Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 22
Kasper og Jesper og Jónatan og sí svanga ljónið þeirra, Bastían bæjarfógeti og Soffía frænka og aðrir íbúar Kardemommubæjar birtast á hvíta tjaldinu nú í febrúar. Lífið í indæla Kardemommu­ bænum væri svo ljúft ef ekki væri fyrir árans ólátabelgina Kasper, Jesper og Jónatan sem eru alltaf að brjótast inn hjá nágrönnum sínum. Hjá þeim er allt á rúi og stúi og heimilið eins og óhreina taus­ karfa. Þeir búa með ljóninu sem er sí hungrað og þá bráðvantar ráðskonu. Þeir kokka upp áætlun um að ræna Soffíu frænku sem er fræg fyrir að hafa alla hluti í röð og reglu. Þeir hrinda áætlun sinni í fram­ kvæmd og ná í Soffíu frænku eina nóttina. Þegar hún vaknar kemur hins vegar í ljós að hæfileikar hennar felast ekki síður í stjórnun en þrifum. Hún stjórnar ræningj­ unum með harðri hendi og lætur þá sjá um þrifin. Smám saman verður þeim ljóst að þeir eru komnir í slæma klípu og eina lausnin er að losa sig aftur við Soffíu frænku með því að skila henni. Þar kemur að þeir eru staðnir að verki við eitt innbrotið og hand­ teknir og stungið í tukthúsið. Útlitið er ekki vænlegt. Steðjar þá allt í einu mikil vá að bænum, eldur kemur upp og nú þarf hetjudáð frá einhverjum til að bjarga mannslífi. Kemur þá til kasta Kaspers, Jespers og Jónatans sem fá tækifæri til að sýna að þeir séu til einhvers gagnlegs brúklegir. n Laugarásbíó, Smárabíó og Háskólabíó Kardemommubærinn Frumsýnd 3. febrúar 2023 Aðalhlutverk: Hallgrímur Ólafsson, Sverrir Þór Sverrisson, Oddur Júlíus­ son, Örn Árnason, Stefanía Svavarsdóttir og Þórhallur Sigurðsson Handrit: Karsten Fullu Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Frumsýnd 24. febrúar 2023 Aðalhlutverk: Ray Liotta, Margot Martin­ dale, Keri Russel, Alden Ehrenreich, Matthew Rhys og Kristofer Hivju Handrit: Jimmy Warden Leikstjórn: Elizabeth Banks Frumsýnd 10. febrúar 2023 Aðalhlutverk: Dave Bautista, Jonathan Groff, Ben Aldridge og Abby Quinn Handrit: M. Night Shyamalan, Steve Desmond og Michael Sherm­ an, byggt á bók Paul Tremblay Leikstjórn: M. Night Shyamalan Frumsýnd 17. febrúar 2023 Aðalhlutverk Mikael Kaaber, Ylfa Marín Haraldsdóttir, Þór­ hallur Sigurðsson (Laddi), Andrea Ösp Karls­ dóttir, Bjarklind Björk Gunnarsdóttir, Stefanía Svavarsdóttir, Karl Örvarsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Benedikt Óli Árnason, Ari Freyr Ísfeld og Arnór Björnsson Handrit: Ranald Allan, David Green og Fin Edquist Leikstjórn: Sigurður Árni Ólason Enginn verður svikinn af Kasper og Jesper og Jónatan og Soffíu frænku! Byggt á atburðum frá árinu 1985 þegar björn komst í kókaín í skóglendi. Kvik- mynda- rétturinn var seldur áður en bókin kom út. Freddi er af stoltu varúlfakyni sem hefur verndað bæinn í héraðinu svo lengi sem elstu úlfar muna. Sitthvað bendir þó til þess að ekki eigi það fyrir Fredda að liggja að feta í fótspor forfeðranna. Hann virðist raunar vera hálf­ gerður hrakfallabálkur. Hann glatar meira að segja töfratungl­ steini í hendur Foxwell Cripp. Sjálfur hefur hann þó óbilandi trú á sjálfum sér. Loks kemur að því að Freddi á að ganga í gegnum umbreyt­ inguna í varúlf. Honum bregður heldur betur í brún þegar hann breytist ekki í ógnvekjandi varúlf heldur fíngerðan púðluhund. Hann er niðurlægður og verður að sanna sig sem varúlfur þegar tunglið kemur upp næsta dag eða eiga á hættu að vera hrakinn á brott frá flokknum. Á leið sinni um bæinn kynnist hann flækingshundinum Batty, sem er líka