Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 28
Nýtt met í ensku úrvalsdeildinni var sett vegna eyðslu í nýja leikmenn á einu tímabili: 2,8 milljarðar punda. Chelsea eyddi meiri fjármunum í nýja leik- menn heldur en lið helstu deilda Evrópu utan Englands. Félagsskiptaglugganum í öllum helstu knattspyrnu- deildum Evrópu hefur nú verið lokað og óhætt að segja að tölulegar upplýsingar um hann og eyðslu félaganna á yfirstandandi tímabili veki athygli. Enska úrvalsdeildin sker sig úr í þessum efnum sem og Lundúnafélagið Chelsea. aron@frettabladid.is helgifannar@frettabladid.is FÓTBOLTI Það er skýrsla Deloitte Sports Group sem varpar ljósi á fjár- munina sem fóru í umferð í nýaf- stöðnum félagsskiptaglugga sem og hvað eyðslan þýðir í stóra sam- henginu. Alls eyddu félögin í ensku úrvals- deildinni 275 milljónum punda, því sem jafngildir rétt tæpum 48 milljónum íslenskra króna, á loka- degi félagsskiptagluggans, þann 31. janúar síðastliðinn, einum og sér. Um er að ræða met á lokadegi félags- skiptaglugga í janúar í deildinni og aukningu um 83 prósent á eyðslu félaga deildarinnar frá fyrra meti sem sett var árið 2018 og stóð í 150 milljónum punda. Þá kolféll met félaganna í ensku úrvalsdeildinni í eyðslu vegna kaupa á nýjum leikmönnum yfir eitt tíma- bil, en á hverju tímabili opnast félags- skiptaglugginn tvisvar sinnum. Á yfirstandandi tímabili hafa félög ensku úrvalsdeildarinnar eytt 2,8 milljörðum punda, því sem nemur rétt rúmum 488 milljörðum íslenskra króna, í nýja leikmenn. Með því var fyrra metið, sem stóð í 1,4 millj- örðum punda og var sett tímabilið 2016/2017, slegið rækilega af stalli. Í félagsskiptaglugganum nú í janúar má sjá mikinn mun á eyðslu félaganna í ensku úrvalsdeildinni milli ára. Alls eyddu félögin 295 milljónum punda í nýja leikmenn í janúar árið 2022. Í ár rauk eyðslan hins vegar upp úr öllu valdi og náði 815 milljónum punda, eða því sem nemur rétt tæpum 142 milljörðum íslenskra króna. Aukning milli ára í eyðslu félaganna í janúar einum og sér stendur því í 520 milljónum punda. Það var enska félagið Chelsea sem fór fremst meðal jafningja og eyddi meiri fjármunum í nýja leikmenn í janúar (288 milljónum punda) en öll félagslið efstu deilda í Evrópu, utan Englands, til samans. n Í flokk með dýrustu leikmönnum sögunnar Enzo Fernandez gekk í raðir Chelsea skömmu fyrir lok félagsskiptagluggans. Hann kemur frá Benfica og kostar tæpar 107 milljónir punda. Argentíski miðjumaðurinn varð jafnframt dýr- asti leikmaður í sögu ensku úr- valsdeildarinnar. Fyrir var það Jack Grealish, sem keyptur var til Manchester City frá Aston Villa á 100 milljónir punda. Þá er Fernandez sá sjötti dýrasti í sögu fótboltans. Deilir hann því sæti með Antoine Griezmann. Sá fór frá Atletico Madrid til Barcelona árið 2019 og kostaði það sama og Fernandez nú. Þó kostuðu þeir tveir næstum helm- ingi minna en dýrasti leikmaður sögunnar, Neymar. Fimm dýrustu leikmenn sögunnar 1. Neymar – Frá Barcelona til Paris St-Germain á 200 milljónir punda (2017) 2. Kylian Mbappe – Frá Monaco til Paris St- Germain á 166 milljónir punda (2017) 3. Philippe Cout- inho – Frá Liverpool til Barcelona á 142 milljónir punda (2018) 4. Ousmane Dembele – Frá Bo- russia Dortmund til Barcelona á 135 milljónir punda (2017) 5. Joao Felix – Frá Ben- fica til Atletico Madrid á 113 milljónir punda (2019) Fordæmalaus janúar Eins og fyrr sagði settu félögin í ensku úrvalsdeildinni nýtt met með því að eyða 815 milljónum punda, því sem nemur tæpum 142 milljörðum íslenskra króna, í nýja leikmenn í félagsskiptaglugga janúar þessa árs. Fyrra metið stóð í 430 milljónum punda og var sett í janúar árið 2018. Ef litið er til baka á sögu ensku úrvalsdeildar- innar er hægt að sjá að frá árinu 2003 hefur eyðsla félaga til kaups á nýjum leikmönnum aðeins fimm sinnum verið yfir 200 millj- ónum punda í janúar. Hvað kaup á leikmönnum varðar í nýafstöðn- um janúar er auðvelt að benda á hlut Chelsea í þeirri hækkun sem orðið hefur milli ára á þeim fjár- munum sem eytt er. Heildareyðsla félagsins í nýja leikmenn nam rúmum 288 milljónum punda, um 37 prósentum af heildareyðslu félaga ensku úrvalsdeildarinnar í janúar. Mesta eyðsla í janúar frá 2003 (milljónir punda): 2011: 225 milljónir 2017: 215 milljónir 2018: 430 milljónir 2020: 230 milljónir 2022: 815 milljónir Dagurinn sem metin féllu Eyðsla félaga ensku úrvals- deildarinnar í nýja leikmenn: n Janúar 2022: 295 milljónir punda n Janúar 2023: 815 milljónir punda nMismunur milli ára: 520 milljónir punda 16 ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 2. FEBRÚAR 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.