Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 36
Mín þumalputtaregla er í raun og veru að vera trúr tóni bókar- innar og persónunum. Óskar Þór Langri leið þriðju skáldsögu Arnaldar Indriðasonar frá bók yfir í kvikmynd lýkur með frumsýningu Napóle- onsskjalanna. Leikstjórinn Óskar Þór Axelsson gerði bæði Svartur á leik og Ég man þig og er því vanur því að flytja bækur í bíó en segir slíkt þó aldrei einfalt mál. toti@frettabladid.is Kvikmyndaleikstjórinn Óskar Þór Axelsson sló hressilega í gegn með Svartur á leik í sinni fyrstu bíómynd í fullri lengd og hefur mikið til hald- ið sig á glæpabrautinni. Hann hefur til dæmis leikstýrt þáttum af Ófærð og Stellu Blómkvist. Napóleonsskjölin sver sig hins vegar frekar í ætt bandarískra hasarspennumynda þannig að þótt myndin byggi á bók eftir Arnald Indriðason, glæpasagna- konung Íslands, má segja að bæði rithöfundur og leikstjórinn séu þar í aðeins öðrum gír. „Þetta er meira kannski hefð- bundnari aksjón-þriller, ef svo má segja, og líka með smá kómísku ívafi þannig að hún verður leyfð miklu f leirum og yngri aðdáendum en fyrri myndir mínar,“ segir Óskar og hlær. „Þegar ég gerði Svartur á leik lang- aði mig til að gera ákveðna týpu af glæpamynd ólíka þeim sem höfðu verið gerðar hérna áður og þegar ég gerði Ég man þig vildi ég gera ein- hvers konar hrylling sem hefði ekki sést hér áður og nú langaði mig að gera aksjón-mynd sem hefði ekki sést hér áður. Þetta er eitthvað svona „genre“ sem við höfum ekki beint séð hérna og þekkjum frekar frá Ameríku,“ segir Óskar um Napóle- onsskjölin. Annað tækifæri Bók Arnaldar kom út 1999 og Óskar hafði þá strax augastað á henni en var of seinn. Örlögin höguðu því síðan þannig að fjölmörgum árum síðar var hann sóttur sérstaklega til þess að koma henni á hvíta tjaldið. „Þetta byrjaði þannig að ég las bókina á sínum tíma í kringum alda- mótin og hafði þá strax samband við útgefandann en þá var einhver kominn með kvikmyndaréttinn. Svo bara öllum þessum árum seinna þá kemur þetta aftur til mín.“ Þá höfðu þýskir framleiðendur keypt réttinn á bókinni eftir að hún kom út í Þýskalandi þar sem Arn- aldur hefur notið mikilla vinsælda. Óskar minnir að Þjóðverjarnir hafi gripið bókina á lofti 2010 eða 2011 þegar rétturinn hafði losnað aftur. „Þeir eru síðan búnir að vera að þróa þetta í mörg ár, prófa ýmis- legt og lenda í einhverri blindgötu.“ Handritshöfundurinn Marteinn Þórsson kom síðan að verkinu ein- hvers staðar í þessu langa ferli og hreyfing komst á hlutina. „Þá var komin lausn sem fólk sætti sig við. Þá var leitað til framleiðenda á Íslandi og þannig kemur Sagafilm að myndinni og þaðan berst hún til mín. Hvenær og hvernig? Þannig að þegar ég kem að þessu þá er til handrit og ég kom svo auðvitað að því að endurskrifa með Mar- teini og við vorum svona eitthvað að breyta og bæta. Eins og gengur bara.“ Óskar segir aðlögunina hafa verið svolítið snúna og þá ekki síst með tilliti til þess hvar ætti að staðsetja myndina í tíma. „Vegna þess að það setur svo mikinn svip á bókina að hún gerist þegar herstöðin er hérna í Keflavík og þegar ég las handritið var ég eiginlega mest spenntur að sjá hvort þetta yrði í „períóðu“ og hvort þetta myndi gerast á sögu- tíma bókarinnar sem er 1997 eða eitthvað svoleiðis. Þumalputtareglan að halda tóni bókarinnar Óskar Þór á tökustað á milli annars vegar Atla Fjalars Óskarssonar og Iain Glen og hins vegar Vivian Ólafsdóttur, Adesuwa Oni og Jack