Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.02.2023, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT ÞRIÐJUDAGUR 7. febrúar 2023 Helga Soffía Guðjónsdóttir er framkvæmdastjóri Rekstrarumsjónar þar sem öll húsfélög geta fundið rekstrarleiðir við hæfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Húsfélagsreksturinn einfaldaður með faglegri þjónustu Rekstarumsjón er hafnfirskt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri og þjónustu við húsfélög. Framkvæmdastjórinn Helga Soffía Guðjónsdóttir segir mörgum létta við að losna við áhyggjur af rekstri húsfélaga enda geti það verið flókin vinna og tímafrek. 2 Finnst þér hrátt kökudeig gott? FRÉTTABLAÐIÐ/GeTTy jme@frettabladid.is Ert þú ein/nn/tt af þeim sem eiga erfitt með að stoppa sig af þegar kemur að hráu kökudeigi? Þarftu alltaf að sleikja sleifina, hreinsa skálina með tungunni og borða endakökurnar áður en þær fara inn í ofninn, þrátt fyrir að þekkja áhættuna sem fylgir neyslu hrárra eggja og óbakaðs hveitis? Þá er þetta hrákökudeig himna- sending fyrir þig, og ekki er verra að aðalinnihaldið er próteinríkar kjúklingabaunir. Að öllu gamni slepptu þá er þetta auðvitað ekki hollmeti og kemur ekki í stað mál- tíðar. En sértu í stuði fyrir hrátt smákökudeig er þessi uppskrift ekki vitlaus lending. n Kjúklingabaunakökudeig 1 dós skolaðar kjúklingabaunir 2 tsk. salt 2 tsk. vanilluextrakt ½ dl hnetusmjör að eigin vali (möndlu-, jarðhnetu-, kasjú-) Allt að ½ dl mjólk að eigin vali 1,5 dl púðursykur 1 dl suðusúkkulaði skorið í bita 2–3 msk. hafra-, möndlu- eða annað hveiti til að þykkja Hafrahveiti má búa til með því að setja um 2 dl af höfrum í blandara og púlsa uns það er orðið að dufti. Settu öll innihaldsefni nema súkkulaði í matvinnsluvél og blandaðu uns mixtúran er mjúk. Blandaðu loks súkkulaðibitunum út í, kældu og njóttu. Hrátt kökudeig Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.