Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.02.2023, Blaðsíða 30
Þetta byggist auðvitað á því að þú þarft að hafa undirbúið þig vel og lengi, bæði hlaupalega og ekki síður hugarfarið. MERKISATBURÐIR | ÞETTA GERÐIST | | 2. FEBRÚAR 1959 Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Margrét Jensdóttir Sigfússon frá Akureyri, lengi búsett í Washington DC, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 21. janúar. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjúkrunarfólki 3N á Eir er þökkuð umhyggja og alúð. Fyrir hönd aðstandenda, Viktor Arnar Ingólfsson Valgerður Geirsdóttir Gerður Sigfúsdóttir Elsku pabbi okkar, sonur, bróðir, mágur og vinur, Steingrímur Bjarni Erlingsson vélfræðingur, lést á Landspítalanum 28. janúar. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 9. febrúar kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á SÁÁ. Soffía Steingrímsdóttir Edda Steingrímsdóttir Erlingur Steingrímsson Vilborg St. Sigurjónsdóttir Richard Simm Úlfar Erlingsson Charlotta Hauksdóttir Ernir Erlingsson Berit Glanz Kristín Salóme Erlingsdóttir Jökull Skarphéðinsson Kristín Jónína Gísladóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Daníel Hafliðason vélstjóri, lést 24. janúar á Sóltúni. Útförin verður auglýst síðar. Innilegar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir góða umönnun og hlýhug. Halldóra Kristín M. Kristinsd. Guðmundur R. Þórisson Hafliði Brands Kristinsson Natthanicha Catchama Lárus Lárusson Anna Jóna Óskarsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona, móðir okkar, amma og langamma, Guðríður Helgadóttir kennari og leikskólafulltrúi, Kirkjubraut 2, Reykjanesbæ, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að morgni 21. janúar. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þann 3. febrúar klukkan 11.00. Sigurður G. Sigurðsson Hildur Sigurðardóttir Steinþór Jónsson Helgi Kjartan Sigurðsson Birna Björk Þorbergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hlaupagarpurinn Sigmundur Stefánsson hyggst hlaupa sjötíu kílómetra á sjötugasta afmæli sínu nú í dag. Hann segir áföll í lífinu ekki endalok. arnartomas@frettabladid.is Selfyssingurinn Sigmundur Stefánsson fagnar sjötugsafmæli í dag með ansi óhefðbundnu móti. Í tilefni dagsins hyggst hann hlaupa heila sjötíu kíló- metra, eða eina sjö Simmalinga, og safna áheitum til styrktar Hjartaheillum og Krabbameinsfélagi Árnessýslu. „Neinei, ég held að það sé nú ekki,“ svarar Sigmundur hvergi banginn aðspurður hvort þetta sé nú ekki full- mikið. „Þetta byggist auðvitað á því að þú þarft að hafa undirbúið þig vel og lengi, bæði hlaupalega og ekki síður hug- arfarið – að hausinn sé rétt skrúfaður á!“ Sigmundi innan handar verða hlaupa- félagar hans í Frískum Flóamönnum og stefnt er á að hlaupið taki tíu tíma. En hvernig undirbýr maður sig fyrir svona þrekvirki á sjötugsafmælisdeg- inum? „Ég er búinn að vera að stefna að þessu núna í ár og það er fyrst og fremst að safna kílómetrum í lappirnar. Það er mikilvægt að venja líkamann á áreitið sem þetta er á líkamann. Síðustu dag- arnir og vikurnar eru svo í sjálfu sér bara hvíld. Maður er ekkert að bæta sig í getu svo það þarf að trappa sig niður.