Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 8
Ástandið er mjög slæmt. Ég borga 62 prósentum meira í orkukostnað en ég gerði á sama tíma í fyrra. Kenny Mackay. Spurningin fyrir frakt- flugfélögin er: Hvað gera þau þegar þau geta ekki lengur hlaðið farminn sinn að fram- an? Eyjólfur Vest- mann Ingólfs- son, rekstrar- stjóri hjá Inter Continental Avi- ation © GRAPHIC NEWSHeimildir: Reuters, NPR, Aviation Week, Boeing Mynd: Atlas Air*Des. 2022 BOEING 747 FLOTI, 2023-2032 Nýjar pantanir Eldri vélar a ur á leið í notkun Teknar úr notkun Teknar úr notkun á þessum áratug Enn þá í notkun e ir 10 ár Til að smíða 747-Šugvél þarf 5,6 milljón fermetra samsetningarrými. Verksmiðja Boeing í Everett, Washington, er sú stærsta í heimi. 6. desember 2022: Framleiðslu hætt á 747-8F fraktŠugvélum. 31. janúar 2023: Síðasta Šugvélin a˜ent Atlas Air. 1967-2022: 1.574 747-Šugvélar smíðaðar 9 9 14 12 22 25 32 24 17 15 10 1 17 2025 2026 2027 2028 2029 2030 2031 20322023 2024 747-ugvélar enn í notkun: 448* 269 179 Allra síðasta Boeing-747 ugvélin sem smíðuð verður, hin byltingarkennda júmbóþota sem gjörbreytti ugsamgöngum, hefur verið a’ent til fraktugfélagsins Atlas Air. E“ir 55 ár í lo“inu er saga júmbóþotunnar öll. Síðasta Boeing-747 a’ent helgisteinar@frettabladid.is BRETLAND Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn hefur greint frá því að Bretland verði eina þjóðin meðal stærstu efnahagskerfa heims til að upp- lifa samdrátt á þessu ári. Að sögn sjóðsins mun breski efnahagurinn dragast saman um 0,6 prósent og mun ástandið halda áfram að hafa áhrif á heimili landsins. Í stuttu máli þýðir samdrátturinn að fyrirtækin þar í landi muni græða minni peninga og atvinnuleysi haldi áfram að aukast. Tölurnar í ár eru mjög ólíkar frá því í fyrra þegar breski efnahagurinn óx um 4,3 prósent. Talsmenn AGS benda á að þessi breyting endurspegli hve mikið Bretar eru háðir jarðgasi sem hefur gríðarleg áhrif á framfærslukostnað. Kenny Mackay, skoskur sagnfræð- ingur og leiðsögumaður, segist borga töluvert meira fyrir mat, orku og aðrar nauðsynjavörur en hann gerði á sama tíma í fyrra. Hann er búsettur í Edinborg og er einn þeirra Breta sem finna mikið fyrir afleiðingum Brexit og stríðsins í Úkraínu. „Ástandið er mjög slæmt. Ég borga 62 prósentum meira í orku- kostnað en ég gerði á sama tíma í fyrra. Verð á matvælum hefur líka hækkað upp úr öllu valdi og ég myndi áætla að ég sé að eyða svona 35 til 40 prósentum meira í mat og aðrar nauðsynjavörur.“ Breska ríkisstjórnin hefur reynt að koma til móts við hækkandi orkukostnað. Til að mynda fengu 27 milljónir heimila í landinu rúm- lega 70 þúsund króna orkustyrk sem dreift var milli október 2022 og mars 2023. Kenny segist hafi notið góðs af þeim styrk en óljóst er hvað gerist þegar hann rennur út í apríl. Hann telur sig samt heppnari en marga samlandar sína. „Þar sem ég er fullorðinn launþegi og bý einn er ég ekki á eins slæmum stað og þeir sem eru atvinnulausir eða með börn. Ég bý líka í lítilli íbúð sem er frekar nýleg, þannig að það lækkar kostnaðinn töluvert,“ segir hann. Kenny segist mun meðvitaðri um það hvað hann kaupir. Hann hefur til dæmis sparað peninga með því að elda matinn sinn frá grunni í stað þess að kaupa tilbúna rétti og sækir sjaldnar bari eða viðburði. „Ef ég vil til dæmis heimsækja Ísland aftur þá þyrfti ég að taka það af sparnaðinum mínum,“ segir Kenny. n Segist mun heppnari en margir samlandar hans Síðasta Boeing 747-þotan sem smíðuð verður var afhent í vikunni. Flugvélin markaði tímamót í f lugsam- göngum og var hún talin ein besta f lugvél allra tíma. Sér- fræðingur segir að fraktflug- félög muni eiga í erfiðleikum með að finna staðgengil. helgisteinar@frettabladid.is BANDARÍKIN Bandaríski f lugvéla- framleiðandinn Boeing hefur af hent síðustu Boeing 747-f lug- vélina til fraktf lugfélagsins Atlas Air. Flugvélin er sú síðasta sinnar tegundar sem smíðuð verður og markar salan þar með endalok tímabils júmbóþotunnar. Þúsundir starfsmanna Boeing fylgdust með afhendingunni, þar á meðal nokkrir úr hinu upprunalega teymi starfsmanna sem hönnuðu flugvélina á sjöunda áratug seinustu aldar. Flugvélin markaði mikil tíma- mót í f lugsamgöngum og átti hún stóran þátt í að lækka flugfargjöld. Hún veitti einnig fleirum tækifæri til að f ljúga á milli heimshluta og var sterkt tákn bandarískrar f lug- menningar. Viðburðinum lauk með óvæntri heimsókn John Travolta sem sagði áhorfendum frá því þegar hann lærði á 747-þotuna á meðan hann var erindreki ástralska f lugfélags- ins Qantas Airlines. Leikarinn sagði námskeiðið hafa verið það erfiðasta sem til væri fyrir atvinnuflugmann en sagði einnig þotuna vera eina þá öruggustu sem hefur verið smíðuð. Þotan öðlaðist viðurnefnið „drottning