þekkt sem „Houndini“ vegna mikilla hæfileika sinna við að losna úr klóm hundafangara. Batty vísar honum til Cripp en hundafangari klófestir þau bæði og setur í hundageymslu. Þeim mistekst að flýja og Freddi er settur í holu með ein­ hverjum sem er kallaður skrímsl­ ið og er sagður éta hunda. Freddi kemst að því að skrímslið er pabbi hans sem lenti í klóm hundafangara þegar Freddi glataði tunglsteininum. Ekki væri sanngjarnt að upplýsa meira um söguþráðinn. Best bara að fara í bíó og sjá myndina. n Laugarásbíó, Smárabíó og Háskólabíó Margur er knár Hugmyndin að myndinni er sótt í raunverulega atburði sem áttu sér stað árið 1985 þegar svartbjörn komst í kókaín sem var varpað út úr flugvél eiturlyfjasmyglara og át stóran strigapoka fullan af eitur­ lyfinu og dó. Pokanum hafði verið kastað út úr vélinni vegna þess að hún var of þung. Flugmaðurinn var And­ rew C. Thornton II, fyrrverandi eiturlyfjalögga og dæmdur eitur­ lyfjasmyglari. Thornton stökk síðan út úr vélinni en fallhlífin hans opnaðist ekki og beið hann bana. Björninn, sem var um 80 kíló, fannst þremur mánuðum síðar og hjá honum 40 opin plast­ hylki með kókaíni. Björninn var uppstoppaður og er til sýnis í Kentucky for Kentucky Fun Mall í Lexington í Kentuckyríki. Björninn í þessari mynd er hins vegar 240 kíló að þyngd og í stað þess að geispa golunni við kókaínátið tryllist hann og verður morðóður. Safnast þá saman furðulegur hópur sem samanstendur af lög­ reglumönnum, glæpamönnum, ferðamönnum og táningum og stefnir inn í skóg í Georgíu­ ríki á höttunum eftir birninum morðóða. Kómedían er nokkuð dökk, en þó hæfilega villt, og eltingaleikur­ inn við uppkókaða skepnuna er bæði spennandi og spaugilegur og greinilegt að svartbjörninn vill ólmur meira blóð og meira kók. Þetta er síðasta myndin sem Ray Liotta lék í, en hann lést óvænt 26. maí í fyrra. n Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka og Smárabíó Svartbjörn á kókaíni Samkynhneigt par og ættleidd dóttir þeirra eru í fríi í bústað. Fjórir vopnaðir einstaklingar ráðast inn í bústaðinn og taka fjölskylduna í gíslingu og fyrir­ skipa henni að fremja óhugsandi verknað, annars verði endalok heimsins. Eitthvert þeirra verður að falla fyrir hendi hinna tveggja. Í loftinu hangir spurningin hvort þessir fjórir einstaklingar séu ein­ faldlega sturlaðir og haldnir kvala­ losta. Eða hafa þeir upplýsingar um yfirvofandi heimsenda? Og, sé svo, er rétt af þeim að neyða þessa fjölskyldu til að færa hina endan­ legu fórn? Handritshöfundur og leikstjóri er M. Night Shyamalan, sem meðal annars er þekktur fyrir mynd­ irnar The Sixth Sense (1999), Signs (2002), The Village (2004) og Lady in the Water (2006). Yfirleitt eru handrit Shyamalan ekki unnin upp úr verkum annarra en Knock at the Cabin er byggð á bókinni The Cabin at the End of the World (2018) eftir Paul G. Tremblay og er þetta í fyrsta sinn sem kvikmynd er byggð á verki eftir hann. Raunar var kvikmynda­ rétturinn keyptur 2017, ári áður en bókin kom út. Meðal leikara í myndinni er Dave Bautista, sem er þekktastur fyrir leik sinn í Guardians of the Galaxy. Hann leikur Leonard, hæg­ látan foringja gíslatökumannanna sem neyðir fjölskylduna til að taka ákvörðunina hryllilegu. Annar úr hópi gíslatökumann­ anna er leikinn af Rupert Grint, sem lék Ron Weasley í Harry Potter myndunum. n Háskólabíó, Laugarásbíó og Smárabíó Hin endanlega fórn 6 kynningarblað 2. febrúar 2023 FIMMTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.