Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 38
Spánn er endalaus uppspretta nýrra ævintýra og mig langar alltaf að miðla því sem ég læri og upplifi. Snæfríður Ingadóttir og fjöl­ skylda hennar heilluðust svo mjög af Spáni og kanarísku eyjunum fyrir tíu árum að þar verja þau nú hluta úr hverju ári með þeim auka­ verkunum að hún er búin að gefa út þrjár ferðahandbækur en í þeirri síðustu rekur hún ýmsar leiðir til þess að njóta lífsins á Costa Blanca. toti@frettabladid.is „Spánn er endalaus uppspretta nýrra ævintýra og mig langar alltaf að miðla því sem ég læri og upplifi,“ segir Snæfríður Ingadóttir sem ver hluta hvers árs á Spáni eftir að hún og fjölskylda hennar heilluðust ger­ samlega af landinu og kanarísku eyjunum. Hún segir þau hafa reynt að halda ferðakostnaðinum í lágmarki með því að nýta sér íbúðaskipti sem einnig hafa reynst henni drjúg fróð­ leiksnáma og efniviður í þriggja bóka ferðahandbókaf lokk en í þeirri nýjustu og síðustu leiðir hún lesendur um Costa Blanca. Spánarhringnum lokað „Íslendingar hafa í fjöldamörg ár flykkst til Spánar á svæðið í kring­ um Torrevieja og Alicante og margir keypt sér þar fasteign og sest að og í þessari bók er bent á ýmsa áhuga­ verða hluti sem gaman er að skoða og prófa á þessu svæði sem kennt er við Costa Blanca,“ segir Svanfríður um ferðahandbókina Costa Blanca – Lifa og njóta. „Þetta er þriðja handbókin sem ég skrifa um vinsælustu sólar­ áfangastaði Íslendinga og hér með loka ég hringnum eftir að hafa áður gefið út sambærilegar handbækur um Tenerife og Gran Can­ aria,“ segir Snæfríður og bætir aðspurð við að hún sé þó hvergi nærri hætt að ferðast til Spánar og skrifa um landið. Hugurinn alltaf á Tene „Þessi ferðabókarskrif byrj­ uðu eiginlega út frá íbúða­ skiptunum en heimafólk sem ég kynntist í gegnum þau var alltaf að benda mér á hitt og þetta áhugavert í nágrenninu. Mig lang­ aði til þess að miðla upplýsingunum áfram enda snýst Spánarlífið um svo margt fleira en sól og sangríu. Markaðurinn er mikill fyrir þetta svæði enda ferðamennskan rót­ gróin. Þjónustustigið er hátt og því mjög þægilegt að vera ferðamaður þarna.“ Snæfríður bendir á að það sé áhugavert að þrjú íslensk flugfélög bjóði upp á beint f lug til Alicante; Play og Icelandair auk þess sem Niceair frá Akureyri sé að bætast í hópinn. Sem er ekki verra þar sem Snæfríður býr á Akureyri, með eiginmanni og þremur dætrum, en er þó alltaf með hugann á Tenerife. Þrjú hundruð daga sólskin Snæfríður bætir við að þegar hún fór að ferðast um svæðið hafi þó komið henni mest á óvart hversu fjölbreytt það er. „Flestir sækja jú í strendurn­ ar, hið góða veðurfar, golfvellina og líflegt skemmtanalíf Benidorm, en það eru líka margir skemmtilegir spænskir strandbæir og fjallaþorp á þessu svæði byggð á gömlum grunni sem gaman er að heimsækja.“ Snæfríður segir ferðafólk elska Costa Blanca­svæðið sem hún tekur fyrir í nýjustu bókinni enda skíni sólin þar í yfir 300 daga á ári. „Costa Blanca hefur allt sem fólk sækist eftir. Hvort sem það eru líf­ legir barir, falleg náttúra, sælkera­ matur, skemmtigarðar eða túrkis­ blátt hafið. Alicante, Benidorm, Calpe, Altea, Torrevieja, Orihuela Costa, allir þessir staðir eru ólíkir en hafa sinn sjarma og eru fullkomnir til þess að lifa og njóta.“ n Ekki bara sól og sangría Heilluð af Spáni rekur Snæfríður ýmsar leiðir til að njóta lífsins á Costa Blanca í þriðju ferðahandbók sinni. MYND/AÐSEND Salurinn Kópavogi 14. apríl Hof Akureyri 15. apríl Grétar Örvarsson · Ragnheiður Gröndal Karl Örvarsson · Ásta Soffía Þorgeirsdóttir Eiður Arnarsson · Sigfús Óttarsson Þórir Úlfarsson · Haukur Gröndal Pétur Valgarð Pétursson Sunnanvindur Eftirlætislög Íslendinga Miðasala á Tix.is og Salurinn.is Sigurður Þórðarson ginseng- innflytjandi Nýr bleikur Ópal G+ er kominn í hillur verslana en auk þess að vera sykurlaus og með saltlakkrísbragði er honum á umbúðunum talið til tekna að innihalda heilsuefnin guarana, ginseng og grænt te. „Ginseng er orðið svolítið safnheiti og segir mér ekki mikið eitt og sér og það eru til margar tegundir af því,“ segir Sigurður Þórðarson, hjá Eðalvörum, ókrýndur ginsengkóngur Íslands. „Ginseng er komið saman við allt mögulegt, hárnæringu, sjampó og nammi,“ heldur Sigurður, sem hefur um langt árabil flutt inn Rautt eðal ginseng frá Kóreu, þegar hann er spurður hvort ginseng þyki heppilegur bragðbætir í sælgæti. „Mér finnst alvöru ginsengbragð gott en það er nú yfirleitt ekki verið að selja þetta út á bragðið heldur áhrifin vegna þess að ginseng er ekkert ofsa- lega bragðgott,“ segir Sigurður og segist telja að fólk hafi yfirleitt jákvæða tilfinningu gagnvart gin- sengi. „Ég yrði manna glaðastur ef það er eitthvert almennilegt ginseng í þessu en þá ætti maður að finna bragðið. Það er dálítið beiskt heybragð af ginsenginu,“ segir Sigurður sem hafði ekki smakkað Ópal G+ þegar Fréttablaðið ræddi við hann og komist að raun um að lakkrísbragðið ríkir yfir g-bætiefnunum þremur. n Ginseng meira fyrir áhrif en bragð SÉRFRÆÐINGURINN | 26 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 2. FEBRÚAR 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.