Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 6
Hið opinbera spornar gegn verðbólgu með ríflegum gjaldskrár­ hækkunum. Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðing- ur Arion banka Við erum með það til skoðunar hvort og með hvaða hætti byggingin gæti verið stækkuð. Almar Guð- mundsson, bæjarstjóri Garðabæjar Ljóslistaverk frá Vetrarhátíð 2022. MYND/RÓBERT REYNISSON ninarichter@frettabladid.is MENNING Árleg Vetrarhátíð í Reykjavík hefst í dag og stendur til 4. febrúar. Hátíðin fer fram í sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæð- isins. Hátíðin var fyrst haldin árið 2002 og er þetta í fyrsta sinn síðan árið 2019 sem Vetrarhátíð er haldin með hefðbundnu sniði. Frítt er á alla viðburði hátíðar- innar í ár, sem eru rúmlega 150 talsins og innihalda meðal annars sundlauganótt og safnanótt, auk ljósalistar. Á sundlauganótt er lengd opnun í öllum sundlaugum á höfuðborgar- svæðinu með fjölda viðburða, og frítt inn. „Þetta er skemmtileg leið til að sjá sundlaugina í nýju ljósi,“ segir Guðmundur Birgir Halldórs- son, viðburðastjóri Vetrarhátíðar, í samtali við Fréttavaktina á Hring- braut. Safnanótt er á föstudeginum frá 18–11. Frítt inn á rúmlega 40 söfn á öllu höfuðborgarsvæðinu. „Ég hef oft talað um að þetta sé skemmtilegt tækifæri fyrir fjölskyldur að fara með yngri börnin og unglingana,“ segir viðburðastjórinn. Setningarhátíð Vetrarhátíðar er fyrir framan Hallgrímskirkju klukkan 19, þegar kveikt er á lista- verki eftir Sigurð Guðjónsson. „Þar opnast ljósaslóð sem liggur um miðborg Reykjavíkur,“ segir Guð- mundur og mælir með því að fólk gangi leiðina niður Skólavörðustíg og niður að Ráðhúsi Reykjavíkur, og njóti listaverka á leiðinni. n Vetrarhátíð hefst í dag Þetta er skemmtileg leið til að sjá sundlaug­ ina í nýju ljósi. Guðmundur Birgir Halldórs- son, viðburða- stjóri Vetrar- hátíðar kristinnhaukur@frettabladid.is GARÐABÆR Kærumálum er loks lokið um nýjan leikskóla í Urriða- holtshverfinu í Garðabæ. Bygg- ingin er hafin og gert er ráð fyrir að skólinn verði fullkláraður um næstu áramót. Hann verður þó öðruvísi en upprunalega stóð til. Skólinn átti upprunalega að vera sex deildir á tveimur hæðum. Hæð skólans var kærð af nágranna til Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sem úrskurðaði honum í vil. Byggingin hefði orðið 2,31 metri yfir leyfilegri hæð og byggingarleyfið fellt úr gildi. Nýtt leyfi hefur verið gefið út fyrir fimm deilda skóla á einni hæð. En það þýðir að skólinn tekur 100 börn í stað 120. Í sumar úrskurðaði líka kæru- nefnd útboðsmála að Garðabær hefði brotið lög um opinber inn- kaup vegna þess að verktaki hefði ekki fullnægt skilyrðum um útboðs- þátttöku. Hafa þessi kærumál hægt á uppbyggingu leikskólans. „Við erum með það til skoðunar hvort og með hvaða hætti bygg- ingin gæti verið stækkuð,“ segir Almar Guðmundsson bæjarstjóri aðspurður hvort leikskólinn sé nógu stór fyrir hverfið, þar sem börnum hefur fjölgað hratt á und- anförnum árum. „Eins og staðan er núna verður leikskólinn fimm deildir. Ef við ákveðum annað þurfum við að skoða skipulags- breytingar en ekkert hefur verið ákveðið um það.“ Þangað til muni bærinn gera tímabundnar ráðstafanir til að börn komist fyrr inn í skóla. Almar segir að það hafi gengið vel undanfarna mánuði. n Leikskóli minnkar eftir kærumál Aðalhagfræðingur Arion banka segir gjaldskrárhækk- anir hins opinbera beina orsök næstum allrar hækk- unar á vísitölu neysluverðs í janúar. Búist er við vaxta- hækkun Seðlabankans sem hefur bein áhrif til hækkunar verðbólgu. Miklar hækkanir frá birgjum eru í vændum. olafur@frettabladid.is NEYTENDUR Greiningardeildir bankanna búast við stýrivaxta- hækkun Seðlabankans á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á mið- vikudaginn. Ástæðan fyrir þessu er mikil hækkun vísitölu neysluverðs nú í janúar. Í Fréttablaðinu í gær sagði Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræð- ingur Arion banka, að vegna þess að verðbólgan í janúar er fyrst og fremst tilkomin vegna gjaldskrár- hækkana hins opinbera sé janúar- mælingin ekki kúvending á verð- bólguhorfum þó að þær hafi lítillega versnað. Erna sagði enn fremur að vaxta- hækkun nú hjá Seðlabankanum hefði þau áhrif að þrátt fyrir að hús- næðisverð sé tekið að lækka muni hin reiknaða húsaleiga, sem