Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 18
Eina vonin felst í því
að afhjúpa leyndar-
málið í flugvélarflakinu
á jöklinum.
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Kristín er metnaðarfullur lög-
fræðingur í Reykjavík sem dregst
inn í óvænta atburðarás alþjóðlegs
samsæris þegar bróðir hennar
rambar fram á flugvélarflak úr
seinni heimsstyrjöldinni á Vatna-
jökli. Kristín og háskólaprófessor-
inn Simon Rush þurfa að taka á
honum stóra sínum til að komast
undan valdamiklum aðilum sem
svífast einskis til að komast yfir
leyndardóminn sem flugvélar-
flakið geymir.
Kristín er sökuð um morð sem
hún framdi ekki og eina von
hennar til að komast lífs af felst
í því að afhjúpa leyndarmálið
sem flakið á Vatnajökli geymir.
Bandaríski herinn blandast inn í
málið og það verður sífellt undar-
legra eftir því sem atburðarásinni
vindur fram.
Napóleonsskjölin eru vitanlega
gerð eftir samnefndri metsölubók
Arnaldar Indriðasonar, sem kom
út 1999. Myndin er samstarfsverk-
efni íslenskra, þýskra og skand-
inavískra kvikmyndaframleið-
enda og allar útisenur eru teknar
á Íslandi en stúdíóvinna fór fram í
Köln í Þýskalandi. Helstu fram-
leiðendur eru Sagafilm og þýska
fyrirtækið Splendid Films.
Sem fyrr segir er myndin byggð
á sögu Arnaldar Indriðasonar,
sem náði miklum vinsældum víða
í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi.
Þar í landi verður myndin sýnd í
kvikmyndahúsum en einnig hefur
þýska sjónvarpsstöðin ZDF tryggt
sér sýningarréttinn í sjónvarpi.
Marteinn Þórisson skrifar hand-
ritið en leikstjóri er Óskar Þór
Axelsson, sem er hvað þekktastur
fyrir Svartur á leik (2012), Stellu
Blómkvist (2017) og Ég man þig
(2017).
Myndin er að miklu leyti á
ensku, en aðalhlutverkið er í
höndum Vivian Ólafsdóttur.
Meðal leikara eru Iain Glen, sem
er þekktur fyrir hlutverk sitt sem
Jorah Mormont í Game of Thrones.
Þá leikur Ólafur Darri Ólafsson
stórt hlutverk. n
Sambíóin, Smárabíó og Háskóla
bíó
Alþjóðlegur spennutryllir eftir bók Arnaldar
Fróðleikur
n Iain Glen lék Jack Taylor í samnefndum sjónvarpsmyndaflokki
2010, en Marteinn Þórisson var aðalhandritshöfundar mynda
flokksins.
n Napóleonsskjölin eru meðal stærstu verkefna Sagafilm síðasta
áratuginn.
n Þegar bókin Napóleonsskjölin kom út fyrir næstum aldarfjórð
ungi var bandaríski herinn enn með herstöð á Miðnesheiði.
Frumsýnd
3. febrúar 2023
Aðalhlutverk:
Vivian Ólafsdóttir, Jack Fox,
Iain Glen, Wotan Wilke Möh
ring, Ólafur Darri Ólafsson,
Atli Óskar Fjalarsson, Þröstur
Leó Gunnarsson og Nanna
Kristín Magnúsdóttir
Handrit:
Marteinn Þórisson, byggt á
bók Arnaldar Indriðasonar
Leikstjórn:
Óskar Þór Axelsson
Frumsýnd
17. febrúar 2023
Aðalhlutverk:
Paul Rudd, Evangeline Lilly,
Jonathan Majors, Kathryn
Newton, William Jackson
Harper og Katy M O’Brien
Handrit:
Jack Kirby og Jeff Loveness
Leikstjórn:
Peyton Reed
Frumsýnd
10. febrúar 2023
Aðalhlutverk:
Salma Hayek, Channing
Tatum, Caitlin Gerard, Nancy
Carroll, ChristieLeigh Emby
og Kasey Iliana Sfetsios
Handrit:
Reid Carolin
Leikstjórn:
Steven Soderberg
Þegar
tíminn er
afstæður
geta ógn-
irnar
komið úr
hvaða átt
sem er.
