Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 12
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS Það verður ekki séð að allir hestaeig- endur hirði um þessa velferð dýranna sinna. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Erum við tilbúin? Samband íslenskra sveitarfélaga og Mannvit standa að fræðsluviðburði og pallborðsumræðu um áhrif loftslagsbreytinga á sveitarfélög, fyrirtæki og innviði. Grand hótel 3.febrúar Kl. 8:30-10:00 Skráning á www.mannvit.is Jóhann Friðrik Friðriksson þingmaður Framsóknar Þeir sem misst hafa heilsuna, tímabundið eða um lengri tíma, þekkja vel hversu dýrmæt heilsan er. Allt annað lendir í öðru sæti þegar fólk lendir í veikindum og lífsgæði skerðast verulega. Geðrask- anir og stoðkerfisvandamál eru meginorsök örorku hér á landi og áskoranir tengdar lífsstílssjúk- dómum vega þungt í þjónustu heilbrigðiskerfisins. Aukin áhersla á lýðheilsu þjóðarinnar er gríðarlega mikilvægt skref til framtíðar og þar gegna stjórn- völd mikilvægu hlutverki. Ein af þeim leiðum sem Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin og Embætti landlæknis hafa bent á til þess að efla lýðheilsu er innleiðing lýðheilsumats. Við innleiðingu matsins er skoðað á kerfisbundinn hátt hvaða áhrif löggjöf og stjórnvaldsákvarðanir hafa á heilsu þeirra hópa sem verða fyrir áhrifum. Gildir þá einu hvort um jákvæð eða neikvæð áhrif er að ræða. Tilgangurinn er að undirbyggja betri ákvarðanatöku og eftir atvikum bregðast við með mótvægisaðgerðum. Það er því grundvallarfor- senda að stjórnvöld vinni að því markmiði með öllum þeim kerfum sem einkenna velferðarríki. Löggjöf hefur haft óumdeilanleg áhrif á heilsu þjóðarinnar í gegnum tíðina. Í lýðheilsustefnu til 2030 er sérstaklega tekið fram að stjórnvöldum beri að hafa lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og stefnumótun. Innleiðingin verður því að vera markviss rétt eins og á við um kostnaðarmat eða mat á áhrifum á jafnrétti, svo eitthvað sé nefnt. Á haustþingi lagði ég fram þingsályktunartil- lögu þess efnis að ríkisstjórninni yrði falið að hefja vinnu við að festa í sessi lýðheilsumat hér á landi. Lagt er til að skipaður verði sérfræðihópur með þátttöku fagráðuneyta, fræðasamfélags og Embætt- is landlæknis sem síðan legði til leiðir sem tryggja rýni allra frumvarpa sem lögð eru fyrir Alþingi út frá áhrifum þeirra á lýðheilsu þjóðarinnar. Nær- tækast er að horfa til Finnlands í þessum efnum þar sem Finnar hafa sett sér slíkar áherslur. Heilsa okkar er undirstaða lífsgæða og heilsan verður aldrei metin til fjár. Festum því lýðheilsu- mat í sessi sem eitt skref í átt að bættri lýðheilsu hér á landi. n Heilsa þjóðar Heilsa okkar er undirstaða lífsgæða og heilsan verður aldrei metin til fjár. helenaros@frettabladid.is Íslandsmet í viðvörunum „Látt’ei deigan síga, þótt þungt virðist myrkrið. Því með opnum huga, þá f ljótlega birtir,“ söng einn ástsælasti söngvari lands- ins, Ragnar Bjarnason, Raggi Bjarna. Febrúar er loks genginn í garð eftir langan janúarmán- uð. Fyrirgefðu, en eru þeir það ekki alltaf? Febrúar stimplar sig líka inn með hefðbundnum hætti, gular viðvaranir á mest- öllu landinu. Hljómar kunnug- lega. „Það hvessir í kvöld og nótt, hvöss austanátt og slær jafn vel í storm á morgun,“ sagði veðurfræðingur í gær um veðrið í dag. Styttir upp og lygnir Viðvörunarbjöllurnar klingja í sífellu og harðir vetrarmánuð- irnir gætu ekki verið lengur að líða. Jafnvel lengur en í fyrra. Mögulega dæmist það á hið klassíska íslenska gullfiska- minni. Samt greindi Veðurstofa Íslands frá því í gær að aldrei hefðu f leiri veðurviðvaranir, appelsínugular og rauðar, verið gefnar út á einu ári líkt en ein- mitt í fyrra. Vonandi stendur það met áfram á næsta ári. Er ekki bjartsýni líka einkennandi fyrir Íslendinga? En á meðan við lifum í óvissunni er gott að rifja upp hinn dásamlega söng Ragga Bjarna. „Það hvessir, það rignir. En það styttir alltaf upp og lygnir. Taktu höfuð upp frá bringu, og horf fram á veginn. Lagið með mér syngdu. Saman lýsum upp daginn.“ n Af öllum þeim sjötíu og fimm þúsund hrossum sem standa í lappirnar á Íslandi hafa aðeins fimmtán þúsund þak yfir höfuðið – og geta leitað þar skjóls fyrir þeim veðurofsa sem ríkt hefur á landinu á undanförnum vikum, oft með fimbulkulda í fjúkandi byl. Þetta þýðir að sextíu þúsund hestar hírast á berangri í hvaða óveðri sem er – og er ekki einu sinni í kot vísað, hvað þá að þeir geti leitað undir skjólveggi af því tagi sem reglu- gerð um velferð hrossa á berangri segir til um. Ekki verður með nokkru móti séð hvaða til- gangur er með öllu þessa hestahaldi. Og það er heldur ekki auðvelt að finna ástæðu fyrir því að langsamlega mestum fjölda íslenska hestsins sé úthýst með jafn nöturlegum hætti og hér hefur verið lýst. Réttlætingin fyrir þessum óheyrilega mikla útigangi hrossa getur ekki verið sú að þau séu bara svo harðger og hafi vanist þessu svo öldum skiptir, þegar hitt blasir við hverjum manni sem fer um landið að vetrarlagi að dýrin standa með klakabrynjuna ofan á hryggnum sem hlýtur að nísta inn að beini. Eða ætlar einhver að halda því fram að þykkur áfreðinn á baki þeim hafi engin áhrif? Trúa menn því að froststirðningurinn hafi enga verkan á líðan þeirra? Þeir hinir sömu ættu þá kannski að reyna það sama á eigin skinni. Fullklæddir í frer- anum kæmu þeir tæpast upp orði. Efalítið hefur Matvælastofnun, sem á að annast eftirlit með reglugerð um velferð hrossa, horft í gegnum fingur sér á leið sinni um landið. Annað verður að minnsta kosti ekki ályktað af lestri átjándu greinar hennar um útigang íslenskra hesta. Þar segir að hross sem ganga úti skuli geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Auðvitað vita landsmenn að þessi regla er þverbrotin. Í sömu grein segir að þar sem fullnægjandi náttúrulegt skjól, svo sem skjólbelti, klettar og hæðir, eru ekki fyrir hendi, skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjólveggjum sem mynda skjól úr helstu áttum. Hver skjól- veggur skal að lágmarki vera tveir metrar „og svo langur að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls“, svo orðrétt sé vitnað í reglugerðina sem er undirrituð af sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra haustið 2014. Það verður ekki séð að allir hesteigendur hirði um þessa velferð dýranna sinna. Þess heldur virðist það vera einhver lenska hér á landi að eiga f leiri hesta en tölu verði komið á. Það beri vitni um karlmennsku. En tæpast ber það vott um hestamennsku. n Útigangur 12 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 2. FEBRÚAR 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.