Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 29
Í aðdraganda síðustu kosninga var það slagorð Vinstri grænna að það skipti máli hver stjórnar. Sölu- punkturinn var væntanlega sá að ríkisstjórn með aðkomu Vinstri grænna yrði bæði vænni og grænni. Jafnvel þótt reynslan hefði ekki leitt neitt slíkt í ljós. Þeirra framlag undanfarin ár hefur nefnilega fyrst og fremst snú- ist um að vera varadekkið á annars rasandi og fallvöltum vagni Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks. Þar er ekki að finna sérdeilis mörg græn mál, né heldur mál sem teldust vinstrisinnuð í framkvæmdinni. Í staðinn fyrir að ef la almenn- ingssamgöngur til framtíðar eru skapaðar ívilnanir sem margfalda fjölda einkabíla á götum úti. Lög- reglan er síðan komin með raf- byssur án þess að það hafi verið borið undir kóng, prest eða Alþingi – og svo mætti áfram lengi telja. Margir gallar – engir kostir Bak við mörg þessara mála má þó oft finna einhverja áþreifanlega hagsmunabaráttu, einhverja raun- verulega pólitík, hvort sem við erum sammála því að þetta sé góð pólitík eða ekki. Aftur á móti eru sum mál sem eru öllu óskýrari. Frábært dæmi um slíkt er útlend- ingafrumvarp dómsmálaráðherra, en það er virkilega erfitt að sjá hvaða hagsmuni það á að verja. Það fækkar ekki f lóttafólki sem til landsins kemur, lengir frekar en styttir málsmeðferð og skerðir mikilvæg grundvallarmannrétt- indi f lóttafólks. Ekki nóg með það að frumvarpið skerði réttindi flótta- fólks – heldur eru ekki einu sinni einhverjir skrifræðishagsmunir í húfi, líkt og að auka skilvirkni eða minnka kostnað. Núverandi lög ráða vel við vandamálið Hvað skilvirkni varðar þá sýnir móttaka okkar á f lóttafólki frá Úkraínu án nokkurs vafa að vand- inn snýst ekki um lögin heldur framkvæmdina. Stjórnvöld eru svo léleg í því að fylgja lögunum að þau vilja breyta þeim til þess að gera lífið auðveldara fyrir sig, jafn- vel þótt réttindi fólks á f lótta séu fótum troðin og lífið gert margfalt erfiðara fyrir þau – eins og það hafi ekki verið nógu erfitt fyrir. Að Vinstri græn séu tilbúin að fórna réttindum og jafnvel lífi og heilsu f lóttafólks, sem í mörgum tilvikum eru börn, til að verja and- litslaust stjórnsýslukerfi kemur ekki endilega á óvart miðað við fyrri skref ríkisstjórnar Katrínar Jakobs- dóttur. Samt eru þetta vonbrigði. Komið að ögurstundu Það er komið að ögurstundu í þessu máli. Þeim okkar sem líkar það illa að frumvarpið muni auka kostnað, minnka skilvirkni og skerða rétt- indi eins viðkvæmasta hóps sam- félagsins ber að grípa til samheldins og þverpólitísks átaks. Hér þurfum við að standa saman. Ég hvet öll þau ykkar sem styðjið aðra flokka en Pírata en hugnast frumvarpið illa að tala við kjörnu fulltrúana ykkar og hvetja þá til að beita sér gegn málinu. Því fleiri því betra. Ef það skiptir máli hver stjórnar, er þá ekki komið að því að Vinstri græn stjórni? Það er kannski ólík- legt að þau nái mikið af sinni stefnu fram í núverandi samstarfi en þau gætu í það minnsta hætt að hleypa áfram óskynsamlegum hugmynd- um annarra flokka sem grafa undan mannréttindum – þá gætu þau allt eins leyft einhverjum öðrum að stjórna. n Stjórnið þá Úrsúla Jünemann kennari á eftir- launum og nátt- úruvinur Öllum hér á Íslandi ætti að þykja vænt um hafið sem umlykur eyj- una okkar. Hafið ber með sér Golf- strauminn (alla vega enn þá) og veldur milda úthafsloftslaginu sem gerir okkur kleift að búa hér. Hafið er frjósamt af næringarefnum og gefur okkur allan þennan fisk sem við veiðum á hverju ári. Því fylgir mikið ríkidæmi, sem mætti að vísu skipta jafnar. En hvernig pössum við upp á hafið okkar? Hvað þýða hugtökin hafvernd og hafverndarsvæði? Þann 31. janúar skrifar Hörður Sigurbjarnarson grein í Frétta- blaðið þar sem hann bendir á hve Íslendingar eru langt á eftir öðrum þjóðum hvað snertir að skilgreina ákveðin