Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 6
 Samkvæmt upplýsing- um blaðsins eru raka- skemmdir algengar í umræddu húsnæði sem ekki er í notkun Lækkun á natríum í salti er lífsnauðsynleg. Egill Þ. Einars- son, efnaverk- fræðingur Skipting húsnæðis í eignasafni FSRE Stærð Hlutfall Matvælaráðuneytið 12.990 m2 2,4% Dómsmálaráðuneytið 49.689 m2 9,0% Fjármála- og efnahagsráðuneytið 43.980 m2 8,0% Forsætisráðuneytið 3.903 m2 0,7% Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið 984 m2 0,2% Heilbrigðisráðuneytið 120.846 m2 22,0% Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið 52.141 m2 9,5% Innviðaráðuneytið 3.503 m2 0,6% Mennta- og barnamálaráðuneytið 193.181 m2 35,1% Menningar- og viðskiptaráðuneytið 41.729 m2 7,6% Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið 12.191 m2 2,2% Utanríkisráðuneytið 2.837 m2 0,5% Æðsta stjórn ríkisins 12.206 m2 2,2% Miklar breytingar eru að verða á nýtingu fasteigna í eigu ríkisins, en fermetrum á hvern ríkisstarfsmann fer fækkandi. Þá er mikið af hús­ næði komið til ára sinna og er ekki lengur hæft til notk­ unar. ser@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Um sex prósent af þeim 550 þúsund fermetrum af húsnæði sem er í eigu ríkisins eru ekki í notkun, sem merkir að um 30 þúsund fermetrar af ríkiseignum eru tómir. Þetta kemur fram í svari frá Framkvæmdasýslunni Ríkiseign­ um (FSRE) við fyrirspurn Frétta­ blaðsins. Húsnæðið sem ekki er í notkun er ýmist laust, eða í þróun og umbreytingu, að því er segir jafnframt í svarinu, en margt af því er komið til ára sinna og þarfnast mikils viðhalds. Samkvæmt upplýsingum blaðs­ ins eru rakaskemmdir algengar í umræddu húsnæði sem ekki er í notkun og eru allmörg dæmi þess að starfsemi í slíkum byggingum hafi verið f lutt yfir í skammtíma­ húsnæði. Þar á meðal eru nokkur ráðuneyti og kunnar ríkisstofnanir, svo sem FSRE, sem annast húsakost ríkisins, en hluti af gömlu húsnæði þeirrar stofnunar var ónothæfur vegna myglu, svo henni var komið fyrir í nýju húsnæði í Borgartúni. Ein meginskýringanna á því hvað mikið er til af vannýttu eða tómu ríkishúsnæði, hvort heldur sem það er tímabundið eða ekki, er gjörbreytt nýting á skrifstofuhús­ næði frá því sem áður var. Rýmin eru nú miklu betur nýtt og alrými hafa leyst stóra og afstúkaða kont­ óra af hólmi. Algengt var á síðustu öld og fram á þá nýju að hver ríkisstarfsmaður hefði yfir að ráða allt að 25 fer­ metrum, en fermetranýting á hvern starfsmann er nú komin niður í fimmtán fermetra að jafnaði og oft minna, svo sem hjá FSRE þar sem ellefu fermetrar eru á hvern starfs­ mann, en þar er enga lokaða skrif­ stofu að finna. Í þessu ljósi er nú verið að breyta stórum plássum frá því að vera stúkuð niður í einstakar skrifstofur í alrými þar sem starfsmenn þjappa sér saman við sameiginleg skrif­ borð. n Þrjátíu þúsund fermetrar af ríkishúsnæði eru tómir Hegningarhúsið er á meðal þeirra ríkiseigna sem nú eru tómar, en óvíst er með öllu hvaða starfsemi verður þar í framtíðinni og hvenær líf færist í þetta gamla tukthús. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Menntamálin eru rúmfrekust 550.178 fermetrar Stærstur hluti af fasteigna- safni ríkisins er nýttur af mennta- og barnamála- ráðuneyti og stofnunum þess, samtals 35 prósent af safninu, og vegur skóla- húsnæði þar mest. Heil- brigðisráðuneytið er með um 22 prósent af safninu, en spítalar eru þar á meðal, dómsmálaráðuneytið 9 prósent, en fangelsi heyra til þess hlutar, og fjármála- og efnahagsráðuneytið er með 8 prósent af safninu. ser@frettabladid.is heiLbRigðiSmáL Ætla má að hund­ rað Íslendingar látist á ári vegna of mikillar saltneyslu, ef evrópskar rannsóknir eru yfirfærðar á Ísland, en almennt inniheldur matarsalt á borðum landsmanna alltof mikið natríum. Þetta segir Egill Þ. Einarsson efna­ verkfræðingur sem hefur á síðustu árum þróað Lífsalt, sem hann nefnir svo, úr íslenskum hafsjó og jarð­ sjó sem hefur að geyma mikið af kalíum en sextíu prósent minna af natríum en algeng matarsölt. „Lækkun á natríum í salti er lífs­ nauðsynleg,“ bendir hann á, en mat­ arsalt í verslunum innihaldi jafnvel 99,9 prósent af natríum. „Það leiðir til háþrýstings og lífshættulegra hjarta­ og æðasjúkdóma sem er algengasta dánarorsök Íslendinga.