Fox en mikill tími og vinna fóru í að finna þennan rétta mannskap í hlutverkin. MYND/AÐSEND Myndin tikkar í öll box „Napóleonsskjölin er ekki svona sósíalrealískur norrænn krimmi eins og margar aðrar bækur mínar heldur sögulegur og alþjóðlegur þriller sem teygir anga sína til síðari heimsstyrjaldarinnar,“ segir Arnaldur Indriðason. „Bíómyndin tikkar í öll þau box með hraðri atburðarás og óvæntum vend- ingum svo að úr verður fínasta skemmtun,“ segir rithöfundurinn sem ætti að vita hvað hann syngur eftir að hafa verið kvikmynda- gagnrýnandi Morgunblaðsins árum saman áður en hann söðlaði um og hóf glæstan rit- höfundarferil. Hlustað á skjölin Ólíkt flestum bókum Arnaldar eru Napóleons- skjölin ekki til sem hljóðbók en fæst hjá Forlag- inu, útgefanda Arnaldar í seinni tíð, bæði rafrænt og í kilju auk þess sem bókin er aðgengileg sem rafbók á Storytel. Napóleonsskjölin eru hins vegar væntanleg á hljóðbók síðar í mánuðinum en enn sem komið er hvílir leynd yfir því hver sér um upplesturinn. Stefnt er að því að hljóðbókin verði fáanleg bæði í hljóðbókaappi Forlagsins sem og hjá Storytel. Stór stund fyrir útgefandann „Það var óneitanlega stór stund að vera viðstadd- ur forsýningu á Napóleonsskjölunum í gærkvöldi,“ skrifaði Pétur Már Ólafsson, bókaútgefandi hjá Bjarti og Veröld, á Facebook eftir að hafa séð frum- sýningu Napóleonsskjalanna á þriðjudagskvöld. „Þetta var þriðja bókin sem við hjá Vöku-Helga- felli gáfum út eftir Arnald (1999) en þá var ég út- gáfustjóri þess ágæta forlags. Viðtökur við fyrstu tveimur bókunum höfðu verið frekar dræmar en Napóleonsskjölin voru allt annars eðlis, hrein- ræktuð spennusaga. Mér fannst sem bókin hlyti að enda á hvíta tjald- inu og snemma árs 2001 gengum við frá samningi um kvikmyndum bókarinnar, á sama tíma og við seldum bíóréttinn á Mýrinni en með þeirri bók sló hann rækilega í gegn. Síðan eru liðin mörg ár, eins og segir í kvæðinu. Og nú er kvikmyndin orðin að veruleika og er frábærlega heppnuð. Hreinræktuð hasarmynd með spennu og húmor.“ Það var alveg góð og gild leið sem hægt var að fara þar sem þetta er svo fyrirferðarmikið í bókinni. Það var líka hægt að uppfæra þetta en þá var spurningin hvernig? Og þegar ég kom að þessu fannst mér bara vera búið að færa þetta fram á okkar tíma á frekar áhugaverðan og trúverðugan hátt.“ Þumalputtareglan Þótt Óskar hafi áður lagað skáld- sögur eftir Stefán Mána og Yrsu Sigurðardóttur að kvikmynd segir hann það alltaf frekar erfitt að vinna með eðlismuninn á hinum ólíku listformum. „Mín þumalputtaregla þegar ég er að gera þetta og á ekkert síður við um leikstjórnina er í raun og veru að vera trúr tóni bókarinnar og per- sónunum. Ég held að þetta séu tvö lykilatriði. Það eru einhvern veginn karakterarnir sem fólk man svo vel eftir,“ segir Óskar. Hann bætir við að vitaskuld skipti sagan sjálf líka máli en það hafi komið honum á óvart hversu lítið lesendur muni í raun og veru eftir plottinu. „Ég upplifði það með Svartur á leik þegar fólk var að segja mér að þetta og hitt hefði verið alveg eins og í bókinni en var það bara alls ekki. Ég hef mikið pælt í þessu og ég held að þetta sé að einhverju leyti viðurkenning á því að það eru per- sónurnar og kannski þessi tónn sem fólk man eftir. Þessi fílingur. Þetta bragð sem þú fékkst og fyrir mér er þetta risastórt mál.“ n 24 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 2. FEBRÚAR 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.