Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 32
Það er eitthvað skemmti- legt að halda þetta á staðnum en ekki alfarið í streymi. Það er gaman að geta hist aftur. Merkisatburðir | Þetta gerðist | | 7. FEBRÚAR 1940 Elsku hjartans eiginmaður minn og besti vinur barna minna, Sigtryggur Benedikts skipstjóri, Hæðagarði 6, Höfn, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði þann 26. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju þann 18. febrúar kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Skjólgarðs. Streymt verður frá athöfninni á heimasíðu Bjarnanesprestakalls, www.bjarnanesprestakall.is Bryndís Flosadóttir Flosi Ásmundsson Laufey Helga Ásmundsdóttir Fanney Birna Ásmundsdóttir Sveinn Guðmundsson Dagný Rós Ásmundsdóttir Timothy Masteliwch Anita Rut Ásmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Gosi var önnur teiknimynd Walt Disney í fullri lengd og var ætlað að fylgja eftir vinsældum Mjallhvítar og dverganna sjö sem slegið höfðu rækilega í gegn. Gosi var frumsýndur í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum 7. febrúar 1940. Myndin var byggð á skáldsögunni vinsælu Ævintýri Gosa eftir Ítalann Carlo Collodi. Handritið sömdu Aurelius Batt­ aglia, William Cottrell, Otto Englander, Erdman Penner, Joseph Sabo, Ted Sears og Webb Smith. Fimm leikstjórar skiptu á milli sín köflum úr bókinni, þeir Norman Fergu­ son, T. Hee, Wilfred Jackson, Jack Kinney og Bill Roberts. Teiknimyndin um Gosa hlaut tvenn Óskarsverðlaun árið 1940. Fyrir bestu frumsömdu tónlistina, sem var eftir Leigh Harline og Ned Washington sem sömuleiðis sömdu lagið sem hlaut Óskarinn sem besta frumsamda lagið: When You Wish Upon a Star. n 1812 Byron lávarður flytur jómfrúarræðu sína í lávarða­ deild breska þingsins. 1942 Húsmæðraskóli Reykjavíkur tekur til starfa. Fyrsti skólastjórinn er Hulda Á. Stefánsdóttir. 1974 Concorde­þota lendir í fyrsta sinn á Keflavíkur­ flugvelli. 1985 „New York, New York“ verður opinber söngur New York­borgar. 1991 Írski lýðveldisherinn gerir sprengjuvörpuárás á Downing­stræti 10 í London þar sem ríkisstjórnar­ fundur stendur yfir. 1992 Evrópusambandið er stofnað með Maastricht­ samningnum. 1998 Vetrarólympíuleikarnir hefjast í Nagano, Japan. 2005 Ellen MacArthur setur met í einmenningssiglingu umhverfis jörðina þegar hún fer yfir markið við Ushant eftir 71 dags, 14 tíma, 18 mínútna og 33 sekúndna siglingu. 2014 Vetrarólympíuleikarnir 2014 eru settir í Sotsjí í Rúss­ landi. Teiknimynd um Gosa frumsýnd Jafnréttisdagar háskólanna á Íslandi fara nú fram. Dagarnir voru settir í gær með fyrirlestri um bakslagið í hinsegin baráttunni en þeim lýkur á fimmtudag með sam- eiginlegri ráðstefnu skólanna sjö. benediktboas@frettabladid.is Jafnréttisdagar fara nú fram í háskólum landsins og víðar og standa dagarnir yfir til 9. febrúar. Bakslagið í hinsegin baráttunni, netið, kvenhatur og sam- særiskenningar, stéttaskipting í íslensku málsamfélagi, umræður um vald, máls- meðferð stjórnvalda í málum f lótta- kvenna, jafnréttisvöfflur, upplifun og aðgengi jaðarhópa að háskólanámi, einhverfuhittingur, öráreiti og femínísk sjálfsvörn sem forvörn við kynbundnu ofbeldi er aðeins brot af veglegri dagskrá Jafnréttisdaga. Það var í mörg horn að líta hjá Birtu Ósk Hönnudóttur, verkefnisstýru Jafn- réttisdaga, þegar Fréttablaðið heyrði í háni en dagarnir voru settir í gær með fyrirlestri um bakslagið í hinsegin bar- áttunni. „Það er margt að gerast á næstu dögum, fróðlegt en líka skemmtilegt. Fjórði dagurinn, sem er á fimmtudag, verður ráðstefnudagur þar sem allir háskólarnir standa að sameiginlegri ráðstefnu sem verður bæði í hátíðar- sal Háskólans á Akureyri og hátíðarsal Háskóla Íslands, og í beinu streymi,“ segir hán. Dagarnir eru eitt stærsta samstarfs- verkefni háskólanna sjö sem eru á Íslandi en hafa farið fram undanfarin tvö ár á netinu vegna kórónaveirufarald- ursins. Birta segir að það sé skemmtilegt að geta hist að nýju. „Þetta er skemmti- legt verkefni að stýra. Það er mikið samstarf á milli háskólanna og það er eitthvað skemmtilegt að halda þetta á staðnum en ekki alfarið í streymi. Það er gaman að geta hist aftur,“ segir hán. Dagskráin hefur bæði tekið mið af málefnum líðandi stundar og þeim öru breytingum sem eru í málaflokknum og samfélaginu. Þátttakendur og fyrir- lesarar koma meðal annars úr háskóla- samfélaginu, frá ýmsum stofnunum og félagasamtökum, ásamt fleiri aðilum. Dagarnir voru settir í gær með við- burði á vegum samráðsvettvangs jafn- réttisfulltrúa háskólanna. Þá komu þau Bjarni Snæbjörnsson, leikari, skemmti- kraftur og rithöfundur, og Svandís Anna Sigurðardóttir, sérfræðingur í hinsegin og kynjajafnréttismálum á Mannrétt- inda- og lýðræðisskrifstofu Reykja- víkurborgar, og ræddu það bakslag sem hefur orðið í hinseginbaráttunni undan- farin misseri. Viðburðurinn var í beinu streymi og opinn öllum, eins og allir aðrir viðburðirnir. Alls verða yfir 20 spennandi stað- og fjarviðburðir á boðstólum. Fólk sem skilgreinir sig einhverft, hvort sem það hefur greiningu eða ekki, stendur fyrir hittingi og kynjafræðinemar í fram- haldsskólum ætla ásamt kennurum að ræða kynlífsmenningu, rasisma og kynjafræði. Einnig verða forvarnir og viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum og kynferðisleg áreitni á vinnumarkaði til umræðu. „Það eru alls konar viðburðir. Bæði fræðilegir og skemmtilegir. Við reynum alveg að vera með viðburði þar sem málefni líðandi stundar er skoðað. Til dæmis um ofbeldi í samböndum ungmenna. Þar er verið að ræða bæði forvarnargildið og einnig hvaða tól skólar hafa til að tækla það,“ segir Birta. n Birta Ósk Hönnudóttir er verkefnisstýra Jafnréttisdaga háskólanna sem nú standa yfir. Mynd/Aðsend Alls verða 20 stað­ og fjarviðburðir á boðstólum á þessum jafnréttisdögum en þeir voru settir í gær með fyrirlestri um bakslag í hinseginbaráttunni. Fróðlegt og fræðandi en líka skemmtilegt 16 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 7. FeBRúAR 2023 ÞRIÐJUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.