Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Dr. Ásthildur Jónsdóttir er sýn- ingarstjóri sýningarinnar en hún hefur sérmenntað sig í möguleik- um lista í menntun til sjálfbærni. Árið 2017 lauk hún doktorsgráðu í myndlist frá Lapplandsháskóla og doktorsgráðu í menntunar- fræðum frá Menntavísindasviði HÍ. Sýningarhönnuður Viðnáms er Axel Hallkell Jóhannesson. „Við skipulagningu sýningar- innar Viðnáms nýtti ég niður- stöður rannsókna minna. Í rann- sóknunum studdist ég við þann skilning að kjarni sjálfbærni felist í jafnvægi á milli „hins góða lífs“ og virðingar fyrir þeim takmörk- unum sem náttúran setur. Skil- greiningin á hugtakinu sjálfbærni ræður því vali á verkunum og þeim miðlunarleiðum sem lagðar eru fram í Safnahúsinu,“ segir Ást- hildur. „Ég hef aðhyllst aðferð sem kall- ast gagnrýnið listrænt grenndar- nám. Leiðarstef sýningarinnar byggir á mikilvægi þess að leggja áherslu á dyggðir og gildismat ann- ars vegar og hins vegar á mikilvægi þátttöku. Þátttaka er mikilvæg til að þróa með nemendum getu til aðgerða og að tengja markvisst við reynslu sýningargesta með ígrundun þegar mætt er í leiðsögn eða safnfræðslu. Til að stuðla að virkri þátttöku gesta eru gagn- virkar þrautir á öllum hæðum sem kallast á við verkin sem eru öll í eigu Listasafns Íslands. Fram- setning og umgjörð sýningarinnar er öll með þeim hætti að bjóða fólki upp á þátttöku, með það fyrir augum að safnið sé griðastaður í einu fallegasta húsi landsins,“ segir Ásthildur. „Verkin á sýningunni gefa okkur tækifæri til að velta vöngum yfir tilverunni, náttúrunni og öðru fólki. Hvernig fólk kýs að lifa lífinu og hvaða áhrif það vill hafa. Til að skapa forsendur fyrir góðu lífi þarf að hlúa að fjölmörgum þáttum og ekki síður samspili þeirra. Að lifa lífinu á þann hátt að maður viðhaldi góðu lífi án þess að skerða lífsgæði annarra eða ganga á nátt- úruna er lykillinn að sjálfbærni,“ segir Ásthildur. Hún bætir við að myndlist geti vakið áleitnar spurningar og að listræn nálgun geti breytt því hvernig fólk lítur á heiminn. Sýning á fimm hæðum Sýningin Viðnám er á fimm hæðum sem hver er með sitt þema. Þemun eru loft, láð, lögur, lögmál og leikur. Á hverri hæð eru viðtöl við fjölbreytta fræðimenn sem tengja markvisst við málefni sýningarinnar. „Á 4. hæð er ferðast um háloftin og fjalllendi Íslands sem er í stöðugri mótun sem virkt eld- fjallasvæði. Eldgosum geta fylgt miklar hamfarir og landslags- breytingar. Í daglegu lífi gleymast smám saman eldstöðvarnar sem lifa undir jöklunum og lands- lagið skipar aðalhlutverkið með fjölbreyttum litbrigðum jökulsins sem ólík birtuskilyrði kalla fram,“ segir Ásthildur. Á hæðinni er heimur jöklanna sýndur í samvinnu við Rannsókn- arsetur Háskóla Íslands á Höfn. Þar má einnig sjá verk og finna fróðleik tengdan veðri og loftslagi með tengingu við geiminn. Á þessari hæð geta gestir meðal annars búið til stop motion-mynd með skugga- brúðum sem þeir skapa undir áhrifum sýningarinnar. Þeir læra með gagnvirkni um ólíkt skýjafar og skapa sitt eigið himinhvolf með hjálp tölvutækninnar. Gestir upplifa undur íshella í tengslum við fróðleik frá Rann- sóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn. Auk þess sem hægt er að baða sig í RGB-ljósi, upplifa marg- lita skuggana og leika sér með ljósbrot prismaglers. Líf á landi „Þema þriðju hæðarinnar er láð, en landið og náttúran hafa alla tíð verið viðfangsefni listamanna. Verkin á þriðju hæð tengjast jörð- inni, líffræðilegum fjölbreytileika, plöntum og dýrum. Jarðvegur er mjög mikilvægur lífríkinu og ekki síst mönnunum því hann er undir- staða allrar matvælaframleiðslu á þurrlendi. Fyrr á tímum bjó fólk í húsum sem voru þannig að ekki var alltaf ljóst hvar landinu sleppti og húsið tók við, það má búast við því að fólk sem bjó í slíkum húsa- kosti hafi gert sér grein fyrir að það var hluti af náttúrunni,“ útskýrir Ásthildur. „Íslenski torfbærinn er gott dæmi um sjálfbæra hönnun þar sem efni úr nærumhverfinu voru nýtt. Líffræðileg fjölbreytni jarðar á okkar tímum hefur orðið til vegna milljarða ára þróunar allt frá því að fyrstu einföldu bakteríu- formin litu dagsins ljós. Á langri vegferð hafa ný lífsform sífellt verið að þróast en önnur að líða undir lok. Í málverkinu Íslandslag eftir Kjarval sjáum við nokkrar tegundir af íslenskum lággróðri og ýmsar verur sem er að finna í náttúrunni. Tegundir tengjast innbyrðis á margvíslegan hátt og mynda samfélög. Því er mjög mik- ilvægt að vanda sig vel í umgengni við viðkvæman gróðurinn.