Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 26
elin@frettabladid.is
Opni háskólinn í Háskólanum
í Reykjavík býður upp á grunn-
námskeið í bókhaldi sem hefst á
morgun. Námskeiðið getur nýst
sem góður undirbúningur fyrir
frekara nám. Eftir því sem segir á
heimasíðu skólans starfa bókarar
víða í stjórnsýslunni og í atvinnu-
lífinu enda eru langflest fyrirtæki,
stofnanir, félög, sambönd, sjóðir
og einyrkjar með bókhaldsskyldu
samkvæmt lögum. Þekking bókara
á því hvernig setja á ráðstöfun
fjármuna fram með greinargóðum
hætti er því gagnleg og mikils metin
á fjölmörgum sviðum samfélagsins.
Farið er í grunninn í bókhaldi
og því eru ekki neinar forkröfur í
námið. Námskeiðið hentar einnig
fyrir þá sem eru þegar með ein-
hverja reynslu af bókhaldsstörfum
eða þekkja grundvallaratriði í bók-
haldi en vilja skerpa á þekkingu
sinni. Þrír reyndir kennarar sjá um
kennslu; löggiltir endurskoðendur
og héraðsdómslögmaður. Nem-
endur þurfa ekki að þreyta próf og
ekki eru sett fyrir aukaverkefni.
Verkefni eru unnin um leið og
hlustað/horft er á fyrirlestrana.
Námið er 48 klukkustundir og
er fjarnám með staðarlotu í lok
námsins. Nánari upplýsingar á
heimasíðu skólans. n
Grunnnám í bókhaldi
Opni háskólinn býður upp á fjarnám
í bókhaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRElstu heimildir um endurskoðun
hérlendis eru frá 1872.
starri@frettabladid.is
Í afmælisblaði Félags löggiltra
endurskoðenda sem kom út í júlí
1995 birtist greinin Fyrstu ár end-
urskoðunar og menntamálin, sem
Sigurður Tómasson tók saman. Þar
birtist ýmis fróðleikur um upphaf
endurskoðunar á Íslandi.
Elsta heimild um endurskoðun
hérlendis sem hann fann var til-
skipun frá árinu 1872 um sveitar-
stjórn á Íslandi en þar voru gefin
fyrirmæli um reikningshald og
reikningsskil hreppsnefnda. Þar
segir meðal annars að hrepps-
nefndin öll skuli rannsaka
reikn ing inn, eða kjósa mann til
að endur skoða hann. Sama ár er
gefin út samþykkt um bæjarmál-
efni Reykjavíkur og þar er einnig
kveðið á um endurskoðun bæjar-
reikninganna.
Indriði skáld og rithöfundur
Einarsson var fyrsti Íslendingur-
inn sem lauk hagfræðiprófi en
hann útskrifaðist frá Kaupmanna-
hafnarháskóla árið 1877. Ári
síðar var hann ráðinn af land-
fógetaskrifstofunni sem sérstakur
aðstoðarmaður í endurskoðun
reikninga landsins.
Indriði var síðar nefndur Indriði
revisor en í grein Sigurðar segir að
það hafi ekki verið neitt vafamál
að hann hafi haft meiri þekkingu
til að bera á meðferð talna og
reikningsskila en menn almennt
hér á landi á þeim tíma, vegna
náms síns. n
HEImILd: FLE.Is.
Upphaf
endurskoðunar
50%
afsláttur
40%
afsláttur
Verslun opin
mán-fim 09:00-18:00,
föstudaga 09:00-17:00,
laugardaga 12:00-16:00.
www.hirzlan.is
H1
WithME
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN 30 ára
Headpoint
Listaverð 104.900 kr.
Verð nú 62.940
Listaverð 114.900 kr.
Verð nú 68.940 40% afsláttur
100cm Listaverð 95.500 kr. Verð nú: 47.750 kr.
120cm Listaverð 99.500 kr. Verð nú: 49.750 kr.
140cm Listaverð 103.500 kr. Verð nú: 51.750 kr.
160cm Listaverð 106.500 kr. Verð nú: 53.250 kr.
Rafmagnsborð
Síðumúla 37 - Sími: 564-5040
hirzlan@hirzlan.is
Höfuðpúði
Listaverð 24.000 kr.
Verð nú 14.400 kr.
Einfaldur
Listaverð 16.500 kr.
Verð nú 9.900 kr. Þrefaldur
Listaverð 36.500 kr.
Verð nú 21.900 kr.
Tvöfaldur
Listaverð 28.500 kr.
Verð nú 17.100 kr.
40%
afsláttur
Skjáarmar
Fagnaðarlæti
8 kynningarblað 7. febrúar 2023 ÞRIÐJUDAGUREndurskoðun oG bókhald
Hollt salat eykur orku og einbeitingu.
thordisg@frettabladid.is
Endurskoðendur hafa í nógu að
snúast í aðdraganda skila á skatt-
framtölum. Þá getur þurft að vinna
fram á nótt og minni tími til að
velja og útbúa hollan kost umfram
fljótlegan skyndibita.
Til að sýna fyrirhyggju er gott
að hafa meðferðis fleiri en eina
máltíð. Í morgunmat eða millimál
er hressandi að geta gripið í girni-
lega jógúrtskál með ávöxtum og
múslí, og eiga til epli til að narta í
við útreikningana. Útbúa girni-
legt nesti eins og matarmikið salat
sem gefur góða orku og saðningu.
Tilvalið er að setja egg, baunir, osta
og kjöt út á salatið, sem og tómata,
kál, papriku, ólífur, brauðteninga,
pasta, hnetur eða hvað eina lysti-
legt, að ógleymdri uppáhalds salat-
dressingunni. n
Gott á annatímum