vegur þungt í mælingu vísitölunnar, áfram hækka. Á mannamáli þýðir þetta að vaxtahækkanir Seðlabankans hafa bein áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs og eru þar með sjálf- stæður verðbólguvaldur. Í pósti sem Erna Björg sendi frá sér eftir að Hagstofan birti vísitölu neysluverðs fyrir janúar segir: „Hið opinbera spornar gegn verðbólgu með ríf legum gjald- skrárhækkunum (gróflega áætlað 0,7-0,8% áhrif á VNV): Gjald- skrárhækkanir í janúar eru engin nýlunda. Á síðustu árum hefur verið reynt að stilla hækkunum í hóf til að stuðla að verðstöðugleika en í ljósi mikillar verðbólgu ákvað hið opin- bera að nú dygðu engin vettlinga- tök, hækka skyldi krónutölugjöld um 7,7%, leggja á ofangreint 5% vörugjald á allar nýjar fólksbifreiðar og hækka almennt allar gjaldskrár um 5-7%.“ Hvöss gagnrýnin á stjórnvöld í þessum orðum leynir sér ekki. Erna bætir við: „Áhrifin á VNV dyljast engum: Áfengi og tóbak hækkaði um 5,5% (0,13% áhrif á VNV), hitaveita hækk- aði um 6% (0,12%), sorphreinsun um 12,3% (0,07% áhrif á VNV), elds- neyti um 0,7% (0,03% áhrif á VNV), grunnskólar um 5,9% (0,01% áhrif á VNV) og leikskólar um 5,7% (0,02% áhrif á VNV), svo fátt eitt sé nefnt! Bætum við stórum hluta af verð- hækkun nýrra bíla og við erum fljót að komast upp í 0,7-0,8% áhrif á VNV, sem rekja má beint til hins opinbera.“ Samkvæmt þessu má rekja nær alla hækkun á vísitölu neysluverðs til gjaldskrárhækkana hins opin- bera. Vísitalan hækkaði um 0,85 prósent og aðalhagfræðingur Arion banka segir að þar af megi rekja 0,7– 0,8 prósent beint til hins opinbera. Fréttablaðið hefur undir höndum tilkynningar frá ýmsum birgjum til smásala um verðhækkanir sem taka gildi á næstu dögum. Kennir þar margra grasa. Innlend búvara hækkar gjarnan á bilinu 5–6 prósent, en stjórnvöld stýra að miklu leyti verðlagningu hennar, og innfluttar vörur hækka í mörgum tilfellum um meira en 10 prósent, jafnvel allt að 25 prósentum. Raunum íslenskra neytenda er því ekki lokið í þessari verðbólguöldu. n Nær öll verðbólgan í janúar sögð á ábyrgð stjórnvalda Aðalhagfræðingur gagnrýnir gjaldskrárhækkanir hins opinbera harðlega. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þetta er fordæmis­ gefandi mál. Þröstur Jónsson, oddviti Miðflokksins kristinnhaukur@frettabladid.is MÚLAÞING Þröstur Jónsson, full- trúi Miðf lokksins í sveitarstjórn Múlaþings, sakar meirihlutann um valdníðslu og segir álit innviðaráðu- neytisins um vanhæfi hans loðið. Ekki sé hægt að una við þetta. „Það er alveg klárt að þetta mál verður tekið áfram. Þetta er for- dæmisgefandi mál,“ segir Þröstur. Í samráði við lögfræðing sinn muni hann þó ekki gefa út neinar yfirlýsingar í f jölmiðlum hvað varðar stefnu til dómstóla fyrr en sú ákvörðun liggur fyrir. Þá verður send út fréttatilkynning. Síðasta haust taldi bæði byggð- arráð og sveitarstjórn Múlaþings Þröst vanhæfan til þess að fjalla um leiðarval Fjarðarheiðaganga. Þröstur barðist fyrir norðurleið en suðurleið varð fyrir valinu. Var Þröstur talinn hafa hagsmuna að gæta í málinu þar sem bróðir hans væri eigandi að tveimur jörðum sem suðurleiðin liggi um. Í áliti innviðaráðuneytisins, dag- settu 16. janúar, eru ekki gerðar athugasemdir við þessa ákvörðun sveitarstjórnar. Þröstur segir hins vegar að orðalagið í 13 blaðsíðna álitinu sé haft eins loðið og hægt sé og enginn eiginlegur úrskurður kveðinn upp í því. Málið sé for- dæmisgefandi fyrir sveitarstjórnir og skipti fámenn sveitarfélög sér- staklega miklu máli þar sem van- hæfisreglur beri að túlka þröngt. „Allt þetta mál byggir á valdníðslu meirihlutans því þeim hugnast ekki þau sjónarmið sem ég stend fyrir og var m.a. kosinn út á í síðustu sveitar- stjórnarkosningum í leiðarvalinu,“ lét Þröstur bóka í byggðarráði. Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, segir málinu lokið af hálfu ráðuneytisins. Það sé undir Þresti komið hvort málið fari lengra. „Hann fékk ekki að fjalla um málið þannig að málið er ekk- ert í hættu,“ segir Jónína. „Í ljósi þess að ráðuneytið er búið að staðfesta okkar mat mun hann ekki fá að fjalla um þetta mál.“ n Bæjarfulltrúi segir málsmeðferð loðna og að deila um vanhæfi fari lengra 6 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 2. FEBRÚAR 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.