“ Hann segir að matvælaiðnaður­ inn geri okkur að fíklum með lífs­ hættulegum söltum sem innihalda alltof mikið af natríum. En hátt gildi natríums geri matinn lystugri og fyrir vikið ánetjist neytendur salti sem geymir sem mest af natríum. Egill segir yfirvöld heilsuverndar sífellt klifa á minni neyslu á natríum­ ríku salti, en lítið sem ekkert gerist. Afar mikilvægt sé að draga almennt úr saltneyslu, en það eitt að draga úr daglegri neyslu, þó ekki væri nema um þriðjung, dragi verulega úr hættu á fyrrgreindum sjúkdómum. n Nánar á Fréttavaktinni á Hringbraut í kvöld Talið að hundrað deyi á ári út af saltneyslu ser@frettabladid.is SAmKePPNiSmáL Kvörtun lítillar endurskoðunarstofu á höfuðborgar­ svæðinu vegna útvistunar ríkisins á eftirliti á starfsemi endurskoðenda er komin á borð Samkeppniseftir­ litsins. Á næstu dögum ræðst hvort kvörtunin verður skoðuð nánar eða að efni hennar verður vísað frá, en „það væri með ólíkindum ef eftir­ litið tæki hana ekki fyrir,“ segir við­ komandi endurskoðandi sem ekki vill láta nafns síns getið. Málavextir eru þeir, eins og rakið var í Fréttablaðinu í síðustu viku, að ríkið útvistar opinberu eftir­ liti á endurskoðendafyrirtækjum til stórra fyrirtækja í sömu grein sem fá þannig opinbert vald til að leggja stein í götu keppinautar síns á markaði, hægja á rekstri hans og auka kostnað, en tímagjaldið er nú 23.590 krónur, sem litlar stofur verða með þessum hætti að greiða keppinautum sínum. Svona verklag í boði ríkisvaldsins feli í sér „opinberar samkeppnis­ hömlur sem séu í andstöðu við til­ gang og markmið samkeppnislaga“, eins og segir í kvörtuninni. Þar segir jafnframt að það sé þvert á lög um endurskoðendur að starf­ andi endurskoðendur skoði kollega sína. Engu að síður útvisti endur­ skoðendaráð verkefninu til starf­ andi endurskoðenda. „Í því felst að keppinautar eru fengnir til þess að framkvæma gæðaeftirlit hjá hver öðrum fyrir tilstilli endurskoðenda­ ráðs,“ eins og segir í kvörtuninni til Samkeppniseftirlitsins, sem nú liggur á borði þess. n Kvörtun á borð Samkeppniseftirlitsins helgisteinar@frettabladid.is bANdARíKiN Óli Þór Árnason, veð­ urfræðingur hjá Veðurstofunni, er undrandi á því hvernig kínverski loftbelgurinn hélt sömu hæð í svo langan tíma. Loftbelgurinn var skotinn niður um helgina. „Loftbelgurinn virtist vera um það bil þrisvar sinnum stærri en þeir sem eru notaðir til dæmis hérna úti á Keflavíkurflugvelli. Þar er veðurbelgjum sleppt tvisvar á dag en þá fara þeir upp í ákveðna hæð og svo springa þeir.“ Ólafur segir að hitti loftbelgur inn á rétt veðurskilyrði þar sem hann finnur góða staðbundna hæð hringsnúist belgurinn í kringum þá hæð þar sem vindurinn blæs. Hann segist samt ekki skilja hvernig Kín­ verjar hafi náð að stýra hæð loft­ belgsins. „Þú rannsakar með því að leita að þversniðinu frekar en að láta loft­ belginn svífa um,“ segir Óli. n Loftbelgir springa í ákveðinni hæð Svona verk- lag felur í sér „opinberar samkeppnis- hömlur sem séu í andstöðu við tilgang og mark- mið samkeppn- islaga“, segir í kvörtuninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTy Veðurfræðingur segir flesta veður- belgi mun minni en sá kínverski var. 6 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 7. FeBRúAR 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.