Þokki og
spenna í
hverri
senu.
Ofurhetjurnar og félagarnir Scott
Lang og Hope van Dyne snúa aftur
og halda áfram ævintýrum sínum
sem Ant Man og the Wasp.
Ásamt foreldrum Hope, Janet
van Dyne og Hank Pym, og Cassie,
dóttur Scotts, lendir fjölskyldan
fyrir slysni í ríki skammtafræð-
innar (e. Quantum Realm), þar
sem tíminn er afstæður og hættur
á alla bóga.
Þar þurfa þau að kljást við
furðulegar og framandi verur og
leggja í för sem reynir á allt sem
þau hafa og meira til.
Þetta er í þriðja sinn sem Paul
Rudd og Evangeline Lilly fara með
hlutverk Ant Man og the Wasp.
Michael Douglas hefur líka
verið með frá upphafi, en hann
leikur Hank Pym, föður Hope.
Michelle Pfeiffer kemur sterk
inn í hlutverki Janet van Dyne,
móður Hope.
Ævintýraheimur Marvel svíkur
ekki frekar en fyrri daginn og
virkilega gaman er að sjá reynda
og þroskaða leikara á borð við
Michael Douglas, Michelle Pfeiffer
og Bill Murray fara á kostum.
Ant-Man and the Wasp:
Quantumania er sjónræn veisla og
algerlega ómissandi fyrir áhuga-
sama. Söguþráðurinn byggir upp
spennu sem heldur fólki límdu við
tjaldið.
Gæðaleikarar tryggja að enginn
kvikmyndaáhugamaður verður
svikinn af því að gera sér ferð í
kvikmyndahús til að gægjast inn í
Marvel-ævintýraheiminn. n
Sambíóin, Smárabíó og Laugarás
bíó
Spenna og sjónræn veisla
Lánið hefur ekki leikið við
„Magic“ Mike Lane. Viðskipta-
ævintýri fór illa og nú er hann
blankur afleysingabarþjónn í
Flórída.
Hann lætur til leiðast, þegar
rík yfirstéttarkona og þokkadís
lokkar hann og býður honum gull
og græna skóga, og fer með henni
til London í dansverkefni sem á
að verða það síðasta á þeim ferli
hans. Þokkadísin hefur hins vegar
sín eigin áform sem Mike veit
ekkert um.
Allt er undir og þegar Mike
kemst loks að því hvað hún hefur
raunverulega í huga vaknar
spurningin: Tekst honum – og
dönsurunum sem hann þarf að
koma í æfingu – að framkvæma
það sem þau verða að fram-
kvæma?
Fyrri myndin um „Magic“ Mike,
sem var frumsýnd 2012, var mikil-
vægt stökkbretti fyrir Channing
Tatum, sem leikur söguhetjuna,
og sýndi að honum var f leira til
lista lagt en að vera bara sætur
strákur fyrir myndavélina.
Teymið á bak við Magic Mike’s
Last Dance er hið sama og stóð
að baki fyrri myndinni, sem fékk
mikið lof. Channing Tatum er hér
aftur kominn í titilhlutverkið.
Salma Hayek leikur þokkadísina
ríku sem lokkar hann til London.
Þessi mynd er fyrir augað og
ímyndunaraflið og glæsilegir
leikararnir gefa því svo sannarlega
undir fótinn. Þeir sem nutu fyrri
myndarinnar verða sannarlega
ekki sviknir af þessari. n
Sambíóin
Magic Mike fer aftur á svið
2 kynningarblað 2. febrúar 2023 FIMMTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS