐSEND Margrét Sigríður Guðmunds- dóttir, sextug kona með MS- sjúkdóminn sem sá fram á að verða heimilislaus í desember síðastliðnum, sér nú loks fram á bjartari tíma. Fyrir tilstilli MS-félagsins og Öryrkja- bandalagsins flytur hún í eigin íbúð í mars. helenaros@frettabladid.is FÉLAGSMÁL „Ég gæti ekki verið glaðari, það er eiginlega ekki hægt að segja annað,“ segir Margrét Sig- ríður Guðmundsdóttir sem fyrir tveimur árum var flutt á hjúkrunar- heimili áratugum of snemma vegna úrræðaleysis ríkis og sveitarfélaga. Margrét Sigríður hefur glímt við MS-sjúkdóminn í níu ár og þarf mikla aðhlynningu. Hún er með lögheimili í Kópavogi en bærinn hefur ekki getað útvegað viðeigandi búsetuúrræði og vísar ábyrgðinni til ríkisins. Ríkið vísar hins vegar ábyrgðinni til sveitarfélagsins. Fyrr í vetur sagði forstjóri hjúkr- unarheimilisins upp samningi við Margréti Sigríði og sagði þjónustuna við hana ekki fara saman við þjón- ustu aldraðra. Margrét Sigríður átti að vera flutt út 1. desember síðastliðinn en fékk að dvelja lengur þar sem Kópa- vogsbær gat ekki komið til móts við hana og hefur í raun ekki enn gert. Að sögn Margrétar Sigríðar setti MS-félagið sig í samband við Öryrkjabandalagið í vetur og þá fyrst hafi hjólin farið að snúast. Á mánudag skrifaði Öryrkjabanda- lagið undir kaupsamning á íbúð í Kópavogi fyrir Margréti Sigríði sem hún fær afhenta í mars. „Kópa- vogsbær sá sér ekki fært að útvega mér íbúð. Auðvitað gátu þeir alveg gert þetta sama og íbúðin er í þeirra sveitarfélagi. Þeir báru bara fyrir sig að þeir ættu engar lausar íbúðir sem hentuðu mér,“ segir Margrét Sig- ríður og bætir við að bærinn hefði getað leyst þetta með sama hætti og Öryrkjabandalagið gerði. „Mér finnst þetta svo stórkost- legt að þeir skyldu gera þetta fyrir mig. Ég eiginlega á varla til orð,“ segir Margrét Sigríður. Hún hefur fengið samþykktan NPA-samning og stendur nú í ströngu við að taka væntanlegt framtíðar starfsfólk í viðtöl. Til viðbótar við venjulegan NPA- samning fór hún fram á viðbót frá Kópavogsbæ. NPA-samningur gerir ráð fyrir einum starfsmanni allan sólarhringinn en í tilfelli Margrétar Sigríðar þarf hún tvo starfsmenn nokkrum sinnum yfir sólarhringinn öryggisins vegna. „Því var synjað hjá Kópavogsbæ,“ segir hún en bætir við að það standi í lögum að þegar verið sé að sinna einstaklingi þar sem nota þarf lyftara og segl sem hjálpar- búnað þurfi að vera tveir starfsmenn til að tryggja öryggi einstaklingsins og starfsmanna. Margrét Sigríður segist ekki vita hvernig Kópavogsbær komi til með að leysa málið enda dragi þeir sífellt lappirnar í máli hennar. Hún segist þó vona að málið leysist og lítur björtum augum á framtíðina. „Ég þori samt ekki alveg að hleypa fiðrildunum af stað strax í mag- anum. Maður er aðeins að reyna að halda sér á jörðinni,“ segir Mar- grét Sigríður sem sér f lutninginn af hjúkrunarheimilinu og um leið frelsið í hillingum. n Löng rússíbanareið Margrétar á enda Margrét Sig- ríður Guð- mundsdóttir sér flutninginn af hjúkrunar- heimili og um leið frelsið í hillingum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK helgisteinar@frettabladid.is SAMGÖNGUR Í dag mun rafskútufyr- irtækið Hopp og Kolviður undirrita samning um kolefnisjöfnun á öllum útblæstri sem tengist rekstri fyrir- tækisins. Með þessum samningi vill Hopp ná útblæstri á hvern kíló- metra niður í núll grömm. „Það er miklu verra að þrífa upp skaða eftir sig frekar en bara að sleppa því að gera skaðann í fyrsta lagi,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopps. n Jafna útblástur Eyþór segir Hopp hafa verið með rafbíla frá byrjun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 2. FEBRÚAR 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.