Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 2
Starfsmannamál þjóð- kirkjunnar falli utan starfssviðs umboðs- manns Alþingis. Þetta er auðvitað leiðinlegt. Þau byrjuðu sterkt og kölluðust á við okkur í góðu. Þórður Ólafur Þórðarson,  safnstjóri Reðasafnsins Heklureitur rýmdur fyrir íbúðakjarna Niðurrif bygginga á Heklureitnum í Reykjavík er í fullum gangi. Reiturinn er kenndur við starfsemi bílaumboðsins Heklu en samkvæmt áætlunum fram- kvæmdaaðila á þar að rísa íbúabyggð. Deiliskipulag gerir ráð fyrir samtals 436 íbúðum á svæðinu ásamt verslun og þjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Frá sýningunni Muff Busters á Píkusafninu árið 2019. MYND/PÍKUSAFNIÐ Píkusafninu í Lundúnum var lokað í gær eftir aðeins fjögurra ára starfsemi. Framkvæmdastjóri Reða- safnsins segir sína starfsemi aldrei hafa verið sterkari og að limum fjölgi. kristinnhaukur@frettabladid.is MENNING Píkusafninu í Lundúnum var lokað í gær. Safnið hafði verið í vandræðum í nokkurn tíma, bæði vegna Covid-lokana sem og hús- næðismála. Þórður Ólafur Þórðarson, safn- stjóri Reðasafnsins í Reykjavík, harmar lokunina en Reðasafnið var ein af fyrirmyndum Píkusafnsins. „Þetta er auðvitað leiðinlegt. Þau byrjuðu sterkt og kölluðust á við okkur í góðu. Þetta er mjög miður,“ segir Þórður. Hann hafði heyrt af vandræðum Píkusafnsins í nokkurn tíma. Ekkert formlegt samstarf var á milli safnanna en þau fylgdust með hvort öðru, svo sem á samfélagsmiðlum. Florence Schechter heitir konan sem stofnaði Píkusafnið, eða Vag- ina Museum, árið 2017 en fyrsta sýningin var opnuð í Camden- hverfinu í nóvember árið 2019. Schechter fannst vanta safn fyrir píkur eftir að hafa heyrt af íslenska Reðasa f ninu og f jár mag naði opnunina á netinu með hópfjár- mögnun. Samkvæmt Schecter var megin- tilgangur safnsins að afsanna goð- sagnir um píkuna, upphefja hana og fylla upp í þögnina sem um hana ríkir. Einnig var tilgangurinn að styrkja ýmiss konar verkefni á sviði kynheilbrigðis og starfa með fagað- ilum í heilbrigðisþjónustu. Þá var safnið í samstarfi við ýmiss konar samtök og hreyfingar femínista og gerði nokkur hlaðvörp. Covid-lokanir komu illa við Píku- safnið eins og marga aðra menn- ingarstarfsemi. Húsnæðismálin reyndust safninu líka erfið og gat safnið ekki endurnýjað leiguna í Camden árið 2022, þar sem safnið hafði borgað ódýrari leigu en á almennum markaði. Í marsmánuði það ár flutti safnið starfsemi sína á nýjan stað, í hverfinu Bethnal Green í austurhluta borgarinnar. Á einu ári heimsóttu 40 þúsund manns safnið. Í gær var síðasti opnunardagurinn. Aðra sögu er að segja af Reða- safninu sem er nú á sínu 26. starfs- ári. Það var um tíma á Húsavík og á Laugavegi í Reykjavík en hefur verið á Hafnartorgi síðan árið 2020. „Reðasafninu hefur aldrei gengið betur en nú. Ég held að þetta stefni í ansi gott ár hjá okkur,“ segir Þórður aðspurður um gengi safnsins. Hann segist vera gríðarlega ánægður með húsnæðið á Hafnar- torgi. Það henti einkar vel fyrir starf- semina. Í sumar var stór stund þegar afsteypa listakonunnar Cynthiu Albritton af getnaðarlim rokkarans Jimi Hendrix var afhjúpuð á safninu. „Hendrix er að trekkja að. Það var góð auglýsing fyrir okkur og við höfum aldrei fengið jafnmikla athygli. Fólk er að senda okkur gripi og af og til limi,“ segir Þórður. „Hend- rix var mikil blessun.“ n Reðasafnið harmar lokun Píkusafnsins í Lúndunum „Það er svo gott að tala við einhvern sem hefur farið í gegnum svipaða reynslu“ lifidernuna.is Kolluna upp fyrir öll sem berjast við krabbamein og aðstandendur! gar@frettabladid.is  BRETLAND Um fimm hundruð þús- und manns í Bretlandi lögðu niður störf í gær til að þrýsta á um kjara- bætur. Var ríflega helmingur ríkis- rekinna skóla annað hvort lokaður að hluta eða að fullu vegna þessa. Um var að ræða stærstu verk- fallsaðgerð í áratug að sögn BBC. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2016 sem kennarar fara í verkfall í landinu. Fjölmargir aðrir opinberir starfs- menn voru einnig í verkfalli, þar á meðal lestarstjórar og strætisvagna- stjórar og fyrirlesarar við háskóla. Gillian Keegan menntamálaráð- herra sagði samræður í gangi við stéttarfélög um ágreiningsatriði. n Hálf milljón manns í verkfalli helenaros@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Kvörtun séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknar- prests í Digranes- og Hjallapresta- kalli, vegna meints vanhæfis Agnes- ar M. Sigurðardóttur biskups verður ekki tekin til efnislegrar skoðunar hjá umboðsmanni Alþingis. Í bréfi á vef umboðsmanns segir að starfsmannamál þjóðkirkjunnar falli alfarið utan starfssviðs hans í kjölfar breytinga á lagalegri stöðu kirkjunnar. Fréttablaðið greindi frá kvörtun Gunnars til umboðsmanns Alþingis í lok janúar. Gunnar var sendur í leyfi frá störfum vegna ásakana sex kvenna um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan kirkjunnar í desember 2021 á meðan óháða teymi þjóðkirkjunnar var með mál hans til skoðunar. Eftir að hafa verið framlengt í að minnsta kosti þrígang rann leyfið út 1. september síðastliðinn og í sama mánuði tilkynnti Biskupsstofa að Gunnar myndi ekki snúa aftur til starfa. Kvörtun Gunnars snéri að hæfi Agnesar í máli hans, hvernig hún hefði komið fram í málinu og talað í fjölmiðlum. Umboðsmaður Alþingis segir að prestar séu ekki lengur embættis- menn eða opinberir starfsmenn samkvæmt lögum. Því falli kvörtun Gunnars utan síns starfssviðs. n Umboðsmaður vísar kvörtun séra Gunnars frá Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís- lands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 2. FEBRÚAR 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.