“ Á hæðinni eru einnig ýmis verk til sýnis sem tengjast fuglum auk þess sem boðið er upp á gagnvirkni þar sem gestir para saman fugla- myndir við hljóð. Undir áhrifum málverks Verk Önnu Rúnar Tryggvadóttur Geymd og Ókerfisbundin kortlagning, á fyrstu hæð safnahússins. Verk eftir Gunn- laug Scheving á annarri hæð Safnahússins þar sem þemað er lögur. Sumarnótt eftir Jón Stefánsson og Íslenskir fuglar eftir Bryndísi Snæbjörns- dóttur og Mark Wilson. Verkin eru á þriðju hæð þar sem þemað er láð. Til að stuðla að virkri þátttöku gesta eru gagnvirkar þrautir á öllum hæðum sem kallast á við verkin. Ásthildur Jónsdóttir Kristínar Jónsdóttur af konum að þvo þvott í þvottalaugunum gefst gestum tækifæri til að setja sig í fótspor formæðra sinna er þeir prófa að bera þvottaböggul frá Lækjartorgi að þvottalaugunum í Laugardal. Önnur hæðin er innblásin af hafinu, en þema hæðarinnar er Lögur. Ásthildur segir að hafið veiti mörgum listamönnum innblástur til listsköpunar. Sumir fjalla um fegurð þess meðan aðrir skoða hvernig það ýmist gefur eða tekur. „Fiskveiðar voru lengi helsti atvinnuvegur Íslendinga. Sjó- menn hafa í aldanna rás barist við báruna þegar þeir draga inn afla. Því fylgdu sjóskaðar með til- heyrandi manntjóni. Fiskurinn var unninn víðs vegar um landið og mótaði menningu sjávarþorpanna. Sum verkin sýna ólíka afstöðu til hafsins, þar sem mennirnir ýmist tilheyra náttúrunni eða drottna yfir henni. Það er líka hægt að merkja hvernig samband manna við hafið hefur breyst. Á þessari hæð er skemmtileg gagnvirkni þar sem gestir geta sett sig í spor þeirra sem réru á opnum bátum eða hreinsað plastrusl úr hafinu.“ Lögmál og leikur Þema fyrstu hæðarinnar er lögmál. Ásthildur segir að þar sé tekist á við málefni sem tengjast lög- málum heimsins á sviði eðlis- og efnafræði. Allt frá hugmyndum eðlisfræðinnar um titrandi strengi, óreiðukenninguna og bylgjufræði til staðreynda um segulsvið jarðar- innar. „Skapandi og greinandi hugsun einkennir vinnu bæði lista- og vísindamanna. Á sama hátt og vísindin eru innblástur fyrir lista- menn þá getur listaverk dregið fram einstök og oft ófyrirsjáanleg sjónarhorn sem ögra vísindalegum hugmyndum og forsendum,“ segir hún. Á fyrstu hæðinni gefst gestum einnig tækifæri til að sauma út undir áhrifum óreiðukenn- ingarinnar og velta fyrir sér hring- rásum náttúrunnar með spír ala- teikningum. Með gagnvirkum þrautum fræðast gestir um bæði staðbylgjur og hljóðbylgjur og uppgötva hvernig viðnám virkar. Þá erum við komin að kjallara listasafnsins en þar er þemað leikur. „Hér er sýndur myndheimur íslenskra þjóðsagna og ævintýra eftir Ásgrím Jónsson sem skapar sannkallaðan töfraheim. Álfar, tröll og draugar, sem lifað hafa með óljósum hætti í hugskoti þjóðarinnar í rökkri baðstof- unnar eru sýnd í samtali við frjálsa sköpun sýningargesta,“ útskýrir Ásthildur. „Við leggjum áherslu á að virkja ímyndunarafl gesta og gefa þeim kost á að njóta þessara listaverka sem í bland eru samtímaverk og eldri menningararfur sem getur varpað ljósi á ótta, drauma og þrár genginna kynslóða og sambúð þeirra við stórbrotna náttúru landsins.“ Fjölskyldustundir á safninu Ragnheiður Vignisdóttir, fræðslu- og útgáfustjóri Listasafns Íslands, segir að sýningin sé mjög aðgengi- leg fyrir almenning. Við vonumst til að ungir sem aldnir heimsæki safnið í frítíma sínum og að Safna- húsið verði sjálfsagður áfanga- staður í huga fólks. „Það er svo mikið af nýjungum á sýningunni, til dæmis ratleikur og gagnvirkni þar sem gestir eru hvattir til að taka virkan þátt. Það á líka að vera skemmtun að heim- sækja safnið því þar er hægt að ferðast um og uppgötva eitthvað nýtt í hverri heimsókn,“ segir hún. „Við bjóðum einnig upp á skólaheimsóknir um sýninguna en henni verður einnig fylgt eftir með Krakkaklúbbnum Krumma. Krakkaklúbburinn stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá þar sem fjölskyldum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi. Klúbburinn hefur hingað til eingöngu verið starf- ræktur á Listasafninu við Frí- kirkjuveg en við ætlum að stækka hann svo hann verður líka í Safna- húsinu. Þar verða listasmiðjur um helgar fyrir almenning sem eru ókeypis fyrir alla og ég hvet fólk til þess að kynna sér viðburða- dagskrá safnsins á heimasíðunni listasafn. is. Í sýningarnefnd er auk Ásthildar og Ragnheiðar, Dagný Heiðdal, Harpa Þórsdóttir og Guðrún Jóna Halldórsdóttir. n 2 kynningarblað A L LT 2. febrúar 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.