Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 12
Skýrsla Ríkisendur- skoðunar er áfellis- dómur yfir Alþingi og íslenskum stjórn- völdum Kostnaður við skrán- ingu lyfja er langtum hærra hlut- fall veltu á Íslandi en annars staðar á Norður- löndum. Það leikur tæpast á tveim tungum að einhver sú mikilvægasta ræða, sem hefur verið flutt að því er varð- ar síðari tíma umræðu um sjálfstæði og fullveldi Íslands, var ræða Einars Þveræings Eyjólfssonar í kjölfar þess að Þórarinn Nefjólfsson fór þess á leit á Alþingi að Íslendingar gæfu Noregskonungi Grímsey. Hefur ræða þessi í raun verið ákveðin fyr- irmynd að andstöðu gegn erlendu áhrifavaldi á Íslandi. Í ræðu sinni varaði Einar við því að Grímsey yrði gefin Noregskonungi því þar mætti fæða her og Ísland yrði því yfirtekið: „Og ef þar er útlendur her og fari þeir með langskipum þaðan þá ætla eg mörgum kotbóndunum muni þykja verða þröngt fyrir dyrum.“ Þessi frægu heilræðis- og varnaðar- orð Einars Þveræings eru íslenskum stjórnvöldum og þingmönnum því miður löngu gleymd. Því nú er þegar hafin innrás Norðmanna, að vísu ekki Noregs- konungs heldur norskra auðmanna sem flýja nú heimaland sitt vegna skattheimtu þar í landi, líkt og Ingólfur Arnarson forðum, og hafa komið fyrir soldátum í íslenska firði án endurgjalds. Soldátarnir eru norskir eldislaxar í netapokum sem ógna náttúru Íslands og 10.000 ára gömlum íslenskum laxastofni, sem munu á enda leiða til þess að mörgum kotbóndanum mun þykja verða þröngt fyrir dyrum, enda er veiði á laxfiskum gríðar- lega mikilvæg tekjulind í hinum dreifðu byggðum landsins. Íslenski herinn (villti laxastofninn) er enda fámennur miðað við þann norska. Íslenski herinn telur einvörðungu um 50-60 þúsund fiska, meðan sá norski hefur að geyma 18,6 milljónir í netapokum. Norski herinn er því 338-falt stærri. Engum vafa er undirorpið að netapokalaxinn ógnar náttúruleg- um laxfiskastofnum og iðnaðurinn er mengandi, svo ekki sé kveðið fastar að orði. Það segir reynslan okkur m.a. frá Noregi, Chile, Bandaríkjunum, Skotlandi, Írlandi, Kanada og f leiri löndum. Svartar skýrslur liggja fyrir, m.a. frá Noregi, um erfðamengun vegna slysaslepp- ingar og laxalúsa úr netapokunum, en íslensk stjórnvöld stinga höfðinu í sandinn. Meira að segja Vinstri grænir, sem eiga þó á tyllidögum að standa fyrir náttúruvernd, eru í raun hörðustu stuðningsmenn norskra auðmanna sem eiga um 90% í þessari mengandi atvinnu- grein. Vanþekkingin er algjör, enda var því m.a. haldið fram í svörum matvælaráðherra að erfðablöndun eldislaxa við villta íslenska laxa- stofna hafi ekki verið staðfest, sem er bersýnilega rangt enda þurfti ráð- herrann að bakka með þessa röngu fullyrðingu, sem hverjum manni mátti þó vera fullkomlega ljós. Umhverfisráðherra vílar það ekki fyrir sér að skipa stuðningsmenn og „lobbíista“ netapokaeldisins í starfshópa á vegum ríkisvaldsins, sem sýnir fram á að ráðherrar ríkis- stjórnarinnar eru í engu að vinna að vernd hinnar íslensku náttúru. Íslensk stjórnvöld hafa sýnt það í verki að þau standa þétt að baki hinum erlendu aflandsfélögum sem ætla að fénýta íslenska náttúru. Getuleysi stjórnvalda í málaflokki þessum hefur verið gagnrýnt árum saman og því kemur það engum á óvart að Ríkisendurskoðun hafi skilað kolsvartri skýrslu um fisk- eldi og að í skýrslunni sé að finna metfjölda ábendinga og tillögur að úrbótum. Netapokafyrirtækin hafa enda náð ótrúlegum árangri í að beygja stjórnvöld og komist undan nær öllum hækkunum á fiskeldis- gjöldum. Aðgangur að takmörkuð- um hafsvæðum í hinu ómenguðu hafsvæðum í sameign Íslendinga hefur í raun verið gefinn norskum auðmönnum enda Einar Þveræingur gleymdur íslenskum stjórnvöldum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er áfellisdómur yfir Alþingi og íslensk- um stjórnvöldum sem hafa nú um árabil horft fram hjá því að eldi í netapokum er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu