Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 11
Áform Mílu gera ráð fyrir að fjárfestingar félagsins aukist um 60 prósent strax á þessu ári. Nýráðinn forstjóri Mílu segist bæði stoltur og spenntur yfir því að fá að leiða fyrirtækið inn í nýja tíma í fjarskiptum á Íslandi. Yfirstandandi ár verður algjört metár hjá Mílu því fyrirtækið hyggst fjár- festa fyrir um fimm milljarða króna í grunnkerfunum. Áhrifanna mun gæta um allt land. „Míla er að stíga inn í nýja og spenn- andi tíma, nú þegar kaup Ardian og lífeyrissjóðanna á félaginu eru loks- ins gengin í gegn. Þessi breytta staða rennir gríðarlega sterkum stoðum undir fyrirtækið því fjárfestinga- getan hefur stóraukist,“ segir Erik Figueras Torras sem tók við starfi forstjóra Mílu í byrjun desember síðastliðins. Hann segir fyrstu vikurnar í starfi hafa verið erilsamar en skemmti- legar. Erik er öllum hnútum kunn- ugur í íslensku fjarskiptaumhverfi og segir það sannarlega hafa hjálpað mikið til. Hann segist oft spurður að því hvað komi til með að breytast með eigendaskiptum félagsins. „Svarið er einfaldlega að það er heilmikið í farvatninu. Margt af því hefur ekki verið svo sýnilegt fram til þessa en það mun breytast hratt. Í fyrsta lagi mun Míla bæta verulega í fjárfestingar félagsins og styrkja kerfin. Það mun gerast strax á þessu ári. Við erum að tala um liðlega 60 prósenta aukningu frá fyrri árum og tölur sem hlaupa á milljörðum. Yfir- standandi ár verður algjört metár því við erum að fjárfesta fyrir lið- lega fimm milljarða króna. En hvaða áhrif munu þessar fjár- festingar hafa? Mun venjulegt fólk finna fyrir þessari aukningu og upp- byggingu kerfanna? „Alveg klárt mál. Í raun þýðir þetta að Míla mun færa Ísland inn í nýja tíma hvað tækniþróun varðar. Áhrifanna mun gæta á öllum sviðum því góð og öflug fjarskipti spila sífellt stærri rullu í öllu sem við gerum og hefur snertifleti við alla grunnþjón- ustu sem við þurfum á að halda.“ Míla margfaldar fjárfestingu um allt land Erik Figueras Torras segir að fólk eigi að geta notið bestu fáanlegu fjar- skipta á Íslandi. Hvort sem það búi í Garðabæ eða á Kópaskeri. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Guðmundur Gunnarsson ggunnars@ frettabladid.is Hver er Erik Figueras Torras? n Erik fæddist í Barcelona og er fjarskiptaverkfræðingur að mennt. n Áður en Erik settist í forstjóra- stólinn hjá Mílu var hann framkvæmdastjóri tækni- sviðs hjá Símanum. Hann hóf fyrst störf hjá Símanum árið 1998, þá sem tæknimaður. n Erik hefur unnið fyrir tækni- risana Siemens og Philips og búið í Þýskalandi, Bandaríkj- unum og Frakklandi. n Erik og Björk, eiginkona hans, eiga tvær dætur og einn þýskan fjárhund. n Hann segist vera orðinn hálfgerð menningarblanda eftir veruna í ólíkum löndum. Hann segist hugsa á kata- lónsku, skrifa á ensku en allir draumarnir séu samt á íslensku. Ég hugsa á katalónsku, skrifa á ensku en allir mínir draumar eru á íslensku. Þessi innspýting f jármagns mun svo ekki bara leiða til þess að tækninni f leygi fram heldur mun öryggið líka aukast um allt land, að sögn Eriks. „Ísland stendur mjög framarlega í fjarskiptum og tækniþróun en það hefur vantað dálítið upp á að þessi þróun nái til alls landsins. Þessu viljum við breyta og taka stór skref fram á við á landsvísu. Við viljum leiðrétta þennan halla sem hefur myndast á milli mismunandi lands- hluta og bæta lífskjör allra á Íslandi. Þessu mun fólk taka eftir. Ég hef þá sýn að það eigi ekki að skipta máli hvort fólk búi í Garðabæ eða á Kópa- skeri. Tæknin og fjarskiptin eiga að vera þau sömu.“ Þriðja atriðið sem aðkoma nýrra eigenda breyti, að sögn Eriks, er svo umhverfið sjálft. Með því að slíta strenginn milli Símans og Mílu skapist andrúmsloft fyrir eðlilega samkeppni á íslenskum fjarskipta- markaði. „Míla stendur öllum opin eftir þessa breytingu. Ég hef starfað lengi í f jarskiptum á Íslandi og þekki Mílu vel en ég sé strax hvern- ig andrúmsloftið hefur breyst. Ég finn það nú þegar í öllum sam- skiptum við okkar viðskiptavini,“ segir Erik. Hann segist bæði spenntur og stoltur yfir því að vera falið að leiða Mílu á þessum spennandi tímum. „Þótt ég sé sannarlega íslenskur ríkisborgari þá fæddist ég ekki á Íslandi. Það er mér því ótrúlega mikils virði að vera treyst fyrir þessu starfi og þessum verk- efnum því þau munu bæta lífskjör í landinu, ég er sannfærður um það,“ segir Erik að lokum. n Öflug fjarskipti spila sífellt stærri rullu í samfélaginu. Snertifletirnir ná meðal annars til þjónustunnar sem landsmenn reiða sig á um allt land, að mati forstjóra Mílu. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY FRÉTTABLAÐIÐ MARKAÐURINN 112. FEBRÚAR 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.