Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 18
Ég var alltaf ákveð- in í því að opna mína eigin stofu en eftir þrjár annir í hárgreiðslu og eins árs samning áttaði ég mig á því að þetta væri ekki það sem ég vildi vinna við. Ég sé ekki fyrir mér að gervigreindin muni taka alveg við af okkur mannfólkinu í þessum geira í bráð, því ég held að það muni áfram þurfa mannshug- ann til að greina það sem tæknin færir okkur. Eftir örstuttan feril innan hársnyrtigeirans blossaði bókaragenið skyndilega upp. Ester hefur nú á 27 ára starfs- ferli og með djarfri fram- sækni skapað sér drauma- starfið hjá VSÓ. jme@frettabladid.is Ester Ottesen hefur verið viður- kenndur bókari síðan árið 2015 en unnið í faginu frá 1998. Hún er 46 ára gömul og starfar sem sér- fræðingur á fjármálasviði hjá VSÓ Ráðgjöf, alhliða ráðgjafar- og verk- fræðifyrirtæki. „Þar stýri ég aðal- bókhaldi og launabókhaldi ásamt ýmsum sérverkefnum tengdum mannauðsmálum,“ segir Ester. „Það eru forréttindi að hafa fengið að þróast og vaxa með fyrirtækinu sem taldi 39 starfs- menn þegar ég byrjaði. Nú erum við rúmlega 90 manns og hefur fjármálasviðið tekið breytingum í takt við það. VSÓ er einstakt fyrir- tæki og við erum eins og ein stór fjölskylda,“ segir Ester sem er gift Eyjamanni og saman eiga þau tvö uppkomin börn. „Sjálf er ég gall- harður KR-ingur en syng annað slagið ÍBV-lagið fyrir karlinn svo hjónabandið sé alltaf í topp- málum,“ segir Ester og hlær. Bókaragenið blossar upp Bókarastarfið var að sögn Esterar langt frá því að vera drauma- staðan í upphafi. „Ég var með mjög ákveðnar skoðanir og ég ætlaði sko aldrei að vinna á skrifstofu eins og mamma. Draumurinn var að verða hárgreiðslukona. Ég kláraði verslunarprófið í Verslunarskól- anum og fór svo í Iðnskólann í hárgreiðslu. Ég var alltaf ákveðin í því að opna mína eigin stofu en eftir þrjár annir í hárgreiðslu og eins árs samning áttaði ég mig á því að þetta væri ekki það sem ég vildi vinna við. Eftir mikla hvatningu frá foreldrum mínum sótti ég um sem móttökuritari hjá VSÓ árið 1995, en það átti að vera tímabund- ið á meðan ég kláraði stúdentinn.“ Svo kom að því að bókaragenið úr móðurættinni blossaði upp, eins og Ester orðar það. „Auk KR-gensins þá bý ég að innbyggðum bókhalds- skilningi. Mamma mín Guðlaug Þorgeirsdóttir er skrifstofustjóri hjá BYGG og báðir bræður hennar eru viðskiptafræðingar. Óhætt er að segja að bókaragenið kemur frá pabba þeirra, Þorgeiri Sigurðssyni löggiltum endurskoðanda, en hann lést árið 1971, aðeins 37 ára gamall,“ segir Ester. Hræðist ekki tækninýjungar Eftir 27 ár á sama vinnustað býr Ester að gríðarlega fjölbreyttri starfsreynslu. „Ég hef upplifað allt frá uppsveiflu að hruni. Ég hef lifað útrás VSÓ til Noregs, unnið með norskt bókhald og fyrirtækið hefur stækkað hratt síðustu ár. Síðan hafa miklar tækniframfarir gert vinnuna síbreytilega. Þetta er ómetanleg reynsla sem ekki verður kennd með bókum. Ég er ansi framsækin og reyni alltaf að vera með puttann á púls- inum og skrefinu á undan. Ég sæki reglulega námskeið sem nýtast í starfi til að gera vinnuna eins sjálf- virka og um leið eins skemmtilega og hægt er. Það hljómar kannski undarlega en með því að nota tæknina til að einfalda bókhalds- ferlið sparast mikill tími sem má nýta í önnur krefjandi verkefni. Maður er því alltaf að græða. Sjálf- virknin kemur í veg fyrir ýmsar villur og bókhaldið sýnir raun- stöðu allt að því daglega. Í Covid þurfti að bregðast hratt við vegna fjarvinnu og láta allt ganga áreynslulaust fyrir sig. Ég vinn með frábæru teymi og saman fundum við lausnir sem manni hefði ekki dottið í hug að fara út í fyrir þann tíma. Þar af leiðandi er bókhaldið nú orðið 95 pró- sent pappírslaust og ég hef varla prentað á pappír í tæp þrjú ár. Það felst líka mikill ávinningur í pappírslausu bókhaldi en um leið minnkum við kolefnisspor. Í þau fáu skipti sem ég þarf þess þá fyll- ist ég prentskömm,“ segir Ester. „Nýlegt framfaraskref er inn- leiðing á rafrænum ráðningar- samningum. Í stað skriflegrar undirritunar er samningurinn nú sendur til rafrænnar undirritunar. Heilmikill tími sparast og um leið verður úrvinnsla og geymsla gagna einfaldari, enda höfum við fært alla undirritun, hvort sem það er verk- eða samgöngusamn- ingur, í rafræna undirritun. Það magnaða er að þetta gerir vinnuna svo skemmtilega.“ Möguleikar gervigreindar En hvað finnst þér um gervigreind? Er þetta þróun sem þú hræðist í þínu starfi? „Gervigreind er ekki enn mikið rædd í stéttinni, en ég sé fyrir mér að það mætti vel nýta hana í ákveðnum verkefnum. Mikill tími myndi sparast við einfaldar aðgerðir eins og ef ekki þyrfti að lykla alla rafræna reikninga, heldur gæti gervigreindin lesið og lyklað það sem er á reikningum. Sjálfvirknin leyfir okkur nú þegar að búa til bókunarstýringar en þær eru samt enn þá háðar ákveðnum takmörkunum. Ég sé ekki fyrir mér að gervigreindin muni taka alveg við af okkur mannfólkinu í þessum geira í bráð, því ég held að það muni áfram þurfa mannshugann til að greina það sem tæknin færir okkur. Það er ótrúlega spennandi að fylgjast með tækniframförum í greininni og ef einhver heldur því enn þá fram að bókhald og endurskoðun sé leiðinleg vinna, er kominn tími til að henda þeirri hugsun út. Þar að auki hafa mörg ekki áttað sig á því að það þarf góða bókhaldsþekkingu til að vinna að lausn loftslagsmála. Hver veit, kannski ég verði komin á umhverfissvið VSÓ áður en langt um líður. Að því sögðu er það auð- vitað á manns eigin ábyrgð að gera starfið sitt eins skemmtilegt og mögulegt er. Bókhald er nefnilega ekki bara debet og kredit,“ segir Ester kankvíslega. n Bókhald er ekki bara debet og kredit Ester Ottesen segist hvergi bangin við tækniframfarir og nýjungar í bókarabrans- anum. Fréttablaðið/ Valli Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu þriðjudaginn 14. febrúar 2023 en þau eru árleg. Í fyrra hlutu Samkaup verðlaunin sem afhent voru af forseta Íslands. Fundurinn í ár hefur fengið yfir- skriftina Færniþörf á vinnumark- aði og fer fram frá klukkan 9-10.30. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Sam- taka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnu- lífsins. „Á fundinum greinum við eftirspurn eftir vinnuafli þvert á atvinnugreinar í því augnamiði að skilgreina hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar svo vinnuaflsskort- ur, hvort sem um er að ræða hæfni og færni eða einfaldlega í fjölda vinnandi handa, verði ekki til þess að vöxtur í atvinnu- og efnahags- lífi verði minni en ella hefði orðið,“ segir á heimasíðu SA. „Aðgerðir í mennta- og fræðslu- málum er varða námsframboð, breytingar varðandi dvalar- og atvinnuleyfi erlends starfsfólks og annað sem aukið gæti sveigjan- leika á íslenskum vinnumarkaði gagnast best ef ákvörðunin er byggð á áreiðanlegum gögnum. Marktæk spá um færniþörf er þar lykilatriði.“ Meðal þátttakenda í dagskrá eru: n Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA n Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra n Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir Mennta- verðlaun atvinnulífsins þeim fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og mennta- mála. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrir- tæki ársins er valið og mennta- sproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið. n Menntaverðlaun atvinnulífsins Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kynnir niður- stöður könnunar og greiningu á færniþörf á vinnumarkaði í Hörpu. Er bókarinn þinn viðurkenndur bókari og í félaginu? Okkar félagsmenn sækja endurmenntunarnámskeið til að viðhalda hæfni og bæta fagmennsku. Það getur þú bókað! Suðurhrauni 10 - 210 Garðabæ - 691 9515 - fvb@fvb.is 4 kynningarblað 7. febrúar 2023 ÞRIÐJUDAGUREndurskoðun og Bókhald

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.