Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | Frítt 2 0 2 3 HALLDÓR | | 10 PONDUS | | 18 2 6 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R | menning | | 19 LíFið | | 22 Einleikur Víkings í Engey Þ R I ð J U D A g U R 0 7 . f e b R ú A R| Lúðraþytur í Los Angeles LíFið | | 20 íþróttir | | 14 Tvær flugur í einu höggi Að rekja brot í Gerðarsafni Breskur lögmaður telur að ekki verði tekið tillit til tímans sem Gylfi Þór Sigurðs- son hefur verið í farbanni verði hann dæmdur til vistar í fangelsi í kynferðisbrotamáli. aron@frettabladid.is LögRegLUmáL „Málaframvindan tekur mið af tegundum meintra brota sem og staðsetningu sak- sóknaraembættisins en „póstnúm- era-lottóið“ getur orðið til þess að tímarammi sambærilegra mála sé ekki alltaf sá sami,“ segir Dino Noci- velli, lögfræðingur í Bretlandi, í svari til Fréttablaðsins um mál fótbolta- mannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Nocivelli getur ekki tjáð sig beint um mál Gylfa vegna laga í Bretlandi. „Það mætti vonast eftir niðurstöðu um næstu skref fyrir lok mars,“ segir hann þó. Gylfi Þór var handtekinn 16. júlí 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Stuttu síðar var hann látinn laus gegn tryggingu og hefur verið það síðan. Lögreglan hefur lokið rannsókn sinni og er málið nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar sem fer yfir gögn máls- ins og ákvarðar næstu skref. Nú hefur Gylfi Þór í langan tíma verið í farbanni og laus gegn trygg- ingu. Dino telur að ekki verði tekið tillit til þess fari svo að ákært verði í málinu og Gylfi fundinn sekur. „Ég tel svo ekki vera,“ segir Dino. Með væntanlegri ákvörðun sak- sóknaraembættisins geti fram- vindan verið á tvo vegu. Málið geti verið fellt niður eða það ákveðið að ákært verði í því. n nánar á Frettabladid.is Farbann Gylfa stytti ekki mögulegan fangelsisdóm Það mætti vonast eftir niðurstöðu um næstu skref fyrir lok mars. Dino Nocivelli, lögfræðingur ER Á REYKJAVÍKURVEGIÍ HAFNARFIRÐI LÆGSTA VERÐIÐ Í F FIRÐI E E I I Yfir þrjú þúsund manns eru látin eftir að jarðskjálfti skók suðausturhluta Tyrklands í gær. Skjálftinn stóri mældist 7,7 að stærð og skömmu síðar reið annar yfir sem mældist 7,6 að stærð. Hér eru björgunarsveitir í Hatay-héraðinu að bera konu út úr húsarústum við erfiðar aðstæður. Eiginmaður hennar er nokkrum skrefum á undan á leið í öruggt skjól. Neyðarkall hefur verið sent til alþjóðasamfélagsins. Sjá Síður 8-9 FréttabLaðið/getty benediktboas@frettabladid.is VINNUmARkAðUR Verkfall á sjö hót- elum Íslandshótela hefst í hádeginu í dag. Sáttafundur milli Eflingar og SA hefur verið boðaður í dag klukk- an 15.30. Dómur féll í héraðsdómi í gær tengdur kjaradeilu Ef lingar og SA og þarf Efling að afhenda kjörskrá vegna miðlunartillögu ríkissátta- semjara. Ef ling kærði þá niður- stöðu samstundis til Landsréttar, krefst f lýtimeðferðar og mun skila öllum gögnum vegna kærunnar í dag. Atkvæðagreiðslur um verkföll hjá bílstjórum og starfsfólki Edi- tion- og Berjayahótelanna halda áfram. Niðurstöður miðlunartillögu ríkissáttasemjara munu skera úr um hvort að yfirvofandi hrina verkfalla stöðvist eða haldi áfram. n Verkfall Eflingar hefst í hádeginu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.