Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 16
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, waage@frettabladid.is, s. 550 5656. dk hugbúnaður fagnar 25 ára afmæli nú í ár og er með ýmislegt í farvatninu til að fagna þeim tíma- mótum. Undanfarinn aldarfjórð- ung hefur dk selt einn vinsælasta viðskiptahugbúnað landsins en um er að ræða alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi sem er þróað á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður. dk hugbúnaður er leiðandi á sviði við- skiptahugbúnaðar fyrir minni og meðalstór fyrirtæki að sögn Mar- grétar Sveinbjörnsdóttur, sviðs- stjóra sölu- og markaðssviðs dk. „Fyrirtæki sem nota dk við- skiptahugbúnaðinn eru úr flestum atvinnugreinum og eru nú um sjö þúsund talsins og fjölgar jafnt og þétt. Það er mjög auðvelt að taka kerfið í notkun og það kemur nán- ast að fullu uppsett með leiðbein- ingum. Með kerfinu fylgja uppsett fyrirtækjaform en hvert fyrir- tækjaform inniheldur tilbúinn bókhaldslykil með tengingum við undirkerfi, uppsettan rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sundur- liðunum og sjóðstreymi.“ Vöruframboð dk hugbúnaðar inniheldur meðal annars bók- haldskerfi, framleiðslukerfi, inn- kaupa- og birgðakerfi, afgreiðslu- kerfi fyrir verslanir og veitingahús, launakerfi, stimpilklukkukerfi, verkbókhaldskerfi, vefþjónustur, félaga-, styrkja- og sjóðaumsýslu- kerfi og skattframtalskerfi. „Auk þess má nefna dk One sem eru léttar lausnir sem má sækja í App Store og Google Play, svo sem sölu- kerfi, verkskráningarkerfi, sam- þykktarkerfi, kostnaðarskráningu og greiningarkerfi/mælaborð.“ Öflug hýsingardeild veitir viðskiptavinum öryggi Margrét segir dk bjóða upp á heildarlausn í hýsingarþjónustu. Fyrirtækið rekur stóra og mikla skýjaþjónustu undir nafninu dk Vistun og er leiðandi á því sviði. „Rúmlega sex þúsund viðskipta- vinir nýta sér hýsingu og skýja- lausnir dk fyrir rétt rúmlega 30 þúsund fyrirtæki. Þessi þjónusta hefur vaxið mjög mikið síðan árið 2007 þegar hýsingarþjónustan var stofnuð.“ Hún segir öryggi viðskiptavina vel tryggt og að allur vélbúnaður dk sem og kerfissalur uppfylli ströngustu kröfur um gagnateng- ingar, varaaflsstöðvar, aðgangs- stýringar og vírusvarnir auk þess sem bruna- og vatnslekavarnir séu uppfylltar og er sólarhrings- vakt á kerfunum. „dk sér um alla afritun gagna og uppfærslu hugbúnaðar sem tryggir aukið rekstraröryggi fyrir fyrirtæki. Auk þess veitir skýið hjá dk viðskipta- vinum aukið frelsi því þeir geta nálgast upplýsingar sínar úr dk viðskiptahugbúnaðinum hvaðan sem er úr heiminum sem skapar tvímælalaust hagræði. Skýjalausn dk hentar jafnt PC- sem Mac-not- endum.“ Spennandi nýjungar dk One smáforritið hefur verið vinsæl lausn og er ætlað fyrir þá notendur sem eru mikið á ferðinni og vilja geta nýtt nýjustu tækni. dk One er bæði veflausn og smáforrit en smáforritin eru fáanleg í App Store fyrir Apple-tæki og Google Play fyrir Android-tæki. „Með dk One smáforritinu er hægt að nýta nýjustu tækni til að einfalda vinnu við bókhald, sölu, samþykktir reikninga, kostnaðarskráningu, verkbókhaldsskráningu og skýrslugerð.“ Á haustmánuðum kom upp- færsla á dk One. „Þá komu inn tvær nýjungar sem tengjast lánar- drottnakerfinu. Önnur þeirra er dk One samþykktir, sem er einföld leið til að samþykkja reikninga og hin er dk One kostnaður sem er þægileg leið til kostnaðarskrán- ingar.“ Með dk One samþykktum er hægt að samþykkja reikninga sem hafa verið settir inn í samþykktar- kerfi dk viðskiptahugbúnaðar. „Þannig sparast mikill tími við skráningu og utanumhald reikn- inga. Með dk One kostnaði er hægt að taka myndir af fylgiskjölum og senda beint í bókhaldið. Einnig er hægt að hlaða inn öðrum skjölum og skrá inn sem reikning.“ Kerfið er einföld og fljótleg leið fyrir kostnaðarskráningu í bókhaldskerfi að sögn Margrétar. „Skjölin færast beint inn í dk bók- haldskerfið sem færir allt á rétta lykla. Þannig sparast mikill tími við bókun á reikningum. Reikn- ingurinn kemur strax í bókhaldið og hægt er að skila inn frumriti reiknings eftir þörfum.