himinsins“ og var hún fyrsta flugvél sem búin var tveggja- gangvega farþegarými. Það tók starfsmenn Boeing um 28 mánuði að smíða f lugvélina og árið 1970 varð Pan Am fyrsta f lugfélagið til að kynna hana til starfa. Framleiðsla þotunnar hefur ætíð farið fram í verksmiðju Boeing sem staðsett er í borginni Everett í Wash- ington-fylki. Verksmiðjan var byggð árið 1967 til að þjónusta framleiðslu þotunnar og heldur Boeing því fram að flugskýlið sem hýsir verksmiðj- una sé það stærsta í heimi enn þann dag í dag. Eftir fimm áratuga framleiðslu dró hins vegar úr eftirspurninni á 747-þotunni og við tóku sparneytn- ari tveggja hreyfla breiðþotur frá bæði Boeing og Airbus. Boeing til- kynnti svo í júlí 2020 að fyrirtækið myndi hætta við framleiðslu á fleiri 747-þotum en á þeim tíma var fram- leiðslan ekki nema um hálf þota á mánuði. Starfsmenn sem unnu við fram- leiðslu vélarinnar voru annað hvort færðir yfir í aðrar deildir eða sögðu sjálfviljugir upp störfum. Smíði á síðustu 747-þotunni kláraðist svo 7. desember í fyrra og hafði Boeing þá framleitt 1.574 slíkar þotur. Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, rekstrarstjóri hjá Inter Continen- tal Aviation, segir það vera mikinn skaða fyrir f lugheiminn að missa Boeing 747-þotuna. „Fyrst missir heimurinn Bretlandsdrottningu og f ljótlega eftir það missum við svo aðra drottningu.“ Hann segir þotuna hafa verið mikið afrek þegar hún kom fyrst á markað og hvað varðar fraktflutn- inga hafi hún mikla yfirburði yfir tveggja hreyfla f lugvélar. Eyjólfur bendir líka á að þrátt fyrir áfram- haldandi notkun eldri 747-véla verði sífellt erfiðara að nálgast varahluti í þær. „Spurningin fyrir fraktflugfélögin er: Hvað gera þau þegar þau geta ekki lengur hlaðið farminn sinn að framan? Þar sem 747-fraktþotur opnuðust að framan þurfti ekki að snúa pallettunum við og eins var hægt að koma fyrir lengri varningi eins og rútum. Þú gerir það ekkert á þessum minni breiðþotum,“ segir Eyjólfur. n Boeing kveður drottningu himinsins Boeing 747-þotan átti stóran þátt í að lækka flugfargjöld og var sterkt tákn bandarískrar flugmenningar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA helgisteinar@frettabladid.is TYRKLAND Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist líta jákvæðum augum á aðildarumsókn Finnlands að Atlantshafsbandalaginu. Aftur á móti er hann ekki eins uppörvandi þegar kemur að umsókn Svía. Bæði Svíar og Finnar sóttu um aðild að NATO eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þjóðirnar mættu hins vegar óvæntri andspyrnu Tyrkja. „Afstaða okkar gagnvart Finnum er jákvæð, en afstaða okkar gagn- vart Svíum er það ekki. Á þessu stigi ættu Svíar ekki einu að reyna. Við munum ekki samþykkja umsókn þeirra á meðan þeir leyfa fólki að brenna Kóraninn,“ sagði Erdogan í ræðu sinni til AK-flokksins á tyrk- neska þinginu. Utanríkisráðherra Finnlands, Pekka Haavisto, segir Finna stað- ráðna í að sækja um aðild samhliða Svíum. Af 30 meðlimum bandalags- ins eiga aðeins Tyrkir og Ungverjar eftir að samþykkja umsókn þeirra. Ungversk stjórnvöld segjast afgreiða málið á næstu vikum. n Á móti Svíum en styður Finna Tyrklandsforseti hefur sýnt Svíum mikla andstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Kenny Mackay á ferð um Suðurlandið fyrir tíma Brexit og efnahagskreppu. MYND/AÐSEND benediktarnar@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Vestur- landi leitar enn að Modestas Ant- anavicius sem hefur verið týndur frá 7. janúar þrátt fyrir leit lögreglu- manna og björgunarsveitarmanna. Engar nýjar vísbendingar hafa borist „Modestas sást síðast 7. janúar á laugardegi, þannig að við erum farin að nálgast mánuð. Við höfum verið að leita á landi, sjó, ströndum og í skúrum og höfum biðlað til fólks að kíkja í bústaði og annað,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vestur- landi. „Hann fór ekki á bílnum sínum og var ekki með síma á sér. Maður vonaði kannski að einhver hefði tekið hann upp í bíl og keyrt hann eitthvað, en við höfum ekki fengið neinar nýjar vísbendingar um það.“ Veðurskilyrði hafa mikil áhrif á leitina. „Um leið og veðrið breytist og snjóa leysir þá erum við komnir af stað. Auðvitað erum við alltaf að vona að maðurinn sé einhvers staðar innandyra. En ef hann væri ekki innandyra þá er þetta orðið ansi langt um liðið og erfitt að eiga við,“ segir Ásmundur. Hann hefur sjálfur verið í sam- skiptum við fjölskyldu Modestas. Málið sé afar þungbært fyrir þau en hann biður alla sem vita um ferðir hans að hafa samband við lögreglu.n Modestas týndur í nær fjórar vikur Modestas Antana vicius hefur verið týndur síðan 7. janúar. 8 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 2. FEBRÚAR 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.