og mun valda óbætanlegum og óafturkræfum skaða á íslensku lífríki, enda víla netapokafyrirtækin það ekki fyrir sér að hella eitri í íslenska firði. Þá horfa stjórnvöld algjörlega fram hjá því að fyrirtækin geta auðveldlega komið því við að þau séu rekin með bókhaldslegu tapi og komist þannig fram hjá greiðslu á tekjuskatti. Skýrslan sýnir raunar fram á að stjórnsýsla og eftirlit með sjókví- aeldi hafi verið veikburða og brota- kennt og ekki í stakk búin til að takast á við aukin umsvif hinnar mengandi stóriðju á síðustu árum. Öll lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi er í rjúkandi rúst. Staðan er því einfaldlega sú að íslensk stjórnvöld hafa fallið á kné fyrir norskum auðmönnum og til- biðja ekki gullkálf við rætur Sínaei- fjalls heldur líkneski af norskum netapokalaxi sem mun valda óafturkræfum skaða á íslenskri náttúru og ógnar hinum íslensku „kotbændum“. Er ekki kominn tími til að dusta rykið af varnaðarorðum Einars Þveræings? n Af Einari Þveræingi og norskum laxi í netapokum Jón Þór Ólason formaður Stanga- veiðifélags Reykjavíkur Lyfjaskortur hefur verið til umræðu hér á landi undanfarna mánuði. Að einhverju leyti er um alþjóðlegt vandamál að ræða, t.d. vegna skorts á hráefnum og hnökra í aðfanga- keðjum, sem á ekki frekar við um Ísland en önnur lönd. Lyfjastofnun hefur hins vegar réttilega bent á það vandamál að úrval lyfja er minna á Íslandi en í f lestum nágrannalöndunum. „Okkur vantar f leiri markaðssett lyf og fleiri samheitalyf. Við höfum barist fyrir að fá undanþágur frá merkingum og hvetjum aðila til að vera með á íslenskum markaði,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í Frétta- blaðinu í lok september sl. Í skýrslu starfshóps um neyðar- birgðir var bent á að hér á landi eru skráð um 3.300 vörunúmer lyfja, samanborið við 9-14 þúsund í nágrannalöndunum. Ekki þarf að fara í grafgötur um að það að færri lyf séu skráð hér á landi þýðir að meiri hætta getur orðið á skorti ef eitt lyf vantar og önnur með sam- bærilega virkni eru ekki skráð og markaðssett. Í skýrslunni kemur fram að skráðum lyfjum hefur fækkað und- anfarin ár, á sama tíma og undan- þágulyfjum hefur fjölgað í um 1.100. Þetta þýðir að um fjórðungur vöru- númera lyfja sem eru í notkun á Lyfjaframleiðendur fældir frá íslenskum markaði Ólafur Stephensen framkvæmda- stjóri Félags at- vinnurekanda Íslandi eru undanþágulyf, en það er yfirlýst markmið Lyfjastofnunar og annarra heilbrigðisyfirvalda að fækka undanþágulyfjunum. Félag atvinnurekenda hefur bent á að stefna stjórnvalda er stóri skýringarþátturinn í því að skráðum lyfjum fækkar á Íslandi og ný lyf, sem eru bæði með bætta virk ni og hag- kvæmari í notk- un en eldri lyf, fást ekki skráð og markaðssett. Annars vegar er það stefna stjórnvalda um að heildsöluverð lyfja skuli mið- ast við lægsta verð eða meðalverð á margfalt stærri mörkuðum, sem fælir lyfjaframleiðendur frá því að skrá og markaðssetja lyf sín á Íslandi. Hins vegar er það gjaldtaka Lyfjastofnunar sjálfrar við skrán- ingu lyfja sem er fyrirstaða. Kostn- aður við skráningu lyfja er langtum hærra hlutfall veltu á Íslandi en annars staðar á Norð- urlöndum. Ætla má að velta 20-30 prósenta skráðra lyfja standi í raun undir skráningar- gjöldum, en í 70-80 prósentum til- vika gerir hún það ekki. Því miður bendir ekkert til þess að heilbrigðisráðuneytið eða Lyfja- stofnun taki mark á ábendingum um að hár skráningarkostnaður hindri að ný lyf séu skráð á Íslandi. Heilbrigðisráðherra gaf að minnsta kosti út nýja gjaldskrá Lyfjastofn- unar, sem tók gildi í ársbyrjun, þar sem meðalhækkun allra liða, þar með talinna gjalda fyrir skráningu lyfja, er 10,6 prósent. Þetta heitir ekki að „hvetja aðila til að vera með á íslenskum mark- aði“. Þetta heitir að fæla þá frá. n 12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 7. FEBRúAR 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.