“ Einfaldar vinnu við jafnlaunavottun Jafnlaunagreining er dæmi um nýlega viðbót hjá dk hugbúnaði, þar með talinn innlestur grunn- gagna frá notendum vegna jafn- launagreiningar. „Þessi gögn eru síðan unnin saman við launagögn og reiknaðir út ýmsir þættir sem tengjast jafnlaunagreiningu, til dæmis stig fyrir persónubundna þætti og einstök störf.“ Einnig er reiknaður út launamunur kynja út frá þeim forsendum sem eru gefnar. „Upplýsingarnar eru síðan hluti af þeim gögnum sem þarf að skila til að öðlast jafnlaunavottun sem veitt er af þar til bærum aðilum.“ Að sögn Margrétar einfaldar kerfið alla vinnu við jafnlauna- vottun og sparar fyrirtækjum dýr- mætan tíma sem fer í þessa vinnu sem er alla jafna mjög tímafrek. „Kerfið er því mikið hagræði fyrir fyrirtæki og ávinningurinn mikill fyrir viðskiptavini dk að nýta sér jafnlaunagreininguna og fá aðstoð í ferlinu frá ráðgjöfum okkar.“ Nýlega hefur innbyggða hjálpin í kerfinu verið endurskrifuð og fleiri hjálpargluggum (Wizard) hefur verið bætt við kerfið. „Nú er einnig möguleiki á að lesa rafræn fylgi- skjöl í töflu í stað þess að vera með þau á gagnadrifi.“ Samfélagsleg ábyrgð dk hugbúnaður hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og er fyrirtækið meðvitað um sam- félagslega ábyrgð sína gagnvart fólki og umhverfinu. „Megin- áhersla dk er á stafræn viðskipti og tækni þar sem fyrirtækið getur haft jákvæð áhrif og stuðlað að góðum lausnum fyrir viðskipta- vini sína. Nýlega þróaði dk lausn með Endurvinnslunni þar sem í stað kortagreiðslukassa er við- skiptavinum boðið að sækja app og fá skilagjaldið greitt í gegnum símann. Á talningarmiðanum er QR-kóði sem er skannaður og skilagjaldið er millifært inn á reikning.“ Mikil hagræðing með aukinni sjálfvirkni Með rafrænum reikningum skila upplýsingar sér hratt á milli kerfa og villuhætta minnkar auk þess sem fjárstreymi verður skilvirkara í alla staði. „Meðhöndlun rafrænna reikninga tekur að meðaltali þrjá daga á meðan meðhöndlun papp- írsreikninga tekur að meðaltali 15 daga og er því um 80 prósenta hagræðingu að ræða. Það gefur augaleið hversu mikill ávinn- ingur þetta er fyrir umhverfið og kolefnissporið.“ Hún segir fyrirtækið leggja mikla áherslu á meiri sjálfvirkni í kerfinu og rafræn samskipti inn og út úr því. „Þar koma smáfor- ritin og veflausnir sterkar inn og það má segja að þær lausnir séu framlenging á bókhaldskerfið. Þessar lausnir eru mikil hagræðing í rekstri og starfsemi fyrirtækja og starfsmenn dk veita aðstoð við úttekt á þörfum fyrirtækja og ráðleggja meðal annars við rafræn viðskipti, tæknilausnir og jafnlaunagreiningu. Fyrirtækið er gagnadrifið og aðstoðar viðskipta- vini með snjöllum tæknilausnum að takast á við gagnadrifnari og sjálfbærari framtíð. Samstarf við Promennt Við höfum átt í árangursríku samstarfi við Promennt sem er að eflast.“ dk hefur um árabil haldið námskeið þar sem starfsmenn dk kenna viðskiptavinum á kerfið. Staðnámskeiðin hafa hingað til verið haldin í húsakynnum dk hugbúnaðar í Turninum í Kópa- vogi ásamt því að úrval námskeiða í fjarkennslu er í boði rafrænt. „Nú í byrjun árs hóf dk samstarf við Promennt svo að staðnámskeiðin verða framvegis haldin í kennslu- stofum Promennt í Skeifunni 11b. Kennarar námskeiðanna verða líkt og áður starfsmenn dk hugbúnaðar en allt utanumhald og skipulag er nú í höndum Promennt sem býður upp á fyrsta flokks aðstöðu og aðbúnað til kennslunnar. Fyrstu námskeiðin hafa nú þegar verið haldin og fer skráning fram á heimasíðu Promennt.“ n Nánar á dk.is. Hluti af sölu- og markaðsteymi dk. F.v. eru Sæunn Sævarsdóttir, Svana Kr. Sigurjónsdóttir, Margrét Sveinbjörnsdóttir og Ragnheiður Sigþórsdóttir. Á myndina vantar Hafstein Róbertsson og Egil Áskelsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI dk hugbúnaður fagnar 25 ára afmæli í ár. Hjá fyrirtækinu starfa rúm- lega 60 manns við hugbún- aðargerð og þjónustu. Rúmlega sex þús- und viðskiptavinir nýta sér hýsingu og skýjalausnir dk fyrir rétt rúmlega 30 þúsund fyrirtæki. Margrét Sveinbjörnsdóttir 2 kynningarblað 7. febrúar 2023 ÞRIÐJUDAGUREndurskoðun og bókhald

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.