Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 4
N4 leitaði ekki til okkar eftir beinum fjárhagsstuðningi. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra Lífið er núna-dagurinn fer fram á fimmtudag. Eldstöð getur losað allt að 30 sinnum meira í dvala en í gosi. Þetta fór samt fram úr því sem við þorðum að óttast. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata bth@frettabladid.is Fjölmiðlar „Það er sorglegt til þess að hugsa að staðan sé svona, þetta er mikill missir fyrir samfélagið,“ segir Halla Björk Reynisdóttir, for- maður bæjarráðs Akureyrar, um að sjónvarpsstöðin N4 sé komin í þrot. Halla Björk segir að stjórnvöld verði að bregðast við ef einkareknir fjölmiðlar, staðarmiðlar ekki síður en landsmiðlar, eigi að geta þrifist hér á landi. Það kynni að bæta rekstrarstöðu þeirra töluvert ef Ríkisútvarpinu yrði kippt af aug- lýsingamarkaði en hennar skoðun sé að þá yrði að bæta Ríkisútvarp- inu upp tekjutapið. „En þetta gengur ekki svona.“ Samningur var gerður árið 2010 um að sýna bæjarstjórnarfundi á Akureyri á N4. Framtakið var hugsað sem styrkur. Honum var rift fyrir tveimur árum á grunni jafnræðisreglu. Óverjandi þótti að styrkja einn fjölmiðil umfram annan að sögn Höllu Bjarkar. Mikið umrót varð á Alþingi fyrir jól vegna óskar um styrk sem barst fjárlaganefnd frá sjónvarps- stöðinni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að N4 hafi ekki sérstaklega leitað til hennar ráðuneytis vegna rekstrarvandans. Fundur hafi farið fram á þessu ári milli ráðuneytisins og stjórnarformanns N4, en efni fundarins hafi fyrst og fremst verið kynning á efnistökum sjónvarps- stöðvarinnar. „N4 leitaði ekki til okkar eftir beinum fjárhagsstuðningi,“ segir Lilja. Hún segir eftirsjá að fjölmiðl- inum. „N4 hefur verið mjög öflug sjón- varpsstöð og hefur búið til góða sjónvarpsþætti.“ n Stjórnarformaður N4 fundaði með ráðherra um efnistök kristinnhaukur@frettabladid.is vísindi Eldfjöll losa allt að þrjátíu sinnum meira af gróðurhúsaloft- tegundum þegar þau liggja í dvala en í gosi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna við Wash- ington-háskóla í Bandaríkjunum sem birt var í tímaritinu Geophysical Research Letters. Rannsóknin byggir á mælingum á ískjörnum sem boraðir voru upp úr Grænlandsjökli. Í þeim er hægt að lesa sögu loftslagsins árhundruð aftur í tímann og sjá áhrif eldfjalla, þar á meðal íslenskra. Rannsóknin beindist að mælingum á súlfati frá árunum 1200 til 1850, fyrir tíma iðn- byltingarinnar. Gríðarleg losun verður í hverju eldgosi en langt getur verið á milli þeirra. Á meðan losnar gas upp úr eldstöðinni. Samkvæmt rann- sókninni er magnið frá því að vera tífalt í þrjátíufalt. Vitað var að eld- fjöll myndu leka gróðurhúsaloft- tegundum í dvala en rannsóknin sýnir að magnið er þrefalt það sem áður var talið. Samkvæmt Ursulu Jongebloed, doktorsnema sem leiddi rannsókn- ina, verður að gera betur ráð fyrir áhrifum eldfjalla í reikniformúlum um loftslagsbreytingar. Þannig verða þau markmið sem mannkynið setur sér nær raunveruleikanum. n Eldfjöll leka mun meira en var talið Hekla er mjög virk eldstöð. Fréttablaðið/Ernir Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu um eftirlit stjórn- sýslunnar með fiskeldi hér á landi í gær. Alls bárust tutt- ugu ábendingar um úrbætur og virðist sem svo að það ríki ákveðið stjórnleysi í eftirliti með starfsgreininni. kristinnpall@frettabladid.is  stjórnsýsla „Samandregið er þetta áfellisdómur yfir stjórn- sýslunni, eftirlitinu og lagaum- hverfinu sem fylgir þessari grein,“ segir Sigmar Guðmundsson, þing- maður Viðreisnar og meðlimur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis en skýrsla Ríkisendur- skoðunar um eftirlit stjórnsýsl- unnar með fiskeldi hér á landi var kynnt í gær. Skýrslan var kynnt fyrir stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndinni í gær þar sem kom fram að fyrri aðgerðir til að auka skilvirkni kerfisins hefðu ekki náð mark- miðum. Ekki hafi tekist að skapa sátt innan greinarinnar og það hafi komið í ljós að allir aðilar málsins, hvort sem um ræði hags- munaaðila, matvælaráðuneytið eða aðrar stofnanir, séu ósáttir við núverandi kerfi. „Stjórnsýslan og eftirlitið er allt- af að eltast við uppbygginguna og nær aldrei utan um þetta. Annað sem mér finnst ámælisvert er að þarna kemur fram að hagsmuna- aðilar komi að því að semja til- tekna þætti í regluverkinu. Þarna séu hagsmunaaðilar að hafa áhrif á regluverkið,“ segir Sigmar. Hann gerir ráð fyrir að málið verði rætt á næstu þingfundum. „Forsætisráðherra var spurð út í þetta í þinginu og hún talaði aðal- lega um að núverandi matvælaráð- herra hefði vakið athygli á þessu. Það er ekki það sem skiptir máli, núverandi ríkisstjórn er búin að sitja með þetta í fanginu í langan tíma,“ segir Sigmar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingkona Pírata, sem er einnig í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, tók í sama streng og Sigmar. „Niðurstaðan kom ekki beint á óvart, það hafa vísbendingar verið á lofti um að þetta væri í ólagi en þetta fór samt fram úr því sem við þorðum að óttast. Við höfum reynt að benda á þetta í áraraðir, hversu alvarleg staðan var án regluverks og núna sér maður afleiðingarnar,“ segir Arndís. Hún segir flækjustigið skapa kjöraðstæður til spillingar. Stjórnleysi í eftirliti með fiskeldi Fiskieldi á Íslandi tífaldaðist á árunum 2014 til 2021. Fréttablaðið/GEtty benediktboas@frettabladid.is samFélag Kraftur, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hvetur landsmenn að halda upp á Lífið er núna-daginn á fimmtudag og skarta þá einhverju appelsínu- gulu, staldra við og njóta líðandi stundar með fólkinu í kringum sig. Nota jafnvel sparistellið. Ekki bíða eftir mómentinu, eins og segir í til- kynningu Krafts. „Við mælum auðvitað tvímæla- laust líka með að kaupa appelsínu- gula eða svarta Lífið er núna-húfu til að skella á kollinn á fimmtudag- inn en hún er líka frábær í þessum gulu og appelsínugulu viðvörunum sem eru sífellt í kortunum núna. Svo veðrið leikur sko við okkur í Krafti,“ segir Þórunn Hilda Jónas- dóttir, markaðs- og kynningarfull- trúi Krafts. n Allir í eitthvað appelsínugult Kraftur hvetur fólk til að bíða ekki eftir mómentinu heldur lifa núna. „Flæk ju stig ið er að skapa umhverfi sem getum ekki kallað annað en kjöraðstæður fyrir spill- ingu. Þetta er búið að vera stefnu- laust og rekið áfram af mikilli græðgi. Það eru miklir fjármunir í spilinu og mikið gróðatækifæri. Aðilar sem sjá tækifærið í hendi sér, að vaða áfram í stjórnlausu kerfi, sem er á ábyrgð stjórn- valda,“ segir Arndís og heldur áfram: „Það eru vísbendingar um að aðilar séu vísvitandi að koma í veg fyrir að eftirliti sé sinnt, það er sláandi og að það séu engin úrræði við því,“ segir Arndís. n 4 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 7. FeBRúAR 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.