“ Áföll eru ekki endalok Sigmundur hefur nú verið á hlaupum í rúmlega tuttugu og fimm ár en hann var mikið í íþróttum í æsku. „Þegar maður var að koma upp fjöl- skyldu þá var ekki mikið um sportið, en þegar börnin voru komin upp og maður var búinn með veraldlega braskið þá fór okkur hjónin að kitla aðeins í hreyf- ingu,“ segir Sigmundur sem stundar bæði hlaup, fjallgöngur, skíði og annað fjör með eiginkonu sinni. Ástæðuna fyrir því að Sigmundur ákvað að leggja í sjötíu kílómetrana segir hann eiga rætur að rekja í veikindi sem hann hefur gengið í gegnum á seinustu misserum. „Fyrir einu og hálfu áru síðan fór ég í opna hjartaaðgerð og sex mánuðum áður hafði ég farið í meðferð gegn krabbameini í blöðruhálskirtli,“ útskýr- ir hann. „Ég var í mjög góðu formi og þegar ég var farinn í gegnum þetta ferli þá langaði mig að benda á það að lífið sé ekki búið þótt maður lendi í svona áföllum. Þú getur haldið áfram og jafn- vel bætt í.“ Heimalningur á Selfossi Simmalingur, sjö kílómetra hringurinn sem Sigmundur hleypur, dregur heiti sitt af orðinu heimalningur. „Ég er fæddur Selfyssingur og vann við forstöðu sundlaugarinnar og hjá bænum helming ævi minnar eða um þrjátíu og fimm ár. Fæðingarheimili mitt er þarna við hliðina á, þannig að ég er eiginlega heimalningur á þessu svæði þarna á Sel- fossi. Þess vegna köllum við hringinn Simmaling.“ Á ég þá að bjalla í þig þegar þú verður sjötíu og sjö ára og tekur þá væntanlega ellefu Simmalinga? „Það er spurningin,“ svarar Sigmundur og hlær. „Ég sagði nú við einhvern að þegar ég verð áttræður þá fer ég kannski ekki áttatíu kílómetra heldur tíu, fyrst ég verð nú búinn með þessa sjötíu!“ Sigmundur hleypur af stað frá sund- lauginni klukkan 7 í dag. Á Facebook- síðu Frískra Flóamanna má finna hlekk til að nálgast áheitasöfnun en einnig er hægt að hafa beint samband við Hjarta- heill og Krabbameinsfélag Árnessýslu í gegnum síma. n Simmi hleypur sjötíu kílómetra til að fagna jafnmörgum árum Sigmundur, eða Simmi eins og hann er iðulega kallaður, segir sjötíu kílómetra alls ekki of mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNAR 1933 Adolf Hitler leysir þýska þingið upp. 1935 Lygamælirinn er prófaður í fyrsta skipti af Leonard Keeler. 1942 Roosevelt Bandaríkjaforseti undirritar fyrirskipun um að allir Bandaríkjamenn af japönskum uppruna skuli fluttir í fangabúðir og eigur þeirra kyrrsettar. 1943 Síðustu hersveitir nasista gefast upp fyrir Sovét- mönnum í orustunni um Stalíngrad. 1978 Listahátíð í Reykjavík er sett. Kvikmyndahátíð í Reykjavík er í fyrsta sinn hluti af hátíðinni. 1978 Dyrhólaey er friðlýst. 1983 Samþykkt er á Alþingi að mótmæla ekki hvalveiði- banni Alþjóðahvalveiðiráðsins. 1990 Þjóðarsátt um kaup og kjör gengur í gildi með það að markmiði að ná niður verðbólgu og tryggja at- vinnuöryggi. Það var á milli 1. og 2. febrúar 1959 sem níu fjallamenn frá Sovétríkjunum létust við óútskýrðar aðstæður í Úralfjöllunum. Hópurinn, sem leiddur var af Igor Dyatlov, hafði komið sér fyrir í tjaldbúðum. Um nóttina gerðist eitthvað sem fékk fólkið til að skera sig út úr tjöldum sínum og flýja tjald- búðirnar án þess að vera nægilega vel búið fyrir vetrarhörkurnar. Eftir að líkin fundust ákvörðuðu sovésk yfirvöld að sex þeirra hefðu látist úr kulda en eitt líkið var með mikla áverka á höfði og tvö með mikla áverka á brjóstkassa. Líkin voru mörg hver illa farin og vantaði til að mynda augu og tungu í nokkur þeirra. Árið 2019 létu Rússar rannsaka málið á ný og niðurstöðurnar voru að hópurinn hefði látist í snjóflóði sem hefði neytt þau til að yfirgefa búðirnar við slæmar aðstæður. Margar mis- sennilegar kenningar hafa sprottið upp um atvikið sem hefur verið eldi- viður í ýmsar hrollvekjur á borð við kvikmyndina Devil's Pass frá 2013. n Dularfull dauðsföll í Dyatlov-skarði Sovétmenn rannsaka búðirnar. 18 TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 2. FEBRÚAR 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.