hafsvæði sem verndar- svæði. Í heimsmarkmiðum Sam- einuðu Þjóðanna stendur að 10 prósent af hafsvæðum skulu vera skilgreind sem verndarsvæði fram til 2020 til að stuðla að líffræðileg- um fjölbreytileika og endurheimt vistkerfa auk sjálf bærra nýtingar þeirra. Við hér á landi stöndum okkur engan veginn í þessu átaki, erum með einungis 0,07 prósent hafsvæðis verndað. En snúum okkur að öðru sem snertir hafið okkar. Í mörgum f jörðum er stundað f iskeldi í sjókvíum. Þessu fylgir skuggalega mikil mengun. Úrgangur úr fiskum og fóðurleifar sökkva til botns og skemma margbreytilegt lífríki. Eitur sem á að koma í veg fyrir laxalús hefur afar slæm áhrif. Plastagnir úr fóðurrörum dreifast um þessi svæði og lenda í meltingarfærum dýra og svo loksins líka í okkur. Það ætti skilyrðislaust að takmarka slíkt fisk- eldi og koma því í land þar sem er hægt að ganga frá tilfallandi úrgangi á viðeigandi hátt. En það kostar, og menn verða kannski ekki ríkir á einni nóttu. Óhemjumikið rusl safnast fyrir í sjónum, þó að menn hafa áttað sig á því að hafið tekur ekki enda- laust við. Umgengni hefur batnað en betur má ef duga skal. Sérstak- lega eru ónýt veiðarfæri slæm fyrir lífríkið og skelfilega mikið af þeim leynist á hafsbotni. Þetta verður að dauðagildru allskonar sjávardýra þegar þau flækjast í þeim. Hvalveiðar eru auðvitað alveg úr myndinni hvað verndun hafsins snertir. Sú mýta að hvalir éti frá okkur allan fiskinn er auðvitað þvæla. Hvalir gegna mikilvægu hlutverki í lífskeðjunni. Margir þeirra nærast einungis á smádýrum. Þegar þeir deyja og sökkva til botns þá gefur stóri skrokkurinn nær- ingu fyrir ótalmargar litlar lífverur sem koma aftur stærri lífverum til gagns. Þannig er það í heilbrigðum kerfum sem tryggja hringrásirnar í náttúrunni. Það er því miður margt að hjá okkur hvað verndun hafsins snertir, því miður. Útnýting og græðgi eiga ekki að ráða heldur heilbrigð skyn- semi sem tekur mark á langtíma- sjónarmiðum. n Hafið bláa hafið Sveinn Sveinsson sjúkraþjálfari á Sjúkravaktinni Nú stendur til boða að fá tíma hjá sjúkraþjálfara á kvöldin alla virka daga á Læknavaktinni. Til að bóka tíma er annað hvort hægt er að mæta beint á vaktina eða bóka tíma á www.noona.is. Ekki þarf tilvísun frá lækni. Með þessari þjónustu vilja sjúkra- þjálfarar rétta hjálparhönd við að létta á Bráðamóttöku Landspítal- ans. Einstaklingar geta því mætt beint á sjúkraþjálfaravaktina eftir slys, áverka eða skyndilega verki í stað þess að leita á Bráðamót- tökuna. Sjúkraþjálfari á vakt skoðar, greinir og fræðir einstaklinginn um hvað sé mögulegt að gera til að flýta bata og minnka verki. Hann veitir fyrstu meðferð og fer yfir hvaða æfingar er æskilegt að gera, hvað skal forðast og hvers megi vænta á næstu vikum. Sjúkraþjálfarar sem starfa á vakt- inni hafa langa reynslu. Þeir taka á móti öllum sem eiga við verkja- vandamál að stríða eða þeim sem eru að bíða eftir að komast að hjá sérfræðingum, læknum eða sjúkra- þjálfurum. Með því að mæta í eitt skipti til sjúkraþjálfara er hægt að fá að vita hvað má gera, hvað sé hægt að gera og fá m.a. ráð til að minnka bólgur og verki. Það að fá ráðlegg- ingu frá sjúkraþjálfara eykur öryggi og styrk til að takast á við vanda- málið. Nú þegar hefur fjöldi einstaklinga með verki leitað til sjúkraþjálfara á vaktinni og fengið meðferð sem létt- ir á verkjunum, fengið útskýringar á vandamálunum um hvað er hægt að gera. Léttum á Bráðamóttökunni og mætum á Sjúkraþjálfaravaktina. n Sjúkraþjálfaravaktin Stjórnvöld eru svo léleg í því að fylgja lögunum að þau vilja breyta þeim til þess að gera lífið auðveldara fyrir sig. Indriði Ingi Stefánsson varaþingmaður Pírata Plastagnir úr fóður- rörum dreifast um þessi svæði og lenda í meltingarfærum dýra og svo loksins líka í okkur. Fréttablaðið skoðun